Umfjöllun og viðtöl: KA-HK 33-30 | KA á sigurbraut KA vann mikilvægan sigur á HK í Olís deild karla í kvöld, lokatölur 33-30 eftir spennuleik þar sem bæði lið áttu sína kafla. KA er því komið með tvo sigra úr síðustu tveimur leikjum og fara upp í 8 stig í deildinni. Handbolti 10. desember 2021 19:07
Umfjöllun: Stjarnan - Afturelding 37-22 | Stjarnan fór illa með gestina Stjörnukonur fóru illa með stigalaust lið Aftureldingar er liðin mættust í Olís deild kvenna í kvöld. Lokatölur urðu 37-22, heimakonum í vil. Handbolti 10. desember 2021 19:00
Frábær viðsnúningu Japana | Öruggt hjá Ungverjum Nú rétt í þessu lauk tveimur leikjum í milliriplum Heimsmeistaramóts kvenna í handbolta. Japan vann virkilega góðan sigur gegn Austurríki eftir að hafa verið fimm mörkum undir snemma í seinni hálfleik og Ungverjar unnu sannfærandi átta marka sigur gegn Kongó. Handbolti 10. desember 2021 18:34
Þýskaland og Brasilía af öryggi í átta liða úrslit HM Þýskaland tryggði sér í dag sæti í 8-liða úrslitum HM kvenna í handbolta á Spáni þrátt fyrir að enn sé ein umferð eftir af milliriðlum. Liðið vann Suður-Kóreu 37-28. Handbolti 10. desember 2021 16:21
Ekki fleiri nefndir um þjóðarleikvanga: „Sannfærður um að við löndum þessu“ „Við þurfum bara að ýta á Enter,“ segir Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, um nýja þjóðarleikvanga fyrir boltaíþróttir og frjálsíþróttir sem lengi hefur verið beðið eftir. Sport 10. desember 2021 14:00
Hannes skammaði ríkisstjórnina fyrir að íþróttamálaráðherra sé ekki titlaður Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, hefur ofurtrú á því að íþróttamálaráðherrann Ásmundur Einar Daðason komi því í gegn að byggja nýjan þjóðarleikvang Íslands en ekki er ekki ánægður með það virðingarleysi sem ríkisstjórnin sýnir íþróttunum með því að hafa íþróttirnar ekki í titla ráðherra. Körfubolti 10. desember 2021 12:30
Alfreð lærði af austur-þýskum sérfræðingi með vafasama fortíð Þegar Alfreð Gíslason þjálfaði Magdeburg í Þýskalandi starfaði hann meðal annars með þekktum prófessor sem átti sér vafasama fortíð. Handbolti 10. desember 2021 11:31
Bauð ríkisstjórnina velkomna á heimaleik Íslands á Ítalíu Íþróttahreyfingin hefur lengi kallað eftir nýjum þjóðarleikvöngum og í vetur er svo komið að íslenska karlalandsliðið í körfubolta neyðist til að spila leiki á útivelli sem fara áttu fram á Íslandi. Formaður KKÍ bauð ríkisstjórninni á „heimaleik“ á Ítalíu í febrúar, í Pallborðinu í gær. Sport 10. desember 2021 09:00
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar 32-33 | Vængbrotnir Haukar á toppinn Fram lék þriðja háspennuleik sinn í röð þegar liðið tók á móti Haukum sem unnu eins marks sigur, 33-32, og komu sér aftur í toppsæti Olís-deildar karla í handbolta. Handbolti 9. desember 2021 22:20
Fyrsta mál Ásmundar í nýrri ríkisstjórn varði málefni þjóðarleikvanga Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, telur mikilvægt að ráðist verið í úrbætur á stöðu þjóðarleikvanga Íslands. Um sé að ræða eitt af þeim málum sem séu efst á forgangslista hans í nýrri ríkisstjórn. Sport 9. desember 2021 22:07
„Þá gerum við einhvern algjöran skítafeil sóknarlega eða missum þá alveg kjánalega varnarlega“ „Við vorum bara ekki góðir í dag. Mér finnst við hafa spilað vel undanfarna leiki en við vorum ekki góðir núna,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir tapið nauma gegn Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Handbolti 9. desember 2021 21:51
Óvænt tap Kielce gegn botnliðinu Pólska liðið Lomza Vive Kielce tapaði óvænt gegn botnliði Porto í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld. Kielce er enn á toppi riðilsins, en þetta var annað tap liðsins í keppninni í röð. Handbolti 9. desember 2021 21:25
Stórsigur Frakka og risasigur Svía Hinum tveim leikjum kvöldsins í milliriðlunum á Heimsmeistaramóti kvenna í handbolta er nú lokið. Frakkar unnu öruggan tíu marka sigur gegn Pólverjum, 26-16, og Svíar gjörsamlega kafsigldu Kasakstan og unnu 35 marka sigur, 55-20. Handbolti 9. desember 2021 21:15
Sigurganga Magdeburg heldur áfram | Melsungen sigraði Íslendingaslaginn Það voru Íslendingar í eldlínunni í öllum fjórum leikjum kvöldsins í þýska handboltanum. Magdeburg er enn með fullt hús stiga eftir fjögurra marka sigur gegn Hannover-Burgdorf og Melsungen vann öruggan níu marka sigur í Íslendingaslag kvöldsins. Handbolti 9. desember 2021 19:52
Teitur skoraði fjögur er Flensburg lagði Veszprém Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg unnu virkilega sterkan þriggja marka sigur gegn ungverska liðinu Telekom Veszprém, 30-27, er liðin mættust í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Handbolti 9. desember 2021 19:15
Serbar snéru taflinu við og sóttu mikilvæg stig | Risasigur Noregs Tveim leikjum var nú rétt í þessu að ljúka í milliriðlum Heimsmeistaramóts kvenna, en leikið var í fyrsta og öðrum riðli. Serbar néru taflinu við gegn Svartfjallalandi og unnu tveggja marka sigur, 27-25, og á sama tíma unnu Norðmenn vægast sagt öruggan sigur gegn Púertó Ríkó, 43-7. Handbolti 9. desember 2021 18:38
Heimsmeistararnir björguðu sér fyrir horn Heimsmeistarar Hollands sluppu heldur betur með skrekkinn þegar liðið vann Rúmeníu, 31-30, á HM í handbolta kvenna á Spáni. Rúmenar gerðu slæm mistök á lokamínútunni. Handbolti 9. desember 2021 16:20
Sjáðu umræðuna um þjóðarleikvanga í Pallborðinu Ráðherra og formenn KSÍ og KKÍ voru gestir Henrys Birgis Gunnarssonar í Pallborðinu þar sem rætt var um þjóðarleikvanga. Þátturinn var í beinni útsendingu hér á Vísi. Sport 9. desember 2021 15:32
Foreldrar Elísu gáfu öllum fjórtán til átján ára krökkum í Eyjum bók dótturinnar Það er líklegt að flestir íþróttakrakkar í Vestmannaeyjum fari að borða hollari og betri mat eftir veglega gjöf frá Fiskvinnslu VE. Fótbolti 9. desember 2021 15:00
Upphitun Seinni bylgjunnar: „Þetta þarf að vera létt og skemmtilegt“ Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hituðu upp fyrir tólftu umferð Olís deildar karla í handbolta í aukaþætti af Seinni bylgjunni sem er nú kominn inn á Vísi. Handbolti 9. desember 2021 14:40
Jú, það eru líka skoruð sjálfsmörk í handbolta: Sjáðu skondið sjálfsmark í Olís Seinni bylgjan fjallaði um elleftu umferð Olís-deildar karla í handbolta í síðasta þætti og þar á meðal um 78 marka leik ÍBV og HK í Vestmannaeyjum. Eitt af þessum 78 mörkum í leiknum var nefnilega mjög sérstakt mark. Handbolti 9. desember 2021 12:30
Bræðurnir í Val segjast báðir vera betri en hinn og ætla alla leið Bræðurnir Arnór Snær og Benedikt Gunnar Óskarssynir hafa spilað stórt hlutverk í Íslandsmeistaraliði Valsmanna í vetur. Fjölskyldan er líka mjög áberandi í liðinu enda er faðir þeirra aðstoðarþjálfari Valsliðsins, Óskar Bjarni Óskarsson. Handbolti 9. desember 2021 10:30
„Hún er stórkostlegasta manneskja sem ég hef kynnst“ Alfreð Gíslason segir að síðustu mánuðir hafi verið afar erfiðir. Eiginkona hans til rúmlega fjörutíu ára, Kara Guðrún Melstað, lést í lok maí. Alfreð lýsir henni sem stórkostlegustu manneskju sem hann hafi kynnst. Handbolti 9. desember 2021 10:04
Lugu til um þyngd leikmanna Þóris Norska handknattleikssambandið sendi inn falskar upplýsingar um þyngd leikmanna kvennalandsliðsins sem spilar á HM á Spáni. Alþjóða sambandið, IHF, hefur verið gagnrýnt fyrir að upplýsingum um þyngd leikmanna sé dreift á heimasíðu mótsins og í sjónvarpi, enda sé slíkt óþarfi. Handbolti 9. desember 2021 08:00
Heimakonur lentu í vandræðum gegn Japan | Öruggt hjá Danmörku Öllum sex leikjum dagsins á HM kvenna í handbolta er nú lokið. Danmörk vann öruggan 11 marka sigur á Ungverjalandi og þá unnu gestgjafarnir tveggja marka sigur á Japan. Handbolti 8. desember 2021 21:31
Ágúst Elí lokaði markinu og var meðal markaskorara Ágúst Elí Björgvinsson átti frábæran leik í marki Kolding er liðið lagði SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, lokatölur 29-23. Handbolti 8. desember 2021 19:16
Króatía, Brasilia, Suður-Kórea og Þýskaland hefja milliriðla HM á sigrum Fjórum af sex leikjum dagsins á HM kvenna í handbolta er nú lokið. Króatía, Þýskaland, Suður-Kórea og Brasilía unnu öll góða sigra í milliriðli í dag. Handbolti 8. desember 2021 18:35
Sveinn færir sig um set til Þýskalands Sveinn Jóhannsson, landsliðsmaður í handbolta, gengur í raðir þýska úrvalsdeildarliðsins Erlangen næsta sumar. Handbolti 8. desember 2021 09:30
Stjarnan og Selfoss þurfa að endurtaka leikinn eftir dóm HSÍ Ungmennalið Stjörnunnar og Selfoss þurfa að mætast á ný í Grill66 deild kvenna í handbolta. Þetta er niðurstaða dómstóls HSÍ eftir að handknattleiksdeild Selfoss kærði framkvæmd leiks liðanna sem fram fór í Garðabænum þann 28. nóvember síðastliðinn. Handbolti 7. desember 2021 23:00
Úrslitin ráðin í fjórum riðlum á HM Átta leikir voru á dagskrá á Heimsmeistaramóti kvenna í handbolta í dag og í kvöld og nú eru úrslitin ráðin í fjórum af átta riðlum mótsins. Meðal þjóða sem tryggðu sér sæti í milliriðlum í kvöld voru Frakkar, Svíar og Norðmenn. Handbolti 7. desember 2021 21:36