Umfjöllun og viðtöl: ÍBV – Stjarnan 36-27 | Öruggur sigur Eyjamanna í fyrsta leik Einar Kárason skrifar 21. apríl 2022 20:14 ÍBV fer vel af stað í úrslitakeppninni. Vísir/Hulda Margrét ÍBV vann öruggan níu marka sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í fyrsta leik úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 36-27. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og voru snemma komnir með góða forustu, 5-1, eftir að gestirnir úr Garðabænum skoruðu fyrsta mark leiksins. Þá tóku Stjörnumenn loks við sér og var leikurinn í jafnvægi næstu mínútur. Um miðjan hálfleikinn náðu heimamenn að auka forskot sitt í átta mörk í stöðunni 14-6 og aftur í 17-9. Útlitið svart fyrir þá bláklæddu. Þegar fyrri hálfleik lauk var munurinn milli liðanna sex mörk, 18-12. Gestirnir komu öflugir úr blokkunum inn í síðari hálfleikinn og hófu hægt og rólega að saxa á forskot ÍBV, sem þó héldu Garðbæingum alltaf í hæfilegri fjarlægð. Þegar um stundarfjórðungur eftir lifði leiks tók við góður kafli Stjörnunnar og náðu gestirnir að minnka muninn í þrjú mörk, 27-24, þegar tíu mínútur voru eftir. Þá tók leikurinn hinsvegar óvænta sveiflu þar sem leikmenn beggja liða kepptust um að fá tveggja mínútna pásur og fóru tvö rauð spjöld á loft, eitt á hvort lið. Í öllum látunum áttu Stjörnumenn erfitt með að koma boltanum í netið á meðan Eyjamenn fóru á kostum og skoruðu úr hverri sókninni á fætur annarri. Niðurstaðan því sannfærandi níu marka Eyjasigur, 36-27, eftir mikinn hitaleik. Af hverju vann ÍBV? Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og voru komnir í þægilega stöðu snemma leiks og héldu þeirri stöðu meginþorra leiksins. Stjörnumenn geta nagað sig í handabökin hvernig fór í lokin eftir að þeir höfðu minnkað muninn í þrjú mörk seint í leiknum. Hverjir stóðu upp úr? Arnór Viðarsson, leikmaður ÍBV, átti góðan dag og skoraði sjö mörk úr átta skotum. Kári Kristján Kristjánsson, Rúnar Kárason og Sigtryggur Daði Rúnarsson skoruðu fimm mörk hver. Petar Jokanovic átti einnig afbragðsleik í marki Eyjamanna og varði átján bolta, þar af eitt vítakast. Róbert Sigurðarson og óvæntur Fannar Þór Friðgeirsson stóðu varnarvinnuna vel. Í liði gestanna voru Brynjar Hólm Grétarsson og Björgvin Hólmgeirsson atkvæðamestir með fimm mörk. Starri Friðriksson var þeim næstur með fjögur. Hvað gekk illa? Stjörnumenn byrjuðu og enduðu leikinn illa og er það áhyggjuefni. Markvarslan var heldur ekki nægilega góð. Einnig er vert að minnast á að samtals voru ellefu brottvísanir í leiknum. Fimm á ÍBV og sex á Stjörnuna. Dagur Arnarsson, leikmaður ÍBV, fékk beint rautt spjald ásamt því bláa seint í leiknum og gæti hann fengið frekari refsingu fyrir brot sitt. Hvað gerist næst? Liðin mætast aftur í Garðabænum á sunnudaginn næstkomandi klukkan 16:00. Erlingur: Styrkur að geta haldið forustu Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV.Vísir/Hulda Margrét „Þetta var bara flottur leikur,” sagði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, eftir leik. „Við skorum þrjátíu og sex mörk og höldum loksins andstæðingnum undir þrjátíu mörkum. Það var virkilega gott. Varnarleikur og markvarsla var góð í dag, ásamt sókninni. Megum ekki gleyma honum. Við náum að nýta breiddina sem er gott. Nú er staðan eitt null og næsti leikur er á sunnudaginn.” Tveir ungir í stóru hlutverki „Arnór Viðarsson og Elmar Erlingsson, tveir þriðja flokks drengir, eru inná og þeir skila hlutverki ásamt öllum hinum. Arnór er búinn að bíða eftir sóknarhlutverki og búinn að standa sig frábærlega í vörn. Nú kemur að því að fái tækifæri. Hann er búinn að vinna fyrir því.” „Það er styrkur að geta haldið forustu og halda henni út leikinn. Við gerðum það ágætlega. Stjarnan gerði það sem hún gat til að komast inn í leikinn. Það opnar leikinn upp á gátt. Við gátum nýtt okkur það og svona varð niðurstaðan í dag. Niðurstaðan var orðin nokkuð ljós þremur til fjórum mínútum fyrir leikslok. Þá slaka menn kannski á og byrja að hugsa um næsta leik. Eins og kom fram í umfjölluninni fékk Dagur Arnarsson beint rautt, og blátt, spjald seint í leiknum. „Ég veit ekki alveg hvað verður með Dag. Ég veit ekki hvenær það kemur í ljós og svo eru smá meiðsli hér og þar. Það er nú samt þannig að þegar þú ert að spila í úrslitakeppni þá gleymist það um leið,” sagði Erlingur að lokum. Patrekur: Alltof margir leikmenn sem voru lélegir Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét Patrekur Jóhannesson var að vonum svekktur í leikslok. „Tilfinningin er ömurleg. Ótrúlegt hvað við vorum lélegir í byrjun leiks. Varnarlega vissum við alveg hvað var að koma og auðvitað fáum við endalaust af færum sem Petar (Jokanovic) ver. Hann varði einhver ellefu skot í fyrri hálfleik. Við erum með lélega vörslu á sama tíma. Þetta eru gríðarleg vonbrigði.” „Það jákvæða er það að við komumst inn í leikinn og erum í fínni stöðu í 27-24, en við náum ekki að nýta það. Uppleggið var að skjóta fyrir utan en náum því ekki. Það voru alltof margir leikmenn sem voru lélegir. Við erum skárri í seinni hálfleik. Við gáfumst ekkert upp en í úrslitakeppni á móti Eyjamönnum þarftu að vera klár. Það voru einhver brot og annað en við vorum frekar soft. Ég vildi strax í upphafi leiks að við værum fastari fyrir en það gekk ekki. Af hverju? Ég verð að fara yfir það.” Vondur lokakafli „Þegar þú ert undir þá ferðu að skjóta og selja þig dýrt. Það er aulaskapur að koma sér í þessa stöðu og það er ég svekktur með. Í upphafi leiks áttu að gera betur í þessum grunnatriðum. Hver og einn leikmaður þarf að spyrja sig spurninga. Ekki voru það mikil læti hérna í Eyjum. Það hefur oft verið fleira fólk, svo ekki var það áreitið, en það var ágætis stemning. Menn þurfa bara að tækla það og það gerðu margir illa. Það koma færi sem við förum illa með. Dauðafæri. Þetta þurfum við að laga. Ef við náum ekki þeim grunnatriðum að vera með baráttuvilja og stöðva menn almennilega, þó ekki eins og Dagur í restina. Við þurfum að ná því upp ef við ætlum að koma hingað aftur,” sagði Patrekur. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla ÍBV Stjarnan
ÍBV vann öruggan níu marka sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í fyrsta leik úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 36-27. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og voru snemma komnir með góða forustu, 5-1, eftir að gestirnir úr Garðabænum skoruðu fyrsta mark leiksins. Þá tóku Stjörnumenn loks við sér og var leikurinn í jafnvægi næstu mínútur. Um miðjan hálfleikinn náðu heimamenn að auka forskot sitt í átta mörk í stöðunni 14-6 og aftur í 17-9. Útlitið svart fyrir þá bláklæddu. Þegar fyrri hálfleik lauk var munurinn milli liðanna sex mörk, 18-12. Gestirnir komu öflugir úr blokkunum inn í síðari hálfleikinn og hófu hægt og rólega að saxa á forskot ÍBV, sem þó héldu Garðbæingum alltaf í hæfilegri fjarlægð. Þegar um stundarfjórðungur eftir lifði leiks tók við góður kafli Stjörnunnar og náðu gestirnir að minnka muninn í þrjú mörk, 27-24, þegar tíu mínútur voru eftir. Þá tók leikurinn hinsvegar óvænta sveiflu þar sem leikmenn beggja liða kepptust um að fá tveggja mínútna pásur og fóru tvö rauð spjöld á loft, eitt á hvort lið. Í öllum látunum áttu Stjörnumenn erfitt með að koma boltanum í netið á meðan Eyjamenn fóru á kostum og skoruðu úr hverri sókninni á fætur annarri. Niðurstaðan því sannfærandi níu marka Eyjasigur, 36-27, eftir mikinn hitaleik. Af hverju vann ÍBV? Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og voru komnir í þægilega stöðu snemma leiks og héldu þeirri stöðu meginþorra leiksins. Stjörnumenn geta nagað sig í handabökin hvernig fór í lokin eftir að þeir höfðu minnkað muninn í þrjú mörk seint í leiknum. Hverjir stóðu upp úr? Arnór Viðarsson, leikmaður ÍBV, átti góðan dag og skoraði sjö mörk úr átta skotum. Kári Kristján Kristjánsson, Rúnar Kárason og Sigtryggur Daði Rúnarsson skoruðu fimm mörk hver. Petar Jokanovic átti einnig afbragðsleik í marki Eyjamanna og varði átján bolta, þar af eitt vítakast. Róbert Sigurðarson og óvæntur Fannar Þór Friðgeirsson stóðu varnarvinnuna vel. Í liði gestanna voru Brynjar Hólm Grétarsson og Björgvin Hólmgeirsson atkvæðamestir með fimm mörk. Starri Friðriksson var þeim næstur með fjögur. Hvað gekk illa? Stjörnumenn byrjuðu og enduðu leikinn illa og er það áhyggjuefni. Markvarslan var heldur ekki nægilega góð. Einnig er vert að minnast á að samtals voru ellefu brottvísanir í leiknum. Fimm á ÍBV og sex á Stjörnuna. Dagur Arnarsson, leikmaður ÍBV, fékk beint rautt spjald ásamt því bláa seint í leiknum og gæti hann fengið frekari refsingu fyrir brot sitt. Hvað gerist næst? Liðin mætast aftur í Garðabænum á sunnudaginn næstkomandi klukkan 16:00. Erlingur: Styrkur að geta haldið forustu Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV.Vísir/Hulda Margrét „Þetta var bara flottur leikur,” sagði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, eftir leik. „Við skorum þrjátíu og sex mörk og höldum loksins andstæðingnum undir þrjátíu mörkum. Það var virkilega gott. Varnarleikur og markvarsla var góð í dag, ásamt sókninni. Megum ekki gleyma honum. Við náum að nýta breiddina sem er gott. Nú er staðan eitt null og næsti leikur er á sunnudaginn.” Tveir ungir í stóru hlutverki „Arnór Viðarsson og Elmar Erlingsson, tveir þriðja flokks drengir, eru inná og þeir skila hlutverki ásamt öllum hinum. Arnór er búinn að bíða eftir sóknarhlutverki og búinn að standa sig frábærlega í vörn. Nú kemur að því að fái tækifæri. Hann er búinn að vinna fyrir því.” „Það er styrkur að geta haldið forustu og halda henni út leikinn. Við gerðum það ágætlega. Stjarnan gerði það sem hún gat til að komast inn í leikinn. Það opnar leikinn upp á gátt. Við gátum nýtt okkur það og svona varð niðurstaðan í dag. Niðurstaðan var orðin nokkuð ljós þremur til fjórum mínútum fyrir leikslok. Þá slaka menn kannski á og byrja að hugsa um næsta leik. Eins og kom fram í umfjölluninni fékk Dagur Arnarsson beint rautt, og blátt, spjald seint í leiknum. „Ég veit ekki alveg hvað verður með Dag. Ég veit ekki hvenær það kemur í ljós og svo eru smá meiðsli hér og þar. Það er nú samt þannig að þegar þú ert að spila í úrslitakeppni þá gleymist það um leið,” sagði Erlingur að lokum. Patrekur: Alltof margir leikmenn sem voru lélegir Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét Patrekur Jóhannesson var að vonum svekktur í leikslok. „Tilfinningin er ömurleg. Ótrúlegt hvað við vorum lélegir í byrjun leiks. Varnarlega vissum við alveg hvað var að koma og auðvitað fáum við endalaust af færum sem Petar (Jokanovic) ver. Hann varði einhver ellefu skot í fyrri hálfleik. Við erum með lélega vörslu á sama tíma. Þetta eru gríðarleg vonbrigði.” „Það jákvæða er það að við komumst inn í leikinn og erum í fínni stöðu í 27-24, en við náum ekki að nýta það. Uppleggið var að skjóta fyrir utan en náum því ekki. Það voru alltof margir leikmenn sem voru lélegir. Við erum skárri í seinni hálfleik. Við gáfumst ekkert upp en í úrslitakeppni á móti Eyjamönnum þarftu að vera klár. Það voru einhver brot og annað en við vorum frekar soft. Ég vildi strax í upphafi leiks að við værum fastari fyrir en það gekk ekki. Af hverju? Ég verð að fara yfir það.” Vondur lokakafli „Þegar þú ert undir þá ferðu að skjóta og selja þig dýrt. Það er aulaskapur að koma sér í þessa stöðu og það er ég svekktur með. Í upphafi leiks áttu að gera betur í þessum grunnatriðum. Hver og einn leikmaður þarf að spyrja sig spurninga. Ekki voru það mikil læti hérna í Eyjum. Það hefur oft verið fleira fólk, svo ekki var það áreitið, en það var ágætis stemning. Menn þurfa bara að tækla það og það gerðu margir illa. Það koma færi sem við förum illa með. Dauðafæri. Þetta þurfum við að laga. Ef við náum ekki þeim grunnatriðum að vera með baráttuvilja og stöðva menn almennilega, þó ekki eins og Dagur í restina. Við þurfum að ná því upp ef við ætlum að koma hingað aftur,” sagði Patrekur. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.