Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úr­slitum

Hér fer fram bein textalýsing frá fyrri leik Vals og Slavía Prag í átta liða úrslitum Evrópubikarsins í handbolta. Báðir leikirnir munu fara fram í N1 höllinni að Hlíðarenda. Sá síðari á sunnudaginn kemur en í dag verður flautað til leiks klukkan fjögur. Samanlögð úrslit úr leikjunum tveimur skera úr um hvort liðið fer áfram í undanúrslit keppninnar.

Handbolti
Fréttamynd

„Vissi ekki hvað þessi sárs­auki þýddi“

„Ég er mjög þakklátur fyrir að þetta hafi ekki verið verra því ég vissi ekki hvað ég var að fara út í þegar þessi sársauki helltist yfir mig,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, sem meiddist í fyrrakvöld í mikilvægum slag í Meistaradeild Evrópu.

Handbolti
Fréttamynd

Gríðar­leg spenna á toppnum

Þegar aðeins einn leikur er eftir í 18. umferð Olís deild karla í handbolta er gríðarleg spenna á toppi sem og botni. Íslandsmeistarar FH eru með 27 stig líkt og Fram, Valur með stigi minna á meðan Afturelding er með 25 stig.

Handbolti
Fréttamynd

Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann

Orri Freyr Þorkelsson átti frábæran leik í liði Sporting sem mátti þola eins marks tap gegn Íslendingaliði Veszprém í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta. Dómari leiksins stal hins vegar fyrirsögnunum en það leið yfir hann í fyrri hálfleik leiksins.

Handbolti
Fréttamynd

Kennir sjálfum sér um ó­farir Gísla

Bennet Wiegert, þjálfari þýska handboltafélagsins Magdeburg, viðurkennir að Gísli Þorgeir Kristjánsson hafi ekki getað æft í aðdraganda leiksins við Álaborg í gær. Meiðsli hans í leiknum séu á endanum á ábyrgð þjálfarans.

Handbolti
Fréttamynd

KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær lang­mest

Eftir sjö ár án þess að fá krónu úr Afrekssjóði ÍSÍ hefur Knattspyrnusamband Íslands nú á ný fengið úthlutun úr sjóðnum. Handknattleikssamband Íslands hefur þó fengið langhæstu upphæðina hingað til eða fimmtíu milljónum meira en næsta sérsamband.

Fótbolti
Fréttamynd

Ýmir sneri aftur í góðum sigri

Línumaðurinn Ýmir Örn Gíslason var með fullkomna skotnýtingu og skoraði fjögur mörk fyrir Göppingen í 31-27 sigri gegn Eisenach í nítjándu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Gísli stór­kost­legur í toppslagnum

Gísli Þorgeir Kristjánsson var í algjöru aðalhlutverki á spennandi lokakafla í toppslag Magdeburg og Melsungen í þýsku 1. deildinni í handbolta í dag. Magdeburg vann leikinn 29-28.

Handbolti
Fréttamynd

ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga

Dagur Arnarsson skoraði níu mörk þegar ÍBV vann 31-29 sigur gegn Gróttu í Vestmannaeyjum í dag, í Olís-deildinni í handbolta. Ófarir Seltirninga halda því áfram en Eyjamenn eru komnir með átján stig, upp að hlið Stjörnunnar í 6.-7. sæti eftir 17 umferðir af 22.

Handbolti
Fréttamynd

KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu

KA/Þór tryggði sér í dag sigur í 1. deild kvenna í handbolta en liðið hefur ekki enn tapað leik á leiktíðinni. Eftir fall á síðustu leiktíð hefur liðið sýnt og sannað að það er alltof gott fyrir 1. deildina og mun leika í Olís-deildinni á næstu leiktíð.

Handbolti