Handbolti

Myndir: Mikil gleði þegar áhorfendur fengu loks að mæta á leik hjá Strákunum okkar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson, markahæstu leikmenn Íslands gegn Austurríki, gantast eftir leikinn.
Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson, markahæstu leikmenn Íslands gegn Austurríki, gantast eftir leikinn. vísir/hulda margrét

Í fyrsta sinn í rúm tvö ár gat íslenska karlalandsliðið í handbolta spilað fyrir framan áhorfendur þegar það mætti Austurríki í seinni leik liðanna í umspili um sæti á HM 2023.

Mikil stemmning var á Ásvöllum en íslenska liðið vann öruggan sigur, 34-26. Ísland vann einnig fyrri leikinn, 30-34, og einvígið 68-56 samanlagt.

Hulda Margrét Óladóttir, ljósmyndari Vísis, var á Ásvöllum og náði fjölmörgum myndum af leikmönnum og áhorfendum. Brot af þeim má sjá hér fyrir neðan.

Ómar Ingi Magnússon fékk viðurkenningu fyrir leik fyrir að vera markakóngur EM 2022.
Viktor Gísli Hallgrímsson fékk einnig viðurkenningu fyrir að vera í úrvalsliði EM.
Elliði Snær Viðarsson skorar af línunni.
Gísli Þorgeir Kristjánsson í hrömmum austurrísks varnarmanns.
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fjögur mörk.
Sérsveitin lét vel í sér heyra.
Bjarki Már og Ýmir Örn Gíslason fagna í leikslok.
HM-sætinu fagnar.
Guðni Th. Jóhannesson lét sig ekki vanta.
Elvar Ásgeirsson spilaði sinn fyrsta landsleik á Íslandi í dag. Mosfellingurinn sendi fingurkoss upp í stúku eftir leik.
Bjarki Már ásamt dóttur sinni.

Tengdar fréttir

„Fékk gæsahúð mörgum sinnum“

Guðmundur Guðmundsson var hæstánægður eftir að Ísland tryggði sér sæti á HM með átta marka sigri á Austurríki, 34-26, í seinni leik liðanna í umspili í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×