Handbolti

Lærisveinar Erlings köstuðu frá sér HM-sætinu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Erlingur Richardsson og hollenska handboltalandsliðið verða ekki með á HM.
Erlingur Richardsson og hollenska handboltalandsliðið verða ekki með á HM. Sanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images

Eringur Richardsson og lærisveinar hans í hollenska landsliðinu verða ekki með á HM í handbolta í janúar á næsta ári eftir sjö marka tap á heimavelli gegn Portúgal, 35-28.

Hollendingar unnu fyrri leik liðanna sem fram fór í Portúgal með sex marka mun, 29-23, og samanlagt unnu Portúgalar því með minnsta mun, 58-57.

Kay Smits var eins og svo oft áður markahæstur í hollenska liðinu með sjö mörk, en Martim Costa var atkvæðamestur í liði Portúgal með átta.

Undir stjórn Erlings hefur hollenska landsliðið komist á tvö Evrópumót. Hollendingar hafa hins vegar ekki komist á HM í rúmlega 60 ár, eða síðan 1961.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×