Boeing í basli með Starliner Forsvarsmenn Boeing eiga í basli með geimfarið Starliner og hefur fyrirtækið tapað minnst 1,4 milljörðum dala á þróun þess. Þessi þróun hefur gengið brösuglega í gegnum árin og hefur fyrsta geimskoti þess ítrekað verið frestað. Viðskipti erlent 4. október 2023 15:32
Skoða elsta ljós alheims í nýrri tilraunastofu Fyrsta tilraunastofan fyrir stjarneðlisfræði opnaði nýlega hér á landi í Háskóla Íslands. Þar er meðal annars hægt að skoða eiginleika elsta ljóss alheimsins Innlent 3. október 2023 23:08
Sjö ára rannsóknarferðalagi Osiris-Rex lokið Bandaríska geimfarið Osiris-Rex lenti við mikinn fögnuð í Utah fylki í Bandaríkjunum í dag. Sjö ár eru síðan það var sent út í geim í þeim tilgangi að safna tveimur kílóum af bergsýnum úr smástirninu Bennu og koma þeim aftur til jarðar. Vonir eru bundnar við að innihald hylkisins geti varpað frekara ljósi á hvernig sólkerfið okkar myndaðist og hugsanlega hvernig lífið kviknaði og þróaðist á jörðinni. Erlent 24. september 2023 18:49
Nær því að leysa gamla ráðgátu um sólina Vísindamenn eru að nálgast svör við gamalli ráðgátu um sólina. Það hefur lengi vakið furðu að kóróna sólarinnar er heitari en yfirborð hennar. Erlent 21. september 2023 16:52
„Vorum fyrir tilviljun að horfa í rétta átt á réttu augnabliki“ Svokallaður vígahnöttur sást í gærkvöldi yfir Íslandi. Myndband af fyrirbrigðinu sýnir þegar það sprakk með tilheyrandi ljósadýrð. Innlent 13. september 2023 16:26
Möguleg vatnaveröld með kolefnissamböndum í lofti Stjörnufræðingar hafa fundið kolefnissameindir í andrúmslofti fjarreikistjörnu sem styrkir tilgátur um að þar kunni að vera haf fljótandi vatns. Einnig fundust óskýrari merki um að þar sé að finna efnasamband sem aðeins sjóþörungar mynda á jörðinni. Erlent 13. september 2023 09:35
Vígahnöttur lýsti upp himininn Vígahnöttur lýsti upp norðurhimininn á ellefta tímanum í kvöld, og sást vel hér á landi. Innlent 12. september 2023 23:20
Milljóna styrkhafi segir gullöld runna upp í stjarneðlisfræði Íslenskur stjarneðlisfræðingur sem hlaut meira en tvö hundruð milljóna króna evrópskan styrk fyrir rannsóknir sínar segir að gullöld sé runnin upp í stjarneðlisfræði. Rannsóknirnar eiga að varpa ljósi á uppruna Vetrarbrautarinnar okkar og hvernig frumefnin urðu til. Innlent 11. september 2023 08:21
Ísfirðingar útvega lóð undir lendingarstað fyrir geimverur Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt tillögu nefndar um stofnun lóðar undir listaverkið Lendingarstað fyrir geimskip á Seljalandsdal fyrir ofan bæinn. Innlent 3. september 2023 08:00
Telja rússneska tunglfarið hafa skilið eftir sig gíg Myndir bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA benda til þess að rússneska geimfarið Luna-25 hafi skilið eftir tíu metra breiðan gíg á yfirborði tunglsins þegar það brotlenti þar í síðasta mánuði. Luna-25 var fyrsta tunglfar Rússa í tæpa hálfa öld en leiðangurinn var unnin fyrir gýg. Erlent 1. september 2023 10:52
Ofurmáni blátt á himni skín Fullt tungl sem verður síðustu nótt ágústmánaðar verður svokallaður blár ofurmáni. Þrátt fyrir nafnið verður tunglið þó hvorki blátt á lit né búið neins konar ofurkröftum. Innlent 29. ágúst 2023 20:01
Mistókst aftur að koma gervihnetti á braut um jörðu Geimvísindamönnum og verkfræðingum Norður-Kóreu mistókst aftur í dag að koma njósnagervihnetti á braut um jörðu. Gera á þriðju tilraunina í október, samkvæmt yfirvöldum í einræðisríkinu. Erlent 23. ágúst 2023 22:08
Indverjar fyrstir til að lenda við suðurpól tunglsins Indverska geimfarið Chandrayaan-3 varð fyrsta manngerða farið til þess að lenda nærri suðurpól tunglsins í dag. Könnunarjeppi á að rannsaka jarðveg og steina á tunglinu, þar á meðal efnasamsetningu þeirra. Erlent 23. ágúst 2023 13:50
Rússneska geimfarið brotlenti á tunglinu Luna-25, hið rússneska tunglfar, brotlenti á tunglinu. Þetta var fyrsta tilraun Rússa til að komast til tunglsins í 47 ár. Erlent 20. ágúst 2023 09:27
Rússneska farið á braut um tunglið Luna-25, fyrsta rússneska tunglfarið í tæpa hálfa öld, komst á braut um tunglið í gær. Farið á að fara fimm brautir í kringum tunglið áður en reynt verður að lenda því á suðurpólnum á mánudag. Erlent 17. ágúst 2023 15:26
Fjöldi gervihnatta á braut um jörðu talinn ósjálfbær Umgengni manna í geimnum næst jörðinni er ekki sjálfbær til lengri tíma litið, að mati evrópskra sérfræðinga í geimrusli. Aldrei hefur fleiri gervihnöttum verið skotið út í geim en í fyrra. Hnettirnir safnast upp á braut um jörðu þar sem óvirkir hnettir eru ekki teknir úr umferð. Erlent 15. ágúst 2023 07:01
Hélt fram áratuga yfirhylmingu á fljúgandi furðuhlutum á þinginu Fyrrverandi starfsmaður hjá leyniþjónustu bandaríska flughersins hélt því fram á þinginu í gær að Bandaríkin hefðu haldið leyndu áratugalöngu verkefni sem snerist um að hafa upp á fljúgandi furðuhlutum til að endurgera þá. Pentagon segir ekkert renna stoðum undir yfirlýsingar mannsins. Erlent 27. júlí 2023 08:54
Skutu geimfari af stað til tunglsins í þriðja sinn Starfsmenn Geimvísindastofnunar Indlands (Isro) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Farið nefnist Chandrayaan en þetta er í þriðja sinn Indverjar skjóta tunglfari út í geim en þeir vilja verða fyrstir til að lenda fari á suðurpól tunglsins. Erlent 14. júlí 2023 15:03
Kína ætlar að koma fólki á tunglið Kínversk yfirvöld opinberuðu í dag áform sín um mannaða ferð til tunglsins. Gert er ráð fyrir að koma fólki á tunglið fyrir árið 2030. Erlent 13. júlí 2023 17:00
Evklíð ætlað að afhjúpa hulduöfl alheimsins Nýr evrópskur geimsjónauki sem verður skotið á loft í dag á að hjálpa vísindamönnum að skilja dulin og leyndardómsfull öfl sem halda vetrabrautum saman og valda sívaxandi útþenslu alheimsins. Athuganir hans gætu varpað ljósi á ýmsar brýnustu spurningar heimsfræðinnar. Erlent 1. júlí 2023 13:00
Heyrðu öldunið þyngdarbylgna sem ganga um alheiminn Alheimurinn er fullur af þyngdarbylgjum sem ganga um tímarúmið samkvæmt niðurstöðum fimmtán ára langrar og byltingarkenndrar rannsóknar alþjóðlegs hóps vísindamanna. Uppgötvunin á þessum þyngdarbylgjubakgrunni alheimsins er sögð hjálpa fræðimönnum að skilja hvernig vetrarbrautir myndast og þróast. Erlent 29. júní 2023 09:30
Fann hornstein lífrænnar efnafræði í sólkerfi í fæðingu Kolefnissameind sem er talin hornsteinn lífrænnar efnafræði fannst í fyrsta skipti í fjarlægu sólkerfi sem er verða til með athugunum James Webb-geimsjónaukans. Rannsóknin á frumsólkerfisskífunni er einnig sögð sýna fram á þátt útfjólublárrar geislunar í lífvænleika nýrra sólkerfa. Erlent 27. júní 2023 12:21
Sýna hvernig geimvera skaðar ónæmiskerfið Virkni hvítra blóðfruma sem leika lykilhlutverk í ónæmiskerfi manna minnkaði í geimförum um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. Ný rannsókn sýnir í fyrsta skipti hvernig ónæmiskerfi manna veikist í þyngdarleysi í geimnum. Erlent 22. júní 2023 12:24
Náðu mynd af Sveinsdóttur á Merkúríusi Sjaldséð mynd náðist af gígnum Sveinsdóttur þegar gervihnötturinn BepiColombo tók mynd af Merkúríusi í þriðju ferð sinni í kringum plánetuna. Erlent 20. júní 2023 22:03
Enginn alvöru lofthjúpur utan um lofandi fjarreikistjörnur Líkur á að lífvænlegar aðstæður finnist í Trappist-sólkerfinu fara þverrandi eftir að rannsóknir James Webb-geimsjónaukans bentu til þess að þykkan lofthjúp sé ekki að finna á tveimur af sjö bergreikistjörnum þar. Fundur reikistjarnanna vakti athygli á sínum tíma þar sem þær eru nær allar á stærð við Venus. Erlent 20. júní 2023 10:09
Lykilhráefni lífs í neðanjarðarhafi tungls Satúrnusar Ofgnótt af frumefninu fosfór, sem er nauðsynleg byggingareining lífs eins og við þekkjum það, er líklega að finna í neðanjarðarhafi undir ísskorpi Enkeladusar, tungls Satúrnusar. Efnasambönd sem innihalda frumefnið fundust í einum hringja Satúrnusar sem íshverir Enkeladusar fóðra. Erlent 15. júní 2023 20:02
Stærsti „garðúðari“ sólkerfisins við Satúrnus Hátt í tíu þúsund kílómetra langur vatnsstrókur frá Enkeladusi, ístungli Satúrnusar, sést teygja sig um reikistjörnukerfið eins og gusa úr garðúðara á nýlegum myndum James Webb-sjónaukans. Aldrei áður hefur slíkur strókur sést spanna svo miklar vegalengdir. Erlent 1. júní 2023 15:18
Draumar Branson úti og starfseminni hætt að fullu Virgin Orbit, geimferðafyrirtækið sem breski auðkýfingurinn Richard Branson stofnaði árið 2017, er hætt starfsemi. Forsvarsmenn fyrirtækisins óskuðu eftir gjaldþrotameðferð í Bandaríkjunum í síðasta mánuði og er því ferli nú lokið. Viðskipti erlent 24. maí 2023 11:17
Bein útsending: Borgurum aftur skotið til geimstöðvarinnar Starfsmenn SpaceX og Axiom SpaceX ætla sér að skjóta óbreyttum borgurum af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þetta er annað geimskot fyrirtækjanna af þessu tagi en gangi það ekki eftir í kvöld eða annað kvöld, þurfa geimfararnir að bíða þar til í næsta mánuði. Erlent 21. maí 2023 20:31
NASA semur við Bezos um tunglfar Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, hafa samið við fyrirtækið Blue Origin, sem er í eigu auðjöfursins Jeff Bezos, um þróun geimfars sem nota á til að lenda mönnum á tunglinu. Til stendur að nota geimfarið í verkefninu Artemis V, sem á að vera í mannaða tunglending Artemis-áætlunarinnar. Erlent 20. maí 2023 08:01