Innlent

Ýmsir dáðust að vígahnetti sem náðist á mynd­band

Atli Ísleifsson skrifar
Vígahnötturinn sást víða á landinu. Meðal annars vel í vefmyndavél Live from Iceland á Þorbirni.
Vígahnötturinn sást víða á landinu. Meðal annars vel í vefmyndavél Live from Iceland á Þorbirni.

Svokallaður vígahnöttur lýsti upp himininn á Vesturlandi um klukkan átta í morgun.

Fréttastofa fékk í morgun ábendingu um vígahnöttinn og þegar haft var samband við Veðurstofuna hafði ábending einnig borist þangað frá landverði á Kili.

Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir í samtali við fréttastofu að hann hafi einnig fengið ábendingu um vígahnöttinn.

„Þetta virðist hafa verið stjörnuhrap af þeirri gerð að þetta geti flokkast sem vígahöttur. Þetta gerist mjög reglulega, eiginlega á hverju kvöldi. En við því oftar sem er heiðskírt og fáum tækifæri til að horfa til himins því oftar verðum við vör við þetta,“ segir Sævar Helgi.

Náðir þú mynd af vígahnettinum í morgun? Hægt er að senda myndir á ritstjorn@visir.is.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×