Rússar þrói kjarnavopn í geimnum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. febrúar 2024 23:39 Vladimír Pútín, Rússlandsforseti. Vyacheslav Prokofyev/AP Bandarísk yfirvöld óttast að Rússar muni vilja koma kjarnavopnum umhverfis sporbaug. Ætlunin yrði að beita þeim gegn gervihnöttum en tæknin er nú í þróun í Rússlandi. Þetta er fullyrt í frétt bandaríska miðilsins ABC. Fyrr í dag hafði Mike Turner formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hvatt Joe Biden Bandaríkjaforseta til að opinbera leynileg gögn um ónefnda ógn gegn Bandaríkjunum. Ekki kom fram um hvaða ógn var að ræða en nú fullyrðir ABC sjónvarpsstöðin að þar sé á ferðinni fyrirætlanir Rússa um kjarnavopn í geimnum. Stöðin hefur eftir heimildarmönnum að um sé að ræða grafalvarlegt mál. Statement from Chairman @RepMikeTurner: pic.twitter.com/OA9yJuEPlf— House Intelligence Committee (@HouseIntel) February 14, 2024 Stöðin hefur eftir bandarískum þingmönnum að tilgangurinn með því að vekja athygli á þessu sé ekki að vekja upp ugg í brjósti bandarísku þjóðarinnar. Hið mikilvæga sé að innan bandaríska stjórnkerfisins sé unnið saman að því að greina málið. Vildi Mike Turner að allri leynd yfir skjölunum yrði aflétt svo hægt væri að ræða hina meintu ógn opinberlega. Að sama skapi gæfi það bandamönnum Bandaríkjanna færi á að melta þessar upplýsingar. Fram kemur í frétt New York Times um málið að tæknin sé enn ekki í höndum Rússa. Rússnesk stjórnvöld séu hinsvegar í óðaönn við að þróa hana. Þar af leiðir sé ekki um raunverulega ógn gegn Bandaríkjunum, Úkraínu og öðrum bandalagsþjóðum að ræða, að svo stöddu. Miðillinn hefur eftir heimildarmönnum innan Hvíta hússins að uppátæki Turner hafi ekki vakið lukku. Þeir óttist að starfsemi leyniþjónustunnar og upplýsingaöflun frá Rússlandi kunni að verða fyrir skaða vegna málsins. Fram kemur að upplýsingana hafi verið aflað á síðustu dögum. Rússland Bandaríkin Kjarnorka Hernaður Geimurinn Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Þetta er fullyrt í frétt bandaríska miðilsins ABC. Fyrr í dag hafði Mike Turner formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hvatt Joe Biden Bandaríkjaforseta til að opinbera leynileg gögn um ónefnda ógn gegn Bandaríkjunum. Ekki kom fram um hvaða ógn var að ræða en nú fullyrðir ABC sjónvarpsstöðin að þar sé á ferðinni fyrirætlanir Rússa um kjarnavopn í geimnum. Stöðin hefur eftir heimildarmönnum að um sé að ræða grafalvarlegt mál. Statement from Chairman @RepMikeTurner: pic.twitter.com/OA9yJuEPlf— House Intelligence Committee (@HouseIntel) February 14, 2024 Stöðin hefur eftir bandarískum þingmönnum að tilgangurinn með því að vekja athygli á þessu sé ekki að vekja upp ugg í brjósti bandarísku þjóðarinnar. Hið mikilvæga sé að innan bandaríska stjórnkerfisins sé unnið saman að því að greina málið. Vildi Mike Turner að allri leynd yfir skjölunum yrði aflétt svo hægt væri að ræða hina meintu ógn opinberlega. Að sama skapi gæfi það bandamönnum Bandaríkjanna færi á að melta þessar upplýsingar. Fram kemur í frétt New York Times um málið að tæknin sé enn ekki í höndum Rússa. Rússnesk stjórnvöld séu hinsvegar í óðaönn við að þróa hana. Þar af leiðir sé ekki um raunverulega ógn gegn Bandaríkjunum, Úkraínu og öðrum bandalagsþjóðum að ræða, að svo stöddu. Miðillinn hefur eftir heimildarmönnum innan Hvíta hússins að uppátæki Turner hafi ekki vakið lukku. Þeir óttist að starfsemi leyniþjónustunnar og upplýsingaöflun frá Rússlandi kunni að verða fyrir skaða vegna málsins. Fram kemur að upplýsingana hafi verið aflað á síðustu dögum.
Rússland Bandaríkin Kjarnorka Hernaður Geimurinn Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira