Gæti umbylt kenningum um myndun reikistjarna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. desember 2023 18:31 Ný uppgötvun Guðmundar veitir nýja innsýn í myndin fjarlægra reikistjarna. Vísir/Samsett Algengasta tegund stjörnu í vetrarbrautinni er svokallaður rauður dvergur, sem er miklu minni og dimmari en sólin okkar. Talið hefur verið að slíkar stjörnur séu of litlar til að sólkerfið geti hýst reikistjörnur stærri en jörðin. Að minnsta kosti hingað til. Uppgötvun reikistjörnu sem er í það minnsta þrettánfalt stærri en jörðin okkar á sporbaug rauðs dvergs gæti umbylt kenningum stjörnufræðinga um reikistjörnumyndun. „Varla stjarna“ Íslenski stjarneðlisfræðingurinn Guðmundur Kári Stefánsson við Princeton-háskóla er leiðtogi teymisins sem gerði þessa merku uppgötvun. „Þetta er varla stjarna. Massi hennar er rétt svo yfir það mark til að teljast stjarna yfirhöfuð,“ segir Guðmundur í viðtali við fréttaveituna Reuters. Stjarnan ber hið fallega nafn LHS 3154 og er staðsett tiltölulega nálægt jörðinni. Ekki nema um 50 ljósárum frá okkur jarðarbúum. Ljósár er vegalengdin sem ljós getur ferðast á einu ári sem eru einhverjar 9,5 billjónir kílómetra. Billjón er einn með tólf núllum á eftir. Það virðist kannski óímyndunarlega langt í burtu en er það ekki á stjarnfræðilegum skala. Sólin sem sér okkur fyrir hlýju og birtu er um þúsundfalt bjartari en þessi stjarna. Líklega ekkert líf á reikistjörnunni Reikistjarnan á sporbaugi þessarar „litlu“ og „dimmu“ stjörnu ber hið frumlega nafn LHS 3154 b og fer hringinn í kringum stjörnuna sína á 3,7 dögum. Hún er þar af leiðandi töluvert nær stjörnunni heldur en jörðin sólinni og er fjarlægðin milli reikistjörnu og stjörnu ekki nema 2,3 prósent fjarlægðar okkar frá sólu. Reikistjarnan er því töluvert nær sinni stjörnu en Merkúr er sólinni, sem er næsta reikistjarna sólinni sólkerfisins okkar. Reikistjarnan virðist vera svipuð á stærð og Neptúnus sem er smæst hinna fjóru gasrisa okkar sólkerfis. Ummál Neptúnusar er um fjórfalt stærra en jarðar. Rannsakendurnir geta ekki fullyrt um ummál hinnar nýuppgötvuðu reikistjörnu en þá grunar að hún sé þrisvar til fjórum sinnum stærri en jörðin. Guðmundur segist ekki halda að líf geti viðhafst á þessari reikistjörnu þar sem bygging hennar og nálægð hennar sólinni útiloki líklega þann möguleika. Geimurinn Vísindi Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Uppgötvun reikistjörnu sem er í það minnsta þrettánfalt stærri en jörðin okkar á sporbaug rauðs dvergs gæti umbylt kenningum stjörnufræðinga um reikistjörnumyndun. „Varla stjarna“ Íslenski stjarneðlisfræðingurinn Guðmundur Kári Stefánsson við Princeton-háskóla er leiðtogi teymisins sem gerði þessa merku uppgötvun. „Þetta er varla stjarna. Massi hennar er rétt svo yfir það mark til að teljast stjarna yfirhöfuð,“ segir Guðmundur í viðtali við fréttaveituna Reuters. Stjarnan ber hið fallega nafn LHS 3154 og er staðsett tiltölulega nálægt jörðinni. Ekki nema um 50 ljósárum frá okkur jarðarbúum. Ljósár er vegalengdin sem ljós getur ferðast á einu ári sem eru einhverjar 9,5 billjónir kílómetra. Billjón er einn með tólf núllum á eftir. Það virðist kannski óímyndunarlega langt í burtu en er það ekki á stjarnfræðilegum skala. Sólin sem sér okkur fyrir hlýju og birtu er um þúsundfalt bjartari en þessi stjarna. Líklega ekkert líf á reikistjörnunni Reikistjarnan á sporbaugi þessarar „litlu“ og „dimmu“ stjörnu ber hið frumlega nafn LHS 3154 b og fer hringinn í kringum stjörnuna sína á 3,7 dögum. Hún er þar af leiðandi töluvert nær stjörnunni heldur en jörðin sólinni og er fjarlægðin milli reikistjörnu og stjörnu ekki nema 2,3 prósent fjarlægðar okkar frá sólu. Reikistjarnan er því töluvert nær sinni stjörnu en Merkúr er sólinni, sem er næsta reikistjarna sólinni sólkerfisins okkar. Reikistjarnan virðist vera svipuð á stærð og Neptúnus sem er smæst hinna fjóru gasrisa okkar sólkerfis. Ummál Neptúnusar er um fjórfalt stærra en jarðar. Rannsakendurnir geta ekki fullyrt um ummál hinnar nýuppgötvuðu reikistjörnu en þá grunar að hún sé þrisvar til fjórum sinnum stærri en jörðin. Guðmundur segist ekki halda að líf geti viðhafst á þessari reikistjörnu þar sem bygging hennar og nálægð hennar sólinni útiloki líklega þann möguleika.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira