Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Áform um „massatúrisma“ sem enginn vilji

Mjög skiptar skoðanir eru á fyrirhugaðri uppbyggingu á aðstöðu í Landmannalaugum á miðhálendinu. Formaður umhverfissamtaka segir að með uppbyggingunni eigi að færa svæðið nær því sem hann kallar massatúrisma. Skipulagsstofnun vill að varlega verði stigið til jarðar.

Innlent
Fréttamynd

„Öllum að verða ljóst að þetta getur ekki verið svona“

Verið er að skoða að koma upp aðstöðu fyrir þyrluflug á Hólmsheiði. Borgarstjóri segir það sárgrætilegt að tíu ára gamalt samkomulag ríkisins og ISAVIA um nýjan flugvöll hafi aldrei verið efnt. Með þeim velli hefði verið hægt að koma í veg fyrir hávaðamengun vegna þyrluflugs. 

Innlent
Fréttamynd

Brýnt að finna þyrlu­flugi í Reykja­vík nýjan stað

Borgar­stjóri segir brýnt að finna út­sýnis­flugi þyrlna nýjan stað og tryggja að flug­leiðir í lág­flugi séu al­mennt ekki yfir í­búa­byggð. Borgar­yfir­völd skoði nú Hólms­heiði sem mögu­legan kost sem nýst gæti til út­sýnis­flugs, bæði tíma­bundið og til fram­búðar. Stjórnir sveitar­fé­laga á höfuð­borgar­svæðinu hafa ekki rætt málið á sínum vett­vangi.

Innlent
Fréttamynd

„Leiðin var styttri en við héldum“

Erlendir ferðamenn sem fréttastofa hitti nærri gosstöðvunum í gær voru í skýjunum með upplifun sína. Sumir áttu von á erfiðari göngu en tuttugu kílómetra hringferðinni inn að Litla-Hrúti og til baka.

Innlent
Fréttamynd

Ísböð og heitar laugar á lúxushóteli Hreiðars

Fyrirhugað hótel Hreiðars Hermannsonar á Orustustöðum í Skaftárhreppi verður með ísböðum og heitum laugum og tugkílómetra stígakerfi fyrir viðamikla afþreyingu. Enn ríkir þó óvissa um hvort leyfi fáist til að leggja varanlegan veg að hótelinu.

Innlent
Fréttamynd

„Sagan enda­lausa“ í bar­áttunni við gróður­eldana

Enn standa slökkviliðsmenn í stríði við gróðurelda sem kviknað hafa í kringum gosstöðvarnar við litla Hrút. Slökkviliðsstjóri segist hræddur um að ástandið verði eins þar til það tekur að rigna, mikilvægt sé að eldunum sé haldið niðri á meðan þurrt er. 

Innlent
Fréttamynd

Neitar að játa sig sigraðan gagnvart gróðureldunum

Þrjátíu slökkviliðsmenn hafa barist í dag á gosstöðvunum, með meiri tækjabúnaði en áður, við að koma í veg fyrir að gróðureldar breiðist út á Reykjanesskaga. Á sama tíma undirbúa Almannavarnir aðgerðir til bjargar innviðum. Þá hyggst lögregla vísa fólki burt af útsýnisstaðnum á Litla-Hrúti vegna þess að Veðurstofan skilgreinir hann sem hættusvæði.

Innlent
Fréttamynd

Þetta er útsýnisstaðurinn sem gosferðamenn vilja komast á

Eldgosið á Reykjanesi heldur enn sama krafti og undanfarna daga. Æ fleiri ferðamenn velja að sjá gosið af fjallinu Litla-Hrúti, þótt það þýði lengri göngu. Almannavarnir hefja tilraunir á gossvæðinu á morgun á aðferðum til að verja mikilvæga innviði eins og háspennulínur og jarðstrengi.

Innlent
Fréttamynd

Uppselt á veitingastað Friðheima langt fram á haustið

Uppselt er í sumar og vel fram á haustið í mat í Friðheimum í Bláskógabyggð vegna mikillar aðsóknar ferðamanna á staðinn. Vínstofan er nýr veitingastaður á Friðheimum þar sem þyngsti bar landsins er en hann er úr tíu tonnum af grjóti.

Innlent
Fréttamynd

Vörumerkið Ísland

Í rekstri margra fyrirtækja er vörumerkið verðmætasta eignin þótt ekki sjáist það sem tala á blaði. Vörumerkið er samofið ímynd fyrirtækisins. Og fyrirtækin leggja ofurkapp á að varðveita vörumerkið og þar með ímynd fyrirtækisins.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta er 300 prósent hækkun“

Þriggja manna fjöl­skylda sem ætlaði sér að fara í sund­laugina í Húsa­felli í dag hætti við vegna verð­lags. Fjöl­skyldan segist hafa verið reglu­legir gestir í lauginni undan­farin ár en segir nú­verandi verð ofan í laugina allt of hátt. Rekstraraðili segir laugina einkarekna, hún fái enga niðurgreiðslu frá sveitarfélaginu eða öðrum og þá sé komið til móts við gesti með sundkortum auk þess sem gestum hótels og tjaldsvæða sé boðinn afsláttur í margskonar formi.

Neytendur
Fréttamynd

Ó­skemmti­leg skemmti­ferða­skip

Það er öfugsnúið að þegar hver stórborgin á fætur annarri úti heimi eru að banna komur skemmtiferðaskipa, þar á meðal Amsterdam og Feneyjar - þá séum við Íslendingar að bæta í, nú síðast Reykjanesbær.

Skoðun
Fréttamynd

Skila­boðin séu ekki: „Verið nú góð við túr­istana!“

Jóhannes Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjónustunnar, segir mark­miðið með nýju ár­veknis­á­taki um gest­risni ekki vera að tala niður til Ís­lendinga heldur til þess að minna á þann á­vinning sem ferða­þjónustan hefur í för með sér fyrir þjóðar­búið. Ís­lendingar þyki meðal gest­risnustu þjóða í heimi og þannig sé gest­risnin orðin að sölu­vöru.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bandarískir ferðamenn slá met

Icelandair sagði frá því á dögunum að sætanýting í flugi til og frá Norður-Ameríku hafi aldrei verið betri í júní. Það stemmir vel en Bandaríkjamenn eyddu 14,14 milljörðum króna á Íslandi í júní samkvæmt tölum frá Rannsóknasetri verslunarinnar (RSV).

Skoðun
Fréttamynd

Birgitta ætlar aldrei aftur af landi brott: „Fólk þarf að fara að vakna“

Birgitta Jóns­dóttir, fyrr­verandi þing­maður Pírata, er hætt að fljúga og segir það vera sitt fram­lag í bar­áttunni gegn loft­lags­breytingum. Hún segir fáa vilja horfast í augu við að massa­túr­ismi sé vanda­mál og segist ekki eiga eftir að sakna þess að fara til út­landa, ís­lensk náttúra komi þar til bjargar.

Innlent