Sakar Kynnisferðir um að hafa stolið Icelandia: „Við erum með þrjá hillumetra í ársreikningi, þú ert með eina A4 blaðsíðu“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. september 2023 22:30 Jón Ármann segist hafa upplifað sem svo að forsvarsmenn Kynnisferða hafi gert lítið úr starfi sínu. Björn Ragnarsson segir það samtal sem Jón vísi til fjarri sannleikanum. Vísir/Egill/Vilhelm Jón Ármann Steinsson, framkvæmdastjóri Icelandia ehf. sakar forsvarsmenn Kynnisferða um kennslastuld á nafninu Icelandia. Björn Ragnarsson, forstjóri Kynnisferða, segist vísa aðdróttunum og ásökunum Jóns til föðurhúsanna. Jón Ármann lýsir því í aðsendri grein á Vísi að hann hafi fengið símtal frá Birni í apríl í fyrra þar sem Björn hafi spurt hvort hann væri til í að selja sér og Kynnisferðum firmanafnið ICELANDIA. Hann segist hafa hafnað því. Jón Ármann er með vatnsframleiðslu undir nafninu en hefur einnig komið að ferðaþjónustu og fataiðnaðinum í gegnum nafnið. Jón lýsir því í greininni að síðan hafi hann lesið um það í fréttum að Kynnisferðir hefðu skipt um nafn og héti nú Icelandia auk nokkurra annarra ferðaþjónustufyrirtækja. „Kynnisferðamenn óðu af stað í „rebranding” árið 2022 án þess að eiga firmaheitið en gátu ekki bakkað nema líta út eins og amatörar í fyrirtækjarekstri. Hvorki starfsmenn né kúnnar fengu að vita sannleikann,“ skrifar Jón Ármann. Hann segist næst hafa rekist á fréttatilkynningu frá stjórnarráðinu um að Arnar Már Ólafsson hafi verið ráðinn ferðamálastjóri og að hann hafi verið leiðtogi markaðsmála hjá Icelandia. Jón segist ekki hafa kannast við það. Hann segist hafa sent ráðuneyti viðskipta og ferðamála erindi vegna málsins og beðið um að fréttatilkynningin yrði leiðrétt, nafnið Kynnisferðir tekið fram en ekki Icelandia. Hann hafi búist við því að ráðuneytið myndi bregðast snarlega við. „En það var öðru nær. Erindi mitt týndist, fékk rangt málsnúmer, og var ekki svarað fyrr en umboðsmaður alþingis ýtti við því. Þá fann ráðuneytið upp óvænta ástæðu til að svara engu, og svo aðra ástæðu þegar þeirri fyrri var hnekkt, og við það situr. Ráðuneytið er í klípu útaf kennslarugli Kynnisferða og stjórnsýsluviðbrögðin eru humm og tja og svo þögnin ein.“ Hafi átt að leggja niður eigið fyrirtæki Í samtali við Vísi tekur Jón fram að hann sé sanngjarn maður. Hann hafi verið tilbúinn til að hlusta á tilboð forsvarsmanna Kynnisferða vegna sölu á merkinu. „En þeir vildu bara fá allt. Ég átti að leggja niður vatnsfyrirtækið, þar sem ég er með samning við frumbyggja Kanada og viljayfirlýsingu frá Dubai, svo hef ég verið að selja vatn til Belgíu sem fer í lyfjaiðnaðinn, marga gáma á ári, að vísu ekki mikið, en er með tíu milljón króna veltu. Þetta er allt og sumt. Ekki nokkra milljarða eins og þeir. Og það var bara gert lítið úr því og sagt: „Þú getur bara hætt þessu, sleppt þessu bara, seldu okkur nafnið. Við erum með þrjá hillumetra í ársreikningi, þú ert með eina A4 blaðsíðu. Hann sagði þetta svona í símann.“ Jón viðurkennir að hann upplifi miklar tilfinningar við að ræða þessi mál, þetta sé ævistarf sitt. Hann segist hafa upplifað sem svo á fundum með forsvarsmönnum Kynnisferða að þeir hafi ekki haft raunverulegan áhuga á að semja við sig vegna nafnsins. Síðan þá hafi þeir keypt lénið icelandia.is og icelandia.com. Telur vörumerkið eitt það verðmætasta „Ég hef þá trú að vörumerkið Iceland Seafood, vörumerkið Icelandic sem Íslandsstofa á og þetta vörumerki sem ég á, séu verðmætustu vörumerki Íslands fyrir bæði útflutning og innflutning á fólki.“ Jón Ármann segir að þegar Kynnisferðir hafi ekki getað fengið firmanafnið hjá sér hafi þeir reynt að breyta nafni Ferðaskrifstofu Kynnisferða ehf yfir í Ferðaskrifstofa Icelandia. Kynnisferðir hafi hins vegar fengið synjun hjá Firmaskrá. „Og þeir gerðu það sem ég held að hafi aldrei verið gert á Íslandi. Þeir kærðu ákvörðun firmaskrár til ráðuneytisins, þess hins sama sem réði Arnar Már og heimtuðu að fá að heita þetta. Ég mótmælti því og engin niðurstaða hefur fengist síðan í apríl.“ Segir engum einum aðila heimilt að skrá Icelandia Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir í skriflegu svari til Vísis að samtal sitt sem Jón Ármann vísi til, sé fjarri sannleikanum. „En það væri að æra óstöðugan að eltast við þær rangfærslur. Kynnisferðir hófu að nota vörumerkið ICELANDIA í apríl á síðasta ári eftir að hafa skilað inn umsókn til Hugverkastofu um skráningu vörumerkisins í ferðaþjónustuflokki. Eingöngu var til gömul skráning á myndmerkinu frá árinu 1991 í flokki drykkjarvara.“ Björn segir þar um að ræða svokallað orð-og myndmerki sem aðeins sé verndað í útfærslunni sem það sé skráð í, en ekki orðið eitt og sér. Hann segir Hugverkastofu hafa úrskurðað að engum einum aðila sé heimilt að skrá Icelandia eitt og sér sem vörumerki þar sem það væri almenns eðlis og gæfi til kynna að uppruni og/eða eiginleiki þjónustunnar væri tengt Íslandi. Björn vísar orðum Jóns Más til föðurhúsanna.Vísir/Vilhelm „Talið væri andstætt tilgangi vörumerkjalaga að ákveðinn viðskiptaaðili gæti helgað sér orð á borð við þetta. Hins vegar hafa nokkur merki sem innihalda orðið ICELANDIA fengist samþykkt, meðal annars KYNNISFERÐIR ICELANDIA sem er í okkar eigu.“ Því megi segja að Hugverkastofa hafi úrskurðað að orðið ICELANDIA eitt og sér uppfylli ekki skráningarskilyrði vörumerkjalaga til að fást skráð eitt og sér og því sé Kynnisferðum full heimild á að nota vörumerkið fyrir sína starfsemi eins og Jóni Ármanni sjálfum eða öðrum. „Kynnisferðir hafa aldrei komið fram undir firmaheitinu ICELANDIA hf eða ICELANDIA ehf, heldur aðeins notað það sem vörumerki til auðkenningar á starfsemi sinni. Við vísum því öllum aðdróttunum og ásökunum Jóns Ármanns til föðurhúsanna.“ Ferðamennska á Íslandi Vatn Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Jón Ármann lýsir því í aðsendri grein á Vísi að hann hafi fengið símtal frá Birni í apríl í fyrra þar sem Björn hafi spurt hvort hann væri til í að selja sér og Kynnisferðum firmanafnið ICELANDIA. Hann segist hafa hafnað því. Jón Ármann er með vatnsframleiðslu undir nafninu en hefur einnig komið að ferðaþjónustu og fataiðnaðinum í gegnum nafnið. Jón lýsir því í greininni að síðan hafi hann lesið um það í fréttum að Kynnisferðir hefðu skipt um nafn og héti nú Icelandia auk nokkurra annarra ferðaþjónustufyrirtækja. „Kynnisferðamenn óðu af stað í „rebranding” árið 2022 án þess að eiga firmaheitið en gátu ekki bakkað nema líta út eins og amatörar í fyrirtækjarekstri. Hvorki starfsmenn né kúnnar fengu að vita sannleikann,“ skrifar Jón Ármann. Hann segist næst hafa rekist á fréttatilkynningu frá stjórnarráðinu um að Arnar Már Ólafsson hafi verið ráðinn ferðamálastjóri og að hann hafi verið leiðtogi markaðsmála hjá Icelandia. Jón segist ekki hafa kannast við það. Hann segist hafa sent ráðuneyti viðskipta og ferðamála erindi vegna málsins og beðið um að fréttatilkynningin yrði leiðrétt, nafnið Kynnisferðir tekið fram en ekki Icelandia. Hann hafi búist við því að ráðuneytið myndi bregðast snarlega við. „En það var öðru nær. Erindi mitt týndist, fékk rangt málsnúmer, og var ekki svarað fyrr en umboðsmaður alþingis ýtti við því. Þá fann ráðuneytið upp óvænta ástæðu til að svara engu, og svo aðra ástæðu þegar þeirri fyrri var hnekkt, og við það situr. Ráðuneytið er í klípu útaf kennslarugli Kynnisferða og stjórnsýsluviðbrögðin eru humm og tja og svo þögnin ein.“ Hafi átt að leggja niður eigið fyrirtæki Í samtali við Vísi tekur Jón fram að hann sé sanngjarn maður. Hann hafi verið tilbúinn til að hlusta á tilboð forsvarsmanna Kynnisferða vegna sölu á merkinu. „En þeir vildu bara fá allt. Ég átti að leggja niður vatnsfyrirtækið, þar sem ég er með samning við frumbyggja Kanada og viljayfirlýsingu frá Dubai, svo hef ég verið að selja vatn til Belgíu sem fer í lyfjaiðnaðinn, marga gáma á ári, að vísu ekki mikið, en er með tíu milljón króna veltu. Þetta er allt og sumt. Ekki nokkra milljarða eins og þeir. Og það var bara gert lítið úr því og sagt: „Þú getur bara hætt þessu, sleppt þessu bara, seldu okkur nafnið. Við erum með þrjá hillumetra í ársreikningi, þú ert með eina A4 blaðsíðu. Hann sagði þetta svona í símann.“ Jón viðurkennir að hann upplifi miklar tilfinningar við að ræða þessi mál, þetta sé ævistarf sitt. Hann segist hafa upplifað sem svo á fundum með forsvarsmönnum Kynnisferða að þeir hafi ekki haft raunverulegan áhuga á að semja við sig vegna nafnsins. Síðan þá hafi þeir keypt lénið icelandia.is og icelandia.com. Telur vörumerkið eitt það verðmætasta „Ég hef þá trú að vörumerkið Iceland Seafood, vörumerkið Icelandic sem Íslandsstofa á og þetta vörumerki sem ég á, séu verðmætustu vörumerki Íslands fyrir bæði útflutning og innflutning á fólki.“ Jón Ármann segir að þegar Kynnisferðir hafi ekki getað fengið firmanafnið hjá sér hafi þeir reynt að breyta nafni Ferðaskrifstofu Kynnisferða ehf yfir í Ferðaskrifstofa Icelandia. Kynnisferðir hafi hins vegar fengið synjun hjá Firmaskrá. „Og þeir gerðu það sem ég held að hafi aldrei verið gert á Íslandi. Þeir kærðu ákvörðun firmaskrár til ráðuneytisins, þess hins sama sem réði Arnar Már og heimtuðu að fá að heita þetta. Ég mótmælti því og engin niðurstaða hefur fengist síðan í apríl.“ Segir engum einum aðila heimilt að skrá Icelandia Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir í skriflegu svari til Vísis að samtal sitt sem Jón Ármann vísi til, sé fjarri sannleikanum. „En það væri að æra óstöðugan að eltast við þær rangfærslur. Kynnisferðir hófu að nota vörumerkið ICELANDIA í apríl á síðasta ári eftir að hafa skilað inn umsókn til Hugverkastofu um skráningu vörumerkisins í ferðaþjónustuflokki. Eingöngu var til gömul skráning á myndmerkinu frá árinu 1991 í flokki drykkjarvara.“ Björn segir þar um að ræða svokallað orð-og myndmerki sem aðeins sé verndað í útfærslunni sem það sé skráð í, en ekki orðið eitt og sér. Hann segir Hugverkastofu hafa úrskurðað að engum einum aðila sé heimilt að skrá Icelandia eitt og sér sem vörumerki þar sem það væri almenns eðlis og gæfi til kynna að uppruni og/eða eiginleiki þjónustunnar væri tengt Íslandi. Björn vísar orðum Jóns Más til föðurhúsanna.Vísir/Vilhelm „Talið væri andstætt tilgangi vörumerkjalaga að ákveðinn viðskiptaaðili gæti helgað sér orð á borð við þetta. Hins vegar hafa nokkur merki sem innihalda orðið ICELANDIA fengist samþykkt, meðal annars KYNNISFERÐIR ICELANDIA sem er í okkar eigu.“ Því megi segja að Hugverkastofa hafi úrskurðað að orðið ICELANDIA eitt og sér uppfylli ekki skráningarskilyrði vörumerkjalaga til að fást skráð eitt og sér og því sé Kynnisferðum full heimild á að nota vörumerkið fyrir sína starfsemi eins og Jóni Ármanni sjálfum eða öðrum. „Kynnisferðir hafa aldrei komið fram undir firmaheitinu ICELANDIA hf eða ICELANDIA ehf, heldur aðeins notað það sem vörumerki til auðkenningar á starfsemi sinni. Við vísum því öllum aðdróttunum og ásökunum Jóns Ármanns til föðurhúsanna.“
Ferðamennska á Íslandi Vatn Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira