Fleiri farþegar í september en á sama tíma í fyrra Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. október 2023 09:49 Stundvísi Icelandair var betri í septembermánuði en á sama tíma í fyrra. Vísir/Vilhelm Icelandair flutti 416 þúsund farþega í september. Þeir voru átta prósentum fleiri en í sama mánuði í fyrra. Það sem af er ári hefur félagið flutt um 3,4 milljónir farþega, nítján prósentum fleiri en yfir sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að farþegar til Íslands hafi verið 175 þúsund. Farþegar frá Íslandi voru 49 þúsund talsins á meðan 169 þúsund manns ferðuðust um Íslands. Innan Íslands voru farþegar 23 þúsund. Að sögn Icelandair var sætanýting 82,7 prósent og héldu einingatekjur áfrma að styrkjast. Stundvísi var 81 prósent sem er tíu prósentustiga aukning frá fyrra ári. „Það er ánægjulegt að sjá heilbrigðan vöxt í farþegafjölda á milli ára og áframhaldandi styrkingu einingatekna nú þegar þriðja ársfjórðungi lýkur en hann var stærsti fjórðungur í sögu Icelandair þegar litið er til fjölda flugferða. Ég vil þakka starfsfólki okkar fyrir frábært starf yfir sumarmánuðina og þann árangur sem þau hafa náð,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Til marks um það hefur félagið nýlega hlotið tvenn verðlaun fyrir framúrskarandi þjónustu. Í september hlutum við nafnbótina fimm stjörnu flugfélag á APEX verðlaununum og í þessari viku unnum við dönsku ferðaþjónustuverðlaunin í flokki flugfélaga. Við erum mjög stolt af þessum viðurkenningum og þakklát okkar traustu viðskiptavinum fyrir að halda áfram að velja Icelandair.“ Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að farþegar til Íslands hafi verið 175 þúsund. Farþegar frá Íslandi voru 49 þúsund talsins á meðan 169 þúsund manns ferðuðust um Íslands. Innan Íslands voru farþegar 23 þúsund. Að sögn Icelandair var sætanýting 82,7 prósent og héldu einingatekjur áfrma að styrkjast. Stundvísi var 81 prósent sem er tíu prósentustiga aukning frá fyrra ári. „Það er ánægjulegt að sjá heilbrigðan vöxt í farþegafjölda á milli ára og áframhaldandi styrkingu einingatekna nú þegar þriðja ársfjórðungi lýkur en hann var stærsti fjórðungur í sögu Icelandair þegar litið er til fjölda flugferða. Ég vil þakka starfsfólki okkar fyrir frábært starf yfir sumarmánuðina og þann árangur sem þau hafa náð,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Til marks um það hefur félagið nýlega hlotið tvenn verðlaun fyrir framúrskarandi þjónustu. Í september hlutum við nafnbótina fimm stjörnu flugfélag á APEX verðlaununum og í þessari viku unnum við dönsku ferðaþjónustuverðlaunin í flokki flugfélaga. Við erum mjög stolt af þessum viðurkenningum og þakklát okkar traustu viðskiptavinum fyrir að halda áfram að velja Icelandair.“
Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira