Fyllirí í heilsulindum Íslands Marta Eiríksdóttir skrifar 12. október 2023 09:00 Túristi kom til landsins og hlakkaði mikið til að prófa allar heilsulindirnar. Hann var á leiðinni til Íslands í heilsuferð. Hann var búinn að ímynda sér allar þessar heitu náttúrulaugar Íslands og hvernig umgjörðin var í kringum þær. Túristinn átti von á því að þegar komið væri ofan í heita lind þá sæi hann fólk í sömu erindum og hann, að njóta þess að hlúa að góðri heilsu, losa um stirða liði og slaka á í heitu vatninu án áfengis og annarra efna. Túristinn átti von á því að vera boðið upp á heilsudrykki unna úr íslensku grænmeti eða erlendum ávöxtum. Hann átti jafnvel von á því að upplifa hreinustu mynd heilsusamlegrar umgjörðar í öllum heilsulindum Íslands. Annað kom á daginn þegar hann byrjaði að aka á milli heilsulindanna í landinu. Túristinn vissi að það kostaði hálfan handlegginn að fara ofan í Bláa lónið en hann langaði samt að prófa þessa heimsfrægu náttúrulaug Íslendinga, þessa fyrstu sem komst í heimsfréttirnar vegna sérstöðu sinnar og lækningamáttar fyrir allskonar húðsjúkdóma. Túristinn var búinn að kynna sér landið mjög vel og hvar hægt var að komast ofan í heitar laugar. Honum fannst þetta stórmerkilegt land sem átti svona gjöfular heitar vatnslindir, heitt vatn beint úr iðrum jarðar. Íslendingar hlytu að vera heilsusamlegasta þjóð í heimi með aðgang að svona tærri og hreinni náttúru allt um kring, allt árið um kring. Túristinn ók á milli þekktra auglýstra heilsulinda, þær sem auglýstu sig sem staði þar sem hægt var að finna hugarró og slökun á heilsusamlegan hátt með því að liggja ofan í heitu vatninu sem innihélt allskonar frumefni jarðar. Eitthvað alveg sérstakt fannst honum. Þetta hlakkaði hann til að prófa. Á einum staðnum fyrir norðan land, á stað sem honum þótti jafnvel enn áhugaverðari en Bláa lónið, vegna nálægðar við skóginn varð hann fyrir miklum vonbrigðum þegar komið var ofan í á laugardagseftirmiðdegi. Ofan í heitri heilsulindinni var bar og alls staðar var fólk að drekka bjór eða með vínglas í hendi. Það var greinilega vinsælt að koma hingað til að detta í það á laugardegi. Honum brá mikið og þetta eiginlega fyllti mælinn. Hvers vegna eru heilsulindir Íslands svona óhollar, spurði hann sig. Túristinn var búinn að ferðast vítt og breitt um landið í heilsuferð sinni til Íslands. Alls staðar varð hann fyrir vonbrigðum þegar öll áherslan á þessum stöðum var að selja áfenga drykki ofan í gestina. Nánast hvergi á eftirsóttustu stöðunum, sá hann hreina heilsueflandi umgjörð. Hann átti ekki til orð. Heilsusamlega ímynd Íslands sem auglýst var með heilsulindum landsins hrundi í huga hans. Túristinn fékk á örfáum stöðum að upplifa sannar heilsulindir á Íslandi þar sem engin áhersla var lögð á áfenga drykki og þegar hann sat í flugvélinni á leið heim til sín, stóðu þeir staðir upp úr sem raunverulegar heilsulindir landsins. Þetta voru Lýsulaugar á Snæfellsnesi, Giljaböðin í Húsafelli og allar sundlaugar landsins. Þetta voru sannar heilsulindir Íslands að mati hans. Vonandi verða þær fleiri næst þegar túristinn kemur í heilsuferð til Íslands. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta Eiríksdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Túristi kom til landsins og hlakkaði mikið til að prófa allar heilsulindirnar. Hann var á leiðinni til Íslands í heilsuferð. Hann var búinn að ímynda sér allar þessar heitu náttúrulaugar Íslands og hvernig umgjörðin var í kringum þær. Túristinn átti von á því að þegar komið væri ofan í heita lind þá sæi hann fólk í sömu erindum og hann, að njóta þess að hlúa að góðri heilsu, losa um stirða liði og slaka á í heitu vatninu án áfengis og annarra efna. Túristinn átti von á því að vera boðið upp á heilsudrykki unna úr íslensku grænmeti eða erlendum ávöxtum. Hann átti jafnvel von á því að upplifa hreinustu mynd heilsusamlegrar umgjörðar í öllum heilsulindum Íslands. Annað kom á daginn þegar hann byrjaði að aka á milli heilsulindanna í landinu. Túristinn vissi að það kostaði hálfan handlegginn að fara ofan í Bláa lónið en hann langaði samt að prófa þessa heimsfrægu náttúrulaug Íslendinga, þessa fyrstu sem komst í heimsfréttirnar vegna sérstöðu sinnar og lækningamáttar fyrir allskonar húðsjúkdóma. Túristinn var búinn að kynna sér landið mjög vel og hvar hægt var að komast ofan í heitar laugar. Honum fannst þetta stórmerkilegt land sem átti svona gjöfular heitar vatnslindir, heitt vatn beint úr iðrum jarðar. Íslendingar hlytu að vera heilsusamlegasta þjóð í heimi með aðgang að svona tærri og hreinni náttúru allt um kring, allt árið um kring. Túristinn ók á milli þekktra auglýstra heilsulinda, þær sem auglýstu sig sem staði þar sem hægt var að finna hugarró og slökun á heilsusamlegan hátt með því að liggja ofan í heitu vatninu sem innihélt allskonar frumefni jarðar. Eitthvað alveg sérstakt fannst honum. Þetta hlakkaði hann til að prófa. Á einum staðnum fyrir norðan land, á stað sem honum þótti jafnvel enn áhugaverðari en Bláa lónið, vegna nálægðar við skóginn varð hann fyrir miklum vonbrigðum þegar komið var ofan í á laugardagseftirmiðdegi. Ofan í heitri heilsulindinni var bar og alls staðar var fólk að drekka bjór eða með vínglas í hendi. Það var greinilega vinsælt að koma hingað til að detta í það á laugardegi. Honum brá mikið og þetta eiginlega fyllti mælinn. Hvers vegna eru heilsulindir Íslands svona óhollar, spurði hann sig. Túristinn var búinn að ferðast vítt og breitt um landið í heilsuferð sinni til Íslands. Alls staðar varð hann fyrir vonbrigðum þegar öll áherslan á þessum stöðum var að selja áfenga drykki ofan í gestina. Nánast hvergi á eftirsóttustu stöðunum, sá hann hreina heilsueflandi umgjörð. Hann átti ekki til orð. Heilsusamlega ímynd Íslands sem auglýst var með heilsulindum landsins hrundi í huga hans. Túristinn fékk á örfáum stöðum að upplifa sannar heilsulindir á Íslandi þar sem engin áhersla var lögð á áfenga drykki og þegar hann sat í flugvélinni á leið heim til sín, stóðu þeir staðir upp úr sem raunverulegar heilsulindir landsins. Þetta voru Lýsulaugar á Snæfellsnesi, Giljaböðin í Húsafelli og allar sundlaugar landsins. Þetta voru sannar heilsulindir Íslands að mati hans. Vonandi verða þær fleiri næst þegar túristinn kemur í heilsuferð til Íslands. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar