Innlent

Vegurinn illa farinn eftir fjórtán tonna hertrukk

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Ferðalangarnir sýna frá tilraunum sínum til að koma trukknum aftur á skrið í myndbandi á YouTube.
Ferðalangarnir sýna frá tilraunum sínum til að koma trukknum aftur á skrið í myndbandi á YouTube. skjáskot

Land í Þjórsárverum er illa farið eftir að þýskur ferðamaður ók fjórtán tonna hertrukk þar yfir og festist. Myndbönd sem ferðamaðurinn birti á netinu hafa vakið athygli.

RÚV greindi fyrst frá akstrinum en myndböndin birti maðurinn, að nafni Pete Ruppert, á YouTube fyrir um þremur vikum. Maðurinn festi trukkinn á vegi í Þjórsárverum sem er aðeins fyrir léttari bíla. Tilraunir þeirra við að grafa jeppann upp og koma honum aftur á stað sjást í myndböndunum hér að neðan, sem Pete birtir sjálfur. 

Í frétt RÚV er rætt við Jón G. Snæland, félaga í Ferðafrelsi, sem hefur komið að kortlagningu slóða á hálendinu lengi. 

„Við sáum þetta nú bara í gær, þessi vídeó, og fórum að reyna að finna hvar hann væri staddur. Þá var hann kominn niður í Tjarnarver, rétt hjá Sóleyjarhöfðavaðinu við Þjórsá. Þar var hann fastur í þrjá daga,“ er haft eftir Jóni sem segir málið alvarlegt og mun gera Umhverfisstofnun viðvart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×