Hyggjast selja aðgöngumiða að Feneyjum Frá og með næsta vori verður ferðamönnum sem ætla sér að eyða deginum í Feneyjum gert að borga fimm evrur fyrir aðgangsmiða að borginni. Gjaldið er tilraun borgaryfirvalda til þess að sporna gegn gríðarmikilli ferðamennsku í borginni yfir vor- og sumartímann. Erlent 5. september 2023 21:35
Ánægt starfsfólk leiðir til ánægðra viðskiptavina og hluthafa Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri Vök Baths frá byrjun árs 2021 en Vök Baths opnaði í júlí 2019. Hún er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í nýsköpun og viðskiptaþróun frá Háskóla Íslands. Samstarf 4. september 2023 11:46
Góð stemning í Leifsstöð þegar ný töskufæribönd voru tekin í notkun Nýr og rúmbetri töskusalur beið farþega sem lentu á Keflavíkurflugvelli upp úr hádegi í dag. Töskusalurinn er fyrsti áfanginn sem tekinn er í notkun í nýrri austurálmu flugstöðvarinnar. Innlent 31. ágúst 2023 21:00
Heitir í háloftunum Karlkyns flugþjónum, eða heitum háloftaprinsum, hefur fjölgað ört á síðastliðnum árum. Í gegnum tíðina hafa konur verið kenndar við starfið út frá gömlum staðalímyndum. Flugfreyjur áttu að vera ógiftar og snotrar í vexti. Lífið 30. ágúst 2023 20:02
Ferðast með börnin um Evrópu í húsbíl í leit að nýju heimili Sunna Rós Baxter, tveggja barna móðir, hefur keypt sér húsbíl og ætlar að ferðast um Evrópu ásamt krökkunum í leit að góðum stað til að búa á. Lífið 25. ágúst 2023 07:01
Spennandi ævintýri með Aventura Ferðaskrifstofan Aventura hefur nú verið rekin í fimm ár, en byggir á áratuga reynslu eiganda og starfsfólks og býður Íslendingum upp á marga spennandi og skemmtilega ferðamöguleika til útlanda. Samstarf 24. ágúst 2023 11:30
Átta af hverjum þúsund innrituðum töskum týndist árið 2022 Tuttugu og sex milljónir taska eða annars konar farangur týndist hjá flugfélögunum árið 2022. Þetta jafngildir átta töskum af hverjum þúsund innrituðum töskum. Erlent 22. ágúst 2023 10:36
María keypti hús látinnar frænku sinnar á Spáni: „Þetta var allt skrifað í skýin“ María Gomez hefur lengi haldið úti lífstílsbloggi og Instagram reikningi undir vinnuheitinu paz.is. Þar deilir hún girnilegum uppskriftum og hagnýtum ráðum þegar kemur að innanhúshönnun. María tók nýverið algjöra U beyju og festi kaup á húsi í spænska fjallaþorpinu sem hefur átt hug hennar og hjarta í mörg ár. Lífið 19. ágúst 2023 09:00
Komin heim þremur dögum á eftir áætlun Eva Rún Guðmundsdóttir, sem fljúga átti til Íslands frá Osló á sunnudag er nú komin til landsins, þremur dögum eftir áætlaða heimferð. Hún segist mjög fegin að vera loksins komin heim. Innlent 9. ágúst 2023 21:56
Tíminn á flugvöllum orðinn jafn langur og ferðalagið Flugi Evu Rúnar Guðmundsdóttir frá Amsterdam til Íslands, sem átti að vera komin til Íslands með flugi Icelandair á sunnudag, hefur verið aflýst. Hún vissi ekki hvort hún ætti að hlæja eða gráta þegar ástæða aflýsingarinnar var gefin upp. Innlent 8. ágúst 2023 17:59
Martröð mæðgna sem áttu að koma til Íslands á sunnudag Þrjár íslenskar konur, systur og móðir þeirra, sem reiknuðu með að vera komnar heim til Íslands með flugi Icelandair frá Osló á sunnudagskvöld eru enn ókomnar heim. Þær hafa þurft að yfirgefa flugvél sem var á leiðinni í loftið, bíða í fjórtán klukkustundir á flugvelli og segja upplýsingagjöf í öllu ferlinu hafa verið ábótavant. Upplýsingafulltrúi Icelandair harmar óþægindin sem farþegar hafa lent í vegna frestana og aflýsinga á flugferðum. Innlent 8. ágúst 2023 14:54
Alexandra og Gylfi nutu lífsins á Norðurlandi Hjónin Alexandra Helga Ívarsdóttir verslunareigandi og Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður eru á meðal þeirra sem hafa verið á faraldsfæti um landið undanfarna daga. Alexandra Helga og Gylfi skelltu sér með dóttur sína norður í landi og nutu þess sem Húsavík hefur upp á að bjóða. Lífið 8. ágúst 2023 12:14
Perlar og selur armbönd til að safna fyrir draumaferðinni í Disney World Kona með einhverfu sem á þann draum heitastan að ferðast til Bandaríkjanna brá á það ráð að perla og selja armbönd til að komast í draumaferðina. Armböndin hafa slegið í gegn og vonast hún til að heimsótt Mínu og Mikka mús í Disney World á næsta ári. Lífið 7. ágúst 2023 20:00
Útilegukindur leggja línurnar fyrir helgina Vinsælasta ferðahelgi landsmanna er handan við hornið og ekki seinna vænna en að taka stöðuna fyrir ferðaþyrsta landsmenn um góð ráð varðandi útileguna. Vísir heyrði í nokkrum þaulvönum útilegukindum. Lífið 4. ágúst 2023 11:33
Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Ferðaskrifstofuleyfi TT ferða, sem lengst af hét Tripical Travel, hefur verið fellt úr gildi af hálfu Ferðamálastofu. Forsvarsmenn félagsins, sem reka einnig Tripical Ísland, segja það ekki hafa verið virkt undanfarið ár og því hafi þau ákveðið að viðhalda leyfinu ekki virku. Viðskipti innlent 4. ágúst 2023 06:30
Góða skemmtun gera skal Ein helsta ferðahelgi þjóðarinnar er framundan - verslunarmannahelgin. Rík hefð er fyrir viðburðum og útihátíðum út um allt land og dagarnir framundan eru engin undantekning hvað það varðar. Ég vil því senda öllum landsmönnum góða kveðju með ósk um að allir skemmti sér vel og að allir komi heilir heim. Skoðun 3. ágúst 2023 12:00
Sú stóra er framundan Framundan er ein stærsta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin. Þessa línu höfum við heyrt oft áður og varnaðarorð í aðdraganda verslunarmannahelgar. En sjaldan er góð vísa of oft kveðin. Sér í lagi þegar stóraukinn fjöldi ferðamanna hefur bæst við umferðina á vegum landsins. Við viljum að allir skili sér heilir heim og til þess að svo megi verða þurfum við að taka höndum saman um að fara varlega í akstri og öðru atferli. Skoðun 3. ágúst 2023 11:45
Bæta ferðamönnuum upp tjónið með ókeypis ferð til Ródos Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðhera Grikklands, tilkynnti í dag að ferðamenn sem flýja þurftu eyjuna Ródos vegna gróðurelda sem upp komu í síðasta mánuði fái að dvelja á eyjunni í eina viku næsta sumar, án endurgjalds. Erlent 2. ágúst 2023 16:29
„Þurfum engu að kvíða þó það blotni aðeins“ Það skiptast á skin og skúrir um verslunarmannahelgina ef spár ganga eftir. Veðurfræðingur segir að besta veðrið verði líklegast á austanverðu landinu í byrjun helgar en á sunnudeginum verði prýðis veður um land allt. Innlent 2. ágúst 2023 12:00
Góð ráð fyrir þá sem yfirgefa heimili sitt ferðahelgina miklu Landsmenn leggja margir hverjir land undir fót um verslunarmannahelgina sem hefst á föstudaginn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur varað við innbrotafaraldri og því ekki úr vegi að huga að heimilum sínum til að lágmarka líkur á innbroti. Innlent 1. ágúst 2023 11:19
Verslunarmannahelgin 2023: Hvað er í boði? Verslunarmannahelgin, stærsta ferðahelgi ársins, nálgast nú óðfluga. Hjá mörgum er það fastur liður að skella sér á útihátíð og það er svo sannarlegu úr ýmsu að velja. Lífið 1. ágúst 2023 08:00
Þekkir Hnjúkinn og íshellana betur en aðrir: „Þessar ferðir björguðu okkur úr sárri örbirgð“ Einar Rúnar Sigurðsson á bænum Hofsnesi í Öræfum hefur farið í vel á fjórða hundrað ferðir upp á Hvannadalshnjúk. Hann hefur einnig fundið flesta íshellana í Vatnajökli sem eru síbreytileg undraveröld. Einar segir ferðamennskuna hafa bjargað fjölskyldu sinni og sveitinni þarna um kring. Ferðalög 30. júlí 2023 08:01
Bylgjulestin verður á Húsavík næsta laugardag Lokaáfangastaður Bylgjulestarinnar þetta sumarið er Húsavík en þær ætlar Bylgjubíllinn að koma sér vel fyrir á hafnarsvæðinu næsta laugardag, 29. júlí. Lífið samstarf 27. júlí 2023 14:37
Neitar að játa sig sigraðan gagnvart gróðureldunum Þrjátíu slökkviliðsmenn hafa barist í dag á gosstöðvunum, með meiri tækjabúnaði en áður, við að koma í veg fyrir að gróðureldar breiðist út á Reykjanesskaga. Á sama tíma undirbúa Almannavarnir aðgerðir til bjargar innviðum. Þá hyggst lögregla vísa fólki burt af útsýnisstaðnum á Litla-Hrúti vegna þess að Veðurstofan skilgreinir hann sem hættusvæði. Innlent 26. júlí 2023 23:23
Fjör með Bylgjulestinni í Hljómskálagarðinum Það var mikið um dýrðir í Hljómskálagarðinum í Reykjavík síðustu helgi þar sem hin árlega Götubitahátíð fór fram. Lífið samstarf 26. júlí 2023 08:31
Vill finna fórnarlömb fingralangra flugvallarstarfsmanna Harpa Rós Júlíusdóttir hefur undanfarið reynt að koma upplýsingum til lögreglunnar á Tenerife frá Íslendingum sem hafa lent í því að munum sé stolið úr töskum þeirra á flugvellinum. Nú hefur hún fengið afhentan lista yfir hundruð muna sem lögreglan hefur haldlagt og leitar logandi ljósi að eigendum þeirra. Innlent 25. júlí 2023 21:48
Magnaður mótorhjólahundur á Selfossi Hundurinn Stormur Snær á Selfossi er engin venjulegur hundur því það sem honum þykir skemmtilegast að gera er að sitja á mótorhjólum eigenda sinna og rúnta með þeim um landið. Stormur er meira að segja með sérstök mótorhjólagleraugu og nammi í mótorhjólatöskunni sinni. Innlent 25. júlí 2023 20:06
Haglél eyðilagði bílaleigubíla Íslendinga á Ítalíu Hópur Íslendinga lenti í haglélsstormi á Norður-Ítalíu í gær. Höglin voru á stærð við golfbolta og varð mikið tjón á bílaleigubílum hópsins. Tugir fólks hafa særst og að minnsta kosti tveir látist í stormum á Norður-Ítalíu undanfarið. Erlent 25. júlí 2023 12:04
Hvetja fólk til að hlaða í 80 prósent Orka Náttúrunnar (ON) hvetur rafbílaeigendur til að hlaða bíla sína aðeins upp í 80 prósent eða nóg til að komast á næsta áfangastað. Það sé tillitssemi þegar aðrir séu að bíða eftir að komast að. Innlent 22. júlí 2023 07:46
Bylgjulest og götubiti í Hljómskálagarðinum Bylgjulestin verður í Hljómskálagarðinum í Reykjavík næsta laugardag en sömu helgi fer fram þar hin árlega Götubitahátíð. Lífið samstarf 20. júlí 2023 09:20