Lífið

Flúðu ís­lenska veturinn og njóta í fiskimannaþorpi

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Hjónin virðast af myndunum að dæma lítið sakna kuldans hér á köldum klaka.
Hjónin virðast af myndunum að dæma lítið sakna kuldans hér á köldum klaka. Sigmundur Ernir

Hjónin Elín Sveinsdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson sem hafa marga fjöruna sopið í fjölmiðlum í gegnum áratugina njóta lífsins þessar vikurnar á Tenerife. Þó ekki á sundlaugabakknum að taka tásumyndir.

Sigmundur greinir frá því á Facebook, og birtir flottar myndir því til staðfestingar, að þau Elín hafi vetursetu í fiskimannaþorpinu San Andrés. Þorið er nyrst á einum vinsælasta áfangastað Íslendinga, sólríku eyjunni Tenerife á Spáni. Tene eins og landinn kallar eyjuna í daglegu tali.

„Við Ella höfum vetursetu í fiskimannaþorpinu San Andrés, nyrst á Tenerife, fjarri glys og glaumi sollsins í suðri - og störfum hér við skriftir bóka og undirbúning sjónvarpsþátta, milli þess sem við förum í göngur og klifrum á fjöll,“ segir Sigmundur.

Greinilega engin ástæða fyrir fólk að hafa áhyggjur af hjónunum sem njóta lífsins á stuttbuxum í janúar.

„Héldum utan 2. janúar og skilum okkur heim einhvern tíma í mars, en biðjum að heilsa heim á hina eyjuna.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.