Ólíklegt að allir komist heim fyrir jól Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. desember 2023 18:35 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair segir stöðuna gríðarlega alvarlega. Vísir/Vilhelm Icelandair segir það ólíklegt að allir farþegar komist á áfangastað fyrir jól að öllu óbreyttu. Er það vegna verkfalls flugumferðastjóra sem hefur valdið umtalsverðri truflun og töfum á flugáætlun flugfélagsins. Frekari verkföll hafa verið boðuð í næstu viku og munu þau hafa áhrif á flugátlanir á flugvellinum. Aðgerðirnar hafa þegar haft áhrif á ferðalög um þrettán þúsund farþega Icelandair og ætla þeir að í næstu viku muni 23 þúsund farþegar verða fyrir áhrifum. Allt að milljarðs króna tjón Icelandair gerir ráð fyrir allt að milljarða króna tjóni vegna yfirstandandi verkfalls flugumferðarstjóra. Vegna aukins farþegafjölda yfir hátíðirnar muni frekari aðgerðir leiða til enn meiri raskana með tilheyrandi kostnaði. Núverandi áætlanir Icelandair gera ráð fyrir því að beinn kostnaður gæti numið 700 milljón krónum og allt upp að milljarði. Icelandair segist munu leita allra leiða til að fá tjónið bætt af hendi Isavia. Áríðandi að samkomulag náist Í tilkynningu sem Icelandair sendi frá sér í dag kemur fram að verkfallið standi yfir á milli klukkan fjögur og tíu að morgni og er það þegar flestar flugvélar Icelandair frá Norður-Ameríku lendi á Keflavíkurflugvelli og flestar flugvélar til Evrópu taka á loft. Því verða íslensk flugfélög frekar fyrir áætlunarröskunum en erlend. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair segir stöðuna sem komin er upp vera alvarlega og að það sé mjög áríðandi að samkomulag náist sem allra fyrst. „Verkfallsaðgerðirnar hafa þegar valdið fjárhagslegu tjóni sem mun aukast verulega þegar nær dregur jólum ef samningar nást ekki. Aðgerðirnar bitna mest á þeim sem síst skyldi – fólki sem er að ferðast til að hitta fjölskyldu og vini á þessum mikilvæga tíma ársins,“ segir Bogi. Keflavíkurflugvöllur Icelandair Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Fréttir af flugi Ferðalög Jól Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sjá meira
Frekari verkföll hafa verið boðuð í næstu viku og munu þau hafa áhrif á flugátlanir á flugvellinum. Aðgerðirnar hafa þegar haft áhrif á ferðalög um þrettán þúsund farþega Icelandair og ætla þeir að í næstu viku muni 23 þúsund farþegar verða fyrir áhrifum. Allt að milljarðs króna tjón Icelandair gerir ráð fyrir allt að milljarða króna tjóni vegna yfirstandandi verkfalls flugumferðarstjóra. Vegna aukins farþegafjölda yfir hátíðirnar muni frekari aðgerðir leiða til enn meiri raskana með tilheyrandi kostnaði. Núverandi áætlanir Icelandair gera ráð fyrir því að beinn kostnaður gæti numið 700 milljón krónum og allt upp að milljarði. Icelandair segist munu leita allra leiða til að fá tjónið bætt af hendi Isavia. Áríðandi að samkomulag náist Í tilkynningu sem Icelandair sendi frá sér í dag kemur fram að verkfallið standi yfir á milli klukkan fjögur og tíu að morgni og er það þegar flestar flugvélar Icelandair frá Norður-Ameríku lendi á Keflavíkurflugvelli og flestar flugvélar til Evrópu taka á loft. Því verða íslensk flugfélög frekar fyrir áætlunarröskunum en erlend. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair segir stöðuna sem komin er upp vera alvarlega og að það sé mjög áríðandi að samkomulag náist sem allra fyrst. „Verkfallsaðgerðirnar hafa þegar valdið fjárhagslegu tjóni sem mun aukast verulega þegar nær dregur jólum ef samningar nást ekki. Aðgerðirnar bitna mest á þeim sem síst skyldi – fólki sem er að ferðast til að hitta fjölskyldu og vini á þessum mikilvæga tíma ársins,“ segir Bogi.
Keflavíkurflugvöllur Icelandair Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Fréttir af flugi Ferðalög Jól Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sjá meira