Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

Bremsutrix Polestar 2 sannaði sig þegar elgir stukku út á veginn

Á ísilögðum vegum í Norður Svíþjóð þarf að hafa sérstakan vara á. Hér hlaupa hreindýr og elgir um skógana og virða engar umferðarreglur. Það fékk ökumaður á Polestar 2 í reynsluakstri milli Lulea og Jokkmokk að reyna á dögunum þegar þrír elgir stukku yfir veginn.

Samstarf
Fréttamynd

„We lost your keys“

Ófögrum sögum fer af fyrirtækinu Base Parking sem sér um að leggja bílum og geyma fyrir flugfarþega. James Weston er forstöðumaður á frístundaheimili og hann fékk að finna fyrir óvönduðum vinnubrögðum.

Innlent
Fréttamynd

Mið­aldra hús­frú á hálum ís - Polestar 3 reynslu­akstur

Ég er með dúndrandi hjartslátt, hnúarnir hvítna um stýrið. Undir mér er hyldjúpt stöðuvatn, ísilagt og ég sit inni í tæplega þriggja tonna tryllitæki úr stáli. Við erum rétt norðan við heimskautsbaug, við þorpið Jokkmokk í Lapplandi, þar sem fjörutíu gráðu frost þykir ekkert tiltökumál. Við ætlum að prófa Polestar 3, splunkunýjan rafjeppa frá sænska bílaframleiðandanum Polestar.

Samstarf
Fréttamynd

Frum­sýning á nýjum Peu­geot E-2008 raf­bíl

Nýi Peugeot E-2008 rafbíllinn verður frumsýndur í sýningarsal Peugeot við Bíldshöfða 8, laugardaginn 2. mars í Reykjavík. Sýningar- og reynsluakstursbílar verða á staðnum og einnig verður í boði ráðgjöf varðandi hleðslu rafbíla og uppsetningu hleðslustöðva. Í tilefni frumsýningarinnar fylgja Nokian gæða vetrardekk með seldum bílum á frumsýningunni.

Samstarf
Fréttamynd

Hvetja fólk til að vinna heima vegna svifryks

Styrkur svifryks hefur verið mikill á öllum mælistöðvum í Reykjavík í dag, 29. febrúar, frá því að morgunumferð fór af stað. Ökumenn eru hvattir til að skilja bílinn eftir heima á morgun og þau sem geta að vinna í fjarvinnu.

Innlent
Fréttamynd

Ók bíl inn í verslun í Vest­manna­eyjum

„Þetta var smá sjokk. Því hann kom ágætlega inn hjá mér, húddið kom allt inn,“ segir Svava Tara Ólafsdóttir, eigandi verslunarinnar Sölku í Vestmannaeyjum, í samtali við fréttastofu. Í morgun var bíl ekið inn í verslunina og brotnaði gluggi hennar fyrir vikið.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Er ríkið í stuði?

Nýr markaður fyrir hleðslu og þjónustu fyrir rafbílaeigendur hefur orðið til með orkuskiptum í samgöngum. Fyrirtæki í eigu ríkis og sveitarfélaga veita einkafyrirtækjum harða samkeppni á þessum nýja markaði án þess að það hafi fengið mikla athygli eða umræðu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Frum­sýning á Opel Corsa hefst í dag hjá Brimborg

Nýr Opel Corsa Electric verður frumsýndur dagana 8.-17. febrúar í Brimborg Reykjavík. Sýningar- og reynsluakstursbílar verða á staðnum og eins verður í boði ráðgjöf varðandi hleðslu rafbíla og uppsetningu hleðslustöðva.

Samstarf
Fréttamynd

Eiga á fjórða hundrað bíla í Hvera­gerði

Eitt glæsilegast bílasafn landsins er í eigu hjóna í Hveragerði, sem eiga nú tæplega fjögur hundruð bíla, sem eru stofustáss heimilisins. Allir bílarnir eru merktir með heiti þeirra og öðrum gagnlegum upplýsingum.

Lífið
Fréttamynd

Bif­reiða­verk­stæði styrkjast með til­komu Motor Partner

Undanfarinn rúmlega áratug hefur samkeppni á bifreiðaverkstæðamarkaði aukist mikið um allan heim en ný tækni í bílum krefst nýrrar nálgunar og tækni til viðgerða. Því hefur aldrei verið nauðsynlegra en í dag að styrkja rekstur bifreiðaverkstæða, meðal annars með aukinni þekkingu, þjálfun og réttri markaðssetningu.

Samstarf
Fréttamynd

Varan­lega hreyfi­hömluð en fær ekki bíl vegna skorts á vott­orði

Margrét Lilja Arnheiðardóttir, formaður Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra, segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við Tryggingastofnun ríkisins. Hún hefur í tuttugu mánuði undirbúið bílakaup en þarf að byrja upp á nýtt þar sem áður samþykktur styrkur hefur verið felldur úr gildi. Ástæðan er sú að hreyfihömlunarvottorð hennar rann út um áramót. Margrét Lilja er varanlega hreyfihömluð.

Innlent
Fréttamynd

Fresta gjaldtökunni um­deildu

Stjórnendur og stjórn Isavia Innanlandsflugvalla hafa ákveðið að fresta gjaldtöku á bílastæðum á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum þar til síðar á þessu ári.

Neytendur
Fréttamynd

Bíl ekið ofan í Elliða­ár

Bíll hafnaði út í Elliðaám í dag en engan sakaði. Þetta staðfestir Loftur Þór Einarsson hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við fréttastofu.

Innlent