Nýjung í bílaviðskiptum á netinu – Bland og Frágangur í samstarf Bland 14. maí 2024 09:22 Dagný Laxdal, forstöðumaður vefmiðla hjá Sýn og Grétar G. Hagalín framkvæmdastjóri og einn eigandi Frágangs, segja samstarfið auka öryggi bílaviðskipta á netinu. Yfir fimmtán þúsund auglýsingar í öllum flokkum detta inn á markaðstorgið Bland í hverjum mánuði. Þar af eru yfir fimmtán hundruð bílar skráðir til sölu á markaðstorginu hvern einasta mánuð. Dagný Laxdal, forstöðumaður vefmiðla hjá Sýn segir umfang bílaviðskipta á Bland hlaupa á tugum milljóna og áríðandi að tryggja öryggi bæði kaupenda og seljenda. Nýtt samstarf við tæknifyrirtækið Frágang sé liður til þess. „Bland á sér langa sögu og hefur verið á meðal stærstu markaðstorga á Íslandi en það kemur þó mörgum á óvart hversu mikil virkni er þarna inni. Þá er fólk ekki eingöngu að selja gamla og lúna bíla fyrir lágar upphæðir heldur fara fram viðskipti með bíla upp á fimm til tuttugu milljónir króna á Bland,“ segir Dagný Laxdal. Fólk getur sparað sér mörghundruð þúsund krónur í sölulaun til milliliða með því að sjá sjálft um viðskiptin gegnum markaðstorgið Bland. Forðast falska notendur Dagný bendir á að ákveðið öryggi sé fólgið í því að nota Bland til slíkra viðskipta þar sem minni hætta sé á að lenda í fölskum notendum þar en á sölugrúppum á samfélagsmiðlum. Á Bland þurfi að skrá ýtarlegar upplýsingar þegar stofna á aðgang, meðal annars bankareikning. Þá geti eldri skuldir eða tjónasaga komið í ljós eftir að bíll hafi verið keyptur á samfélagsmiðlum og viðkomandi kaupandi lent í vandræðum vegna þess. Með nýju samstarfi Bland um rafræna skjalaþjónustu við Frágang er komið í veg fyrir slíkt. „Tryggvi vörustjóri Bland kom með þessa hugmynd eftir að hafa selt sjálfur bíl á Bland og notað Frágang samhliða hvort við ættum ekki að skoða samstarf með Frágangi. Ég hef unnið áður með þeim sem þróuðu lausnina að nokkrum verkefnum og hef góða reynslu af því .Eins vorum við búin að ákveða að vilja auka öryggi í bílaviðskiptum og því smellpassaði þetta. Frágangur hafði líka á ákveðna kosti sem við viljum bjóða notendum Bland upp á eins og rafræna samninga og tengingu til þess að fletta upp tjónasögu bifreiðar og þeim veðlánum sem mögulega hvíla á henni,“ útskýrir Dagný. Hvernig virkar þetta? Allt ferlið getur tekið frá 15 mínútum til nokkurra daga eftir því hvaða gögn þarf að sækja, lán ofl. Þetta er mjög einfalt en þegar ganga á frá kaupum eða sölu á bíl á Bland er einfaldlega smellt á hnappinn „Panta frágang“. Frágangur kannar þá stöðu viðkomandi ökutækis og opinberra gjalda og sendir ökutækjaferil og mögulega slysa/tjónasögu ásamt drögum að kaupsamningi á alla aðila. Kaupsamningur er svo undirritaður rafrænt. Ætli kaupandi að taka lán getur Frágangur einnig haldið utan um það sé þess óskað en Frágangur er í samstarfi við helstu lánastofnanir landsins. Frágangur sér svo um að skrá og afskrá tryggingar og gengur úr skugga um að bifreiðagjöld hafi verið gerð upp og tilkynnir loks um eigendaskiptin til Samgöngustofu. Allt ferlið getur tekið frá 15 mínútum til nokkurra daga eftir því hvaða gögn þarf að sækja, lán ofl. Var eins og villta vestrið Grétar G. Hagalín framkvæmdastjóri og einn eigandi Frágangs segir þjónustuna beinlínis hafa verið stofnaða til að gera bílviðskipti á netinu öruggari. Hann mælir alltaf með því að fólk geri kaupsamning. Fólk geti lent í margskonar vandræðum, setið uppi með svikna vöru eða orðið af sölu á eigin eign þegar viðskipti fara milliliðalaust fram. „Við rákum sjálfir bílasölu og okkur blöskraði það „villta vesturs“ ástand sem einkenndi bílaviðskipti á netinu. Einstaklingar geta sýslað með tugmilljóna viðskipti og ekkert grípur inn í ef einhver ætlar til dæmis að svíkja þig. Oft áttar fólk sig heldur ekki á alvarleika málsins þegar það selur eign með veðböndum, veit annað hvort ekki af þeim eða ætlar sér bara að halda áfram að borga af þeim sjálft. Við höfum fengið inn tilfelli þar sem ungur drengur átti bíl sem hann hafði staðgreitt og var svo að selja í gegnum Frágang. Þá kemur í ljós að það var tæplega 4 milljóna króna lán á bílnum frá fyrri eiganda. Hefði viðkomandi nýtt Frágang þegar hann keypti bílinn upphaflega hefði hann náttúrlega greitt kaupverðið til Frágangs og Frágangur séð um að ökutækið væri skuldlaust þegar hann eignast það. Með því að gera kaupsamning tryggir fólk að ef ágreiningur kemur upp geti það fært sönnur á að það hafi til dæmis gefið upp alla galla og að greiðslufyrirkomulagið sé skjalfest. Þá er einnig hagræði af því að þriðji aðili, Frágangur, sjái um greiðslu svo fólk sé ekki að borga í blindni,“ útskýrir Grétar. Á heimasíðu Frágangs má lesa yfir tvöhundruð umsagnir ánægðra viðskiptavina. Hagstæð þjónusta „Þjónustan hjá Frágangi kostar 19.900 krónur, meðan lágmarkssölulaun eru í kringum áttatíu þúsund krónur fyrir bíla undir einni og hálfri milljón og fyrir tíu milljón króna bíla geta sölulaunin verið 3,9% plús vsk. Við erum auðvitað ekki að bjóða sömu þjónustu og bílasala, fólk finnur kaupanda að sínum bíl sjálft í gegnum Bland, en við veitum örugga umsýslu og einföldum ferlið,“ segir Grétar. Bland vaxandi vettvangur Sýn keypti markaðstorgið Bland í ágúst 2023 og sagði þá í tilkynningu að sölutorg þar sem notaðir hlutir fengju framhaldslíf félli vel að sjálfbærnistefnu Sýnar. Framundan er þróunarvinna við að bæta upplifun notenda Blands. „Það er virkilega gaman að Bland sé komið undir hatt Sýnar. Við sjáum mörg tækifæri til að efla Bland enn frekar sem öflugt markaðstorg og samstarfið við Frágang til að bæta öryggi viðskipta þar inni er eitt af fyrstu skrefunum á þeirri vegferð,“ segir Dagný Laxdal Bílar Netöryggi Verslun Tækni Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Dagný Laxdal, forstöðumaður vefmiðla hjá Sýn segir umfang bílaviðskipta á Bland hlaupa á tugum milljóna og áríðandi að tryggja öryggi bæði kaupenda og seljenda. Nýtt samstarf við tæknifyrirtækið Frágang sé liður til þess. „Bland á sér langa sögu og hefur verið á meðal stærstu markaðstorga á Íslandi en það kemur þó mörgum á óvart hversu mikil virkni er þarna inni. Þá er fólk ekki eingöngu að selja gamla og lúna bíla fyrir lágar upphæðir heldur fara fram viðskipti með bíla upp á fimm til tuttugu milljónir króna á Bland,“ segir Dagný Laxdal. Fólk getur sparað sér mörghundruð þúsund krónur í sölulaun til milliliða með því að sjá sjálft um viðskiptin gegnum markaðstorgið Bland. Forðast falska notendur Dagný bendir á að ákveðið öryggi sé fólgið í því að nota Bland til slíkra viðskipta þar sem minni hætta sé á að lenda í fölskum notendum þar en á sölugrúppum á samfélagsmiðlum. Á Bland þurfi að skrá ýtarlegar upplýsingar þegar stofna á aðgang, meðal annars bankareikning. Þá geti eldri skuldir eða tjónasaga komið í ljós eftir að bíll hafi verið keyptur á samfélagsmiðlum og viðkomandi kaupandi lent í vandræðum vegna þess. Með nýju samstarfi Bland um rafræna skjalaþjónustu við Frágang er komið í veg fyrir slíkt. „Tryggvi vörustjóri Bland kom með þessa hugmynd eftir að hafa selt sjálfur bíl á Bland og notað Frágang samhliða hvort við ættum ekki að skoða samstarf með Frágangi. Ég hef unnið áður með þeim sem þróuðu lausnina að nokkrum verkefnum og hef góða reynslu af því .Eins vorum við búin að ákveða að vilja auka öryggi í bílaviðskiptum og því smellpassaði þetta. Frágangur hafði líka á ákveðna kosti sem við viljum bjóða notendum Bland upp á eins og rafræna samninga og tengingu til þess að fletta upp tjónasögu bifreiðar og þeim veðlánum sem mögulega hvíla á henni,“ útskýrir Dagný. Hvernig virkar þetta? Allt ferlið getur tekið frá 15 mínútum til nokkurra daga eftir því hvaða gögn þarf að sækja, lán ofl. Þetta er mjög einfalt en þegar ganga á frá kaupum eða sölu á bíl á Bland er einfaldlega smellt á hnappinn „Panta frágang“. Frágangur kannar þá stöðu viðkomandi ökutækis og opinberra gjalda og sendir ökutækjaferil og mögulega slysa/tjónasögu ásamt drögum að kaupsamningi á alla aðila. Kaupsamningur er svo undirritaður rafrænt. Ætli kaupandi að taka lán getur Frágangur einnig haldið utan um það sé þess óskað en Frágangur er í samstarfi við helstu lánastofnanir landsins. Frágangur sér svo um að skrá og afskrá tryggingar og gengur úr skugga um að bifreiðagjöld hafi verið gerð upp og tilkynnir loks um eigendaskiptin til Samgöngustofu. Allt ferlið getur tekið frá 15 mínútum til nokkurra daga eftir því hvaða gögn þarf að sækja, lán ofl. Var eins og villta vestrið Grétar G. Hagalín framkvæmdastjóri og einn eigandi Frágangs segir þjónustuna beinlínis hafa verið stofnaða til að gera bílviðskipti á netinu öruggari. Hann mælir alltaf með því að fólk geri kaupsamning. Fólk geti lent í margskonar vandræðum, setið uppi með svikna vöru eða orðið af sölu á eigin eign þegar viðskipti fara milliliðalaust fram. „Við rákum sjálfir bílasölu og okkur blöskraði það „villta vesturs“ ástand sem einkenndi bílaviðskipti á netinu. Einstaklingar geta sýslað með tugmilljóna viðskipti og ekkert grípur inn í ef einhver ætlar til dæmis að svíkja þig. Oft áttar fólk sig heldur ekki á alvarleika málsins þegar það selur eign með veðböndum, veit annað hvort ekki af þeim eða ætlar sér bara að halda áfram að borga af þeim sjálft. Við höfum fengið inn tilfelli þar sem ungur drengur átti bíl sem hann hafði staðgreitt og var svo að selja í gegnum Frágang. Þá kemur í ljós að það var tæplega 4 milljóna króna lán á bílnum frá fyrri eiganda. Hefði viðkomandi nýtt Frágang þegar hann keypti bílinn upphaflega hefði hann náttúrlega greitt kaupverðið til Frágangs og Frágangur séð um að ökutækið væri skuldlaust þegar hann eignast það. Með því að gera kaupsamning tryggir fólk að ef ágreiningur kemur upp geti það fært sönnur á að það hafi til dæmis gefið upp alla galla og að greiðslufyrirkomulagið sé skjalfest. Þá er einnig hagræði af því að þriðji aðili, Frágangur, sjái um greiðslu svo fólk sé ekki að borga í blindni,“ útskýrir Grétar. Á heimasíðu Frágangs má lesa yfir tvöhundruð umsagnir ánægðra viðskiptavina. Hagstæð þjónusta „Þjónustan hjá Frágangi kostar 19.900 krónur, meðan lágmarkssölulaun eru í kringum áttatíu þúsund krónur fyrir bíla undir einni og hálfri milljón og fyrir tíu milljón króna bíla geta sölulaunin verið 3,9% plús vsk. Við erum auðvitað ekki að bjóða sömu þjónustu og bílasala, fólk finnur kaupanda að sínum bíl sjálft í gegnum Bland, en við veitum örugga umsýslu og einföldum ferlið,“ segir Grétar. Bland vaxandi vettvangur Sýn keypti markaðstorgið Bland í ágúst 2023 og sagði þá í tilkynningu að sölutorg þar sem notaðir hlutir fengju framhaldslíf félli vel að sjálfbærnistefnu Sýnar. Framundan er þróunarvinna við að bæta upplifun notenda Blands. „Það er virkilega gaman að Bland sé komið undir hatt Sýnar. Við sjáum mörg tækifæri til að efla Bland enn frekar sem öflugt markaðstorg og samstarfið við Frágang til að bæta öryggi viðskipta þar inni er eitt af fyrstu skrefunum á þeirri vegferð,“ segir Dagný Laxdal
Bílar Netöryggi Verslun Tækni Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira