Mikill samdráttur á hagnaði Tesla Samúel Karl Ólason skrifar 23. apríl 2024 22:33 Forsvarsmenn Tesla ætla að flýta útgáfu nýrra bílategunda og þar á meðal ódýrari rafmagnsbíla, með því markmiði að bæta sölu. AP/Sebastian Christoph Hagnaður rafmagnsbílafyrirtækisins Tesla dróst verulega saman á fyrsta fjórðungi þessa árs, samanborið við sama tímabil í fyrra. Tekjur drógust saman um níu prósent og voru 21,3 milljarður dala en hagnaðurinn dróst saman um 55 prósent og var 1,1 milljarður dala. Það samsvarar um 155 milljörðum króna en fyrirtækið stóðst ekki væntingar fjárfesta vestanhafs, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Áður en uppgjörið var birt hafði virði hlutabréfa Tesla dregist saman um 42 prósent á þessu ári. Í frétt miðilsins segir að Elon Musk, forstjóri Tesla og stærsti hluthafi félagsins, sé undir miklum þrýstingi vegna samdráttarins og hann þurfi að gera betur grein fyrir framtíðarsýn sinni fyrir Tesla. Í yfirlýsingu vegna ársfjórðungsuppgjörs Tesla segir að sala á rafmagnsbílum hafi ekki haldið í við væntingar en á sama tíma hefur samkeppni á markaði rafmagnsbíla aukist. Í yfirlýsingunni segir að forsvarsmenn annarra bílaframleiðenda hafi margir tekið þá ákvörðun að leggja meiri áherslu á tengiltvinnbíla sem gangi bæði fyrir rafmagni og eldsneyti. Þá segir þar að á meðan aðrir séu að draga úr fjárfestingum sínum sé Tesla að fjárfesta í framtíðarvexti. Meðal annars á að flýta útgáfu nýrra bílategunda og þar á meðal ódýrari rafmagnsbíla. Vonast er til að þessar tegundir nái á markað um mitt næsta ár, sem er fyrr en áður stóð til. Þær fregnir hafa leitt til hækkunar á virði hlutabéfa félagsins í dag. Stjórn Tesla hefur farið fram á það við hluthafa að þeir samþykki á nýjan leik kaupréttarsamning sem gerður var við Musk árið 2018. Sá samningur var dæmdur ólöglegur í janúar en þar er um að ræða stærsta samning af þessu tagi sem gerður hefur verið við stjórnanda skráðs fyrirtækis í Bandaríkjunum. Stjórnin hefur einnig beðið hluthafa um að samþykkja flutning félagsins frá Delaware til Texas en Musk fór fram á það eftir áðurnefndan úrskurð dómara í janúar. Tesla Vistvænir bílar Bílar Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Það samsvarar um 155 milljörðum króna en fyrirtækið stóðst ekki væntingar fjárfesta vestanhafs, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Áður en uppgjörið var birt hafði virði hlutabréfa Tesla dregist saman um 42 prósent á þessu ári. Í frétt miðilsins segir að Elon Musk, forstjóri Tesla og stærsti hluthafi félagsins, sé undir miklum þrýstingi vegna samdráttarins og hann þurfi að gera betur grein fyrir framtíðarsýn sinni fyrir Tesla. Í yfirlýsingu vegna ársfjórðungsuppgjörs Tesla segir að sala á rafmagnsbílum hafi ekki haldið í við væntingar en á sama tíma hefur samkeppni á markaði rafmagnsbíla aukist. Í yfirlýsingunni segir að forsvarsmenn annarra bílaframleiðenda hafi margir tekið þá ákvörðun að leggja meiri áherslu á tengiltvinnbíla sem gangi bæði fyrir rafmagni og eldsneyti. Þá segir þar að á meðan aðrir séu að draga úr fjárfestingum sínum sé Tesla að fjárfesta í framtíðarvexti. Meðal annars á að flýta útgáfu nýrra bílategunda og þar á meðal ódýrari rafmagnsbíla. Vonast er til að þessar tegundir nái á markað um mitt næsta ár, sem er fyrr en áður stóð til. Þær fregnir hafa leitt til hækkunar á virði hlutabéfa félagsins í dag. Stjórn Tesla hefur farið fram á það við hluthafa að þeir samþykki á nýjan leik kaupréttarsamning sem gerður var við Musk árið 2018. Sá samningur var dæmdur ólöglegur í janúar en þar er um að ræða stærsta samning af þessu tagi sem gerður hefur verið við stjórnanda skráðs fyrirtækis í Bandaríkjunum. Stjórnin hefur einnig beðið hluthafa um að samþykkja flutning félagsins frá Delaware til Texas en Musk fór fram á það eftir áðurnefndan úrskurð dómara í janúar.
Tesla Vistvænir bílar Bílar Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira