Flottustu Mustang bílarnir landsins til sýnis í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. maí 2024 12:32 Hilmar Jacobsen, gjaldkeri Mustangs klúbbsins á Íslandi, sem hvetur fólk til að koma á sýninguna í dag. Magnús Hlynur Hreiðarsson Allir flottustu Mustang bílar landsins eru nú til sýnis á 60 ára afmælissýning Mustang, sem fer fram í Brimborg í Reykjavík. Reiknað er með um fjögur þúsund manns á sýninguna, sem stendur til klukkan 16:00 í dag. Mustang sýningin opnaði klukkan 10:00 i morgun og þá strax var komið fullt af fólki til að berja bílana augum. Sýningin fer fram í sal Brimborgar í Ford salnum að Bíldshöfða 6 í Reykjavík. Um 35 bílar eru á sýningunni. Hilmar Jacobsen er gjaldkeri íslenska Mustang klúbbsins. „Hér er bara allt fullt af fólki og allir að horfa á og skoða fallegustu Mustangana á Íslandi. Þetta er mjög flott og skemmtileg sýning, eitthvað sem engin má missa af því þarna færðu bara allar kynslóðir af Mustang, dýrustu, flottustu og sjaldgæfustu Mustganga, sem þú sérð yfirleitt aldrei og ef þú ert heppin þá sérðu kannski einn, tvo eða þrjá af þeim á sumri en þarna getur þú skoðað þá alla á einu bretti,“ segir Hilmar. Reiknað er með að um fjögur þúsund manns munu mæta á sýningu dagsins, sem fer fram í sal Brimborgar í Ford salnum að Bíldshöfða 6 í Reykjavík. Um 35 bílar eru á sýningunni.Aðsend Á meðal bílanna er elsti Mustang landsins, sem var framleiddur í maí 1964 og á sýningunni er líka nýjasti Mustanginn, sem er frá 2021. En hvað er svona merkilegt við þessa bíla, Mustang? „Mustang er náttúrulega bílategund, sem hefur verið framleidd stanslaust frá 1964 og hefur verið notuð í hundruð bíómynda og öðru. Þetta eru bara rosalega fallegur bíll, sem allir þekkja. Mustang, þegar þú heyrir það, þá dettur þér bara í hug ógeðslega flottur bíll. Þetta er bara lífsstíll að eiga Mustang,” bætir Hilmar við. Og Hilmar á von á miklum fjölda á sýninguna í dag, sem stendur til klukkan 16:00. „Það er frítt inn og það verður gos og nammi á meðan birgðir endast. Það er eins og ég segi, ég býst bara við hátt í fjögur þúsund manns hérna í dag,” segir Hilmar. Um 35 bílar eru á sýningu dagsins.Aðsend Bílar Reykjavík Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent
Mustang sýningin opnaði klukkan 10:00 i morgun og þá strax var komið fullt af fólki til að berja bílana augum. Sýningin fer fram í sal Brimborgar í Ford salnum að Bíldshöfða 6 í Reykjavík. Um 35 bílar eru á sýningunni. Hilmar Jacobsen er gjaldkeri íslenska Mustang klúbbsins. „Hér er bara allt fullt af fólki og allir að horfa á og skoða fallegustu Mustangana á Íslandi. Þetta er mjög flott og skemmtileg sýning, eitthvað sem engin má missa af því þarna færðu bara allar kynslóðir af Mustang, dýrustu, flottustu og sjaldgæfustu Mustganga, sem þú sérð yfirleitt aldrei og ef þú ert heppin þá sérðu kannski einn, tvo eða þrjá af þeim á sumri en þarna getur þú skoðað þá alla á einu bretti,“ segir Hilmar. Reiknað er með að um fjögur þúsund manns munu mæta á sýningu dagsins, sem fer fram í sal Brimborgar í Ford salnum að Bíldshöfða 6 í Reykjavík. Um 35 bílar eru á sýningunni.Aðsend Á meðal bílanna er elsti Mustang landsins, sem var framleiddur í maí 1964 og á sýningunni er líka nýjasti Mustanginn, sem er frá 2021. En hvað er svona merkilegt við þessa bíla, Mustang? „Mustang er náttúrulega bílategund, sem hefur verið framleidd stanslaust frá 1964 og hefur verið notuð í hundruð bíómynda og öðru. Þetta eru bara rosalega fallegur bíll, sem allir þekkja. Mustang, þegar þú heyrir það, þá dettur þér bara í hug ógeðslega flottur bíll. Þetta er bara lífsstíll að eiga Mustang,” bætir Hilmar við. Og Hilmar á von á miklum fjölda á sýninguna í dag, sem stendur til klukkan 16:00. „Það er frítt inn og það verður gos og nammi á meðan birgðir endast. Það er eins og ég segi, ég býst bara við hátt í fjögur þúsund manns hérna í dag,” segir Hilmar. Um 35 bílar eru á sýningu dagsins.Aðsend
Bílar Reykjavík Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent