Valur burstaði Cardiff Kvennalið Vals vann í dag 8-1 stórsigur á liði Cardiff frá Wales í riðli sínum í Evrópukeppninni sem leikinn er í Slóvakíu. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þrennu í leiknum og hafði Valsliðið yfir 5-1 í hálfleik. Íslenski boltinn 4. september 2008 12:13
ÍR og GRV upp í Landsbankadeildina Ljóst er að ÍR og GRV leika í Landsbankadeild kvenna á næstu leiktíð. Liðin taka sæti Fjölnis og HK/Víkings sem þegar eru fallin úr Landsbankadeildinni. Íslenski boltinn 2. september 2008 22:49
Bilun í flugvél í Keflavík raskaði allri ferðaáætlun Valsliðsins Kvennalið Vals lenti í hrakförum á leið sinni til Sala í Slóvakíu þar sem riðill liðsins í Evrópukeppninni hefst á fimmtudaginn. Flugtaki frá Keflavík í morgun seinkaði um meira en þrjá tíma. Íslenski boltinn 2. september 2008 22:12
ÍR og GRV í góðum málum ÍR og GRV eru á góðri leið með að tryggja sér sæti í Landsbankadeild kvenna að ári en liðin höfðu betur í undanúrslitum úrslitakeppni 1. deildar kvenna í dag. Íslenski boltinn 30. ágúst 2008 17:07
Valur svo gott sem orðið Íslandsmeistari Valur vann í dag 5-1 sigur á Fylki í Árbænum í næstsíðustu umferð Landsbankadeildar kvenna og er þar með svo gott sem búið að tryggja sér sigur í deildinni. Íslenski boltinn 30. ágúst 2008 16:20
Valur vann Breiðablik í tólf marka leik Ekkert virðist geta komið í veg fyrir að Valur verji Íslandsmeistaratitil sinn í kvennaflokki. Liðið vann 9-3 sigur á Breiðabliki í kvöld en þá fór heil umferð fram. Íslenski boltinn 26. ágúst 2008 19:45
KR-stúlkur þremur mörkum yfir í hálfleik KR-stúlkur hafa yfir, 3-0, í hálfleik gegn Breiðabliki í undanúrslitum VISA-bikars kvenna á KR-vellinum. Leikurinn hefur verið algjör einstefna að marki Breiðabliks sem má þakka fyrir að vera ekki bíð að fá á sig fleiri mörk. Íslenski boltinn 23. ágúst 2008 16:46
Helena Ólafs: Mætum í hefndarhug gegn Blikum KR og Breiðablik mætast í dag í seinni undanúrslitaleik VISA-bikars kvenna í fótbolta. Leikurinn, sem fer fram á KR-velli, hefst kl. 16 . Helena Ólafsdóttir, þjálfari KR, segir að sínar stúlkur séu klárar í slaginn. Íslenski boltinn 23. ágúst 2008 11:40
Breiðablik vann Stjörnuna Fjórir leikir voru í Landsbankadeild kvenna í kvöld og voru allir sigrarnir öruggir. Breiðablik vann Stjörnuna 3-1 þar sem Harpa Þorsteinsdóttir skoraði tvö mörk. Íslenski boltinn 18. ágúst 2008 21:31
KR vann Val 3-2 KR vann Val 3-2 í stórleik dagsins í Landsbankadeild kvenna. Eftir þessi úrslit er KR þremur stigum á eftir Val sem trjónir á toppi deildarinnar. Íslenski boltinn 17. ágúst 2008 18:04
KR vann í Garðabæ Fjórtándu umferð Landsbankadeildar kvenna lauk í kvöld með fjórum leikjum. KR er enn sex stigum á eftir Val en Vesturbæjarliðið vann 2-0 útisigur á Stjörnunni í kvöld. Íslenski boltinn 13. ágúst 2008 21:33
Valsstúlkur skoruðu níu gegn Keflavík Einn leikur var í Landsbankadeild kvenna í kvöld en hann bauð ekki upp á mikla spennu. Topplið Vals tók Keflavík í kennslustund að Hlíðarenda og vann 9-0 sigur. Íslenski boltinn 12. ágúst 2008 21:42
Breiðablik vann tveimur færri Breiðablik gerði sér lítið fyrir og vann Þór/KA, 2-1, þrátt fyrir að tveir leikmenn liðsins voru reknir af velli í stöðunni 1-1. Íslenski boltinn 9. ágúst 2008 19:28
Keflavík og Stjarnan skildu jöfn Fjórir leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Toppliðin tvö unnu sína leiki en Keflavík og Stjarnan skildu jöfn í markalausum leik. Íslenski boltinn 8. ágúst 2008 21:40
Rakel Hönnudóttir valin best í umferðum 7-12 Rakel Hönnudóttir úr Þór/KA var valin leikmaður umferða 7-12 í Landsbankadeild kvenna. Rakel hefur leikið virkilega vel með Akureyrarliðinu sem situr í sjötta sæti. Íslenski boltinn 6. ágúst 2008 13:01
Margrét Lára skoraði fimm gegn Fjölni Einn leikur var í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði öll fimm mörkin þegar Íslandsmeistarar Vals unnu Fjölni 5-0. Íslenski boltinn 30. júlí 2008 21:32
Sara Björk lánuð til Breiðabliks Landsliðskonan unga Sara Björk Gunnarsdóttir hjá Haukum hefur gengið í raðir Breiðabliks í Landsbankadeildinni á lánssamningi út leiktíðina. Íslenski boltinn 30. júlí 2008 09:39
Sara Björk í Breiðablik Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis er Breiðablik að krækja í Söru Björk Gunnarsdóttur frá Haukum. Þessi átján ára stelpa var eftirsótt af mörgum liðum í Landsbankadeild kvenna. Íslenski boltinn 29. júlí 2008 20:32
Afturelding vann Stjörnuna Afturelding vann sannfærandi sigur á Stjörnunni 4-2 í eina leik kvöldsins í Landsbankadeild kvenna. Afturelding komst fjórum mörkum yfir en Stjarnan minnkaði muninn með tveimur mörkum í lokin. Íslenski boltinn 28. júlí 2008 22:26
Breiðablik vann KR Valur færðist nær Íslandsmeistaratitlinum í dag þegar Breiðablik náði að leggja KR í Landsbankadeild kvenna 3-1. Íslenski boltinn 27. júlí 2008 17:58
Þór/KA lagði Stjörnuna Einn leikur fór fram í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þór/KA vann góðan 2-0 sigur á Stjörnunni fyrir norðan 2-0. Það voru þær Ivana Ivanovic og Rakel Hönnudóttir sem skoruðu mörk norðanliðsins í síðari hálfleik. Íslenski boltinn 25. júlí 2008 21:43
Toppliðin unnu sína leiki Ellefta umferð í Landsbankadeild kvenna var leikin í kvöld. Valur hefur enn þriggja stiga forystu á KR en Valsstúlkur unnu 4-1 útisigur gegn HK/Víkingi í kvöld. Íslenski boltinn 22. júlí 2008 21:20
Toppliðin áfram í bikarnum Fátt var um óvænt úrslit í kvöld þegar 8-liða úrslitin í Visabikar kvenna fóru fram. Valur, Breiðablik, KR og Stjarnan tryggðu sér sæti í undanúrslitum keppninnar með sigrum í kvöld. Íslenski boltinn 18. júlí 2008 21:47
Allt eftir bókinni í kvennaboltanum Heil umferð var í Landsbankadeild kvenna í kvöld en þá fór 10. umferðin fram. Úrslitin voru öll eftir bókinni. Íslenski boltinn 15. júlí 2008 22:57
Porca sagt upp hjá Keflavík Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur tilkynnt að Salih Heimir Porca hafi verið sagt upp störfum sem þjálfari kvennaliðs félagsins í knattspyrnu. Íslenski boltinn 11. júlí 2008 18:13
Kvennalið Vals styrkir sig Íslandsmeistarar Vals í kvennaflokki hafa fengið liðsstyrk. Sophia Mundy er gengin til liðs við félagið frá Aftureldingu en hún hefur vakið mikla athygli fyrir frábæra frammistöðu hér á landi. Íslenski boltinn 9. júlí 2008 13:25
Sigurður með UEFA-Pro réttindi Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, útskrifaðist á dögnum með Pro Liecence þjálfaragráðu en Sigurður Ragnar er annar Íslendingurinn sem útskrifast með þessa gráðu en fyrstur var Teitur Þórðarson. Íslenski boltinn 4. júlí 2008 22:00
Valur til Slóvakíu Kvennalið Vals þarf að fara til Slóvakíu og spila þar leiki sína í riðlakeppni Evrópukeppninnar í knattspyrnu. Þetta varð ljóst eftir að dregið var í riðla í morgun. Íslenski boltinn 3. júlí 2008 12:48
Afturelding vann Keflavík Fjórir leikir voru í 8. umferð Landsbankadeildar kvenna í kvöld. Afturelding vann góðan 1-0 sigur á Keflavík, KR vann Fjölni 3-0 á útivelli, Breiðablik vann útisigur á HK/Víking 5-2 og Valur vann Fylki 4-1. Íslenski boltinn 1. júlí 2008 21:20
Þór/KA og Stjarnan áfram Þór/KA og Stjarnan komust í dag í átta liða úrslit VISA-bikars kvenna. Þór/KA vann 4-0 sigur á liði Sindra og Stjarnan vann 1-0 heimasigur á Aftureldingu. Íslenski boltinn 28. júní 2008 17:45
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti