Íslenski boltinn

Sigurður með UEFA-Pro réttindi

Sigurður Ragnar að leiðbeina leikmönnum kvennalandsliðsins.
Sigurður Ragnar að leiðbeina leikmönnum kvennalandsliðsins.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, útskrifaðist á dögnum með Pro Liecence þjálfaragráðu en Sigurður Ragnar er annar Íslendingurinn sem útskrifast með þessa gráðu en fyrstur var Teitur Þórðarson.

Sigurður Ragnar sat námskeiðið hjá enska knattspyrnusambandinu en Pro Liecence gráðan er hæsta þjálfaramenntun sem í boði er innan Evrópu og gefur réttindi til að stjórna liðum í öllum deildum innan Evrópu.

Meðal þeirra er útskrifuðust á sama tíma og Sigurður Ragnar voru Roy Keane, Gary Ablett og Maureen "Mo" Marley en þessi snjalli þjálfari U19 landsliðs kvenna hjá Englandi er aðeins önnur konan er útskrifast með Pro Licence frá enska knattspyrnusambandinu og var heiðruð sérstaklega við útskriftina. Hin er Hope Powell, landsliðsþjálfari A landsliðs kvenna hjá Englendingum.

Enska knattspyrnusambandið hefur nú útskrifað um 120 þjálfara með þessa gráðu frá upphafi en KSÍ vinnur nú að því að opna íslenskum þjálfurum leið til að geta sótt sér þessa menntun.

Af vefsíðu KSÍ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×