CS Nostalgían - Spaz fer illa með GEGT1337

Vísir og Andri Freyr Ríkarðsson sýna að þessu sinni viðureign milli GGRN og GEGT1337 frá árinu 2003. Spilað var í efstu deild netmótsins Thursinn í einu elsta korti Counter-Strike. Allir núverandi og fyrrverandi CS spilarar hafa spilað kortið Dust 2. Sömu sögu er ekki hægt að segja um fyrri útgáfu kortsins, sem heitir einfaldlega Dust. Kortið var mikið spilað í þá gömlu góðu og muna eflaust margir eftir 32-manna leikjaþjóninum "Simnet Mania" þar sem Dust var spilað grimmt. Þessi tiltekni leikur sem við sýnum í dag skartar gömlum kempum á borð við Spaz. Leikmaðurinn var einn sá fyrsti til þess að spila leikinn hér á landi og stofnaði hann t.a.m. fyrsta íslenska CS liðið, TVAL, ásamt öðrum. Reynslan vegur þungt og sannast það í þessari viðureign þar sem þessi fornfrægi leikmaður fer illa með liðsmenn GEGT1337. Sjón er sögu ríkari. Liðsmenn GGRN: Gimpo$, HUGO, Preacher, RuDDi, Spaz. Liðsmenn GEGT1337: Criterium, 3clipse, Majesty, MrSmile, Peyler.

1867
32:47

Vinsælt í flokknum Rafíþróttir