Búbbi fór á flakk
Sannkallað páskakraftaverk varð á dögunum þegar páfagaukurinn Búbbi fannst heill á húfi eftir að hafa fokið alla leið úr Hlíðarendahverfi í Reykjavík yfir á Kársnes í Kópavogi, þar sem hann varð næstum ketti að bráð. Ellefu ára eigandi andar léttar.