Lítill fílsungi kom í heiminn

Lítill fílsungi kom í heiminn í dýragarðinum í Zúrich í Sviss um helgina. Móðirin er nítján ára gamall Asíufíll sem ól son um miðja nótt en fæðingin og fyrstu skref fílsungans náðist á myndavélar. Fíllinn litli fær nafn síðar í vikunni en fyrir liggur að nafnið mun byrja á Z með vísan til fæðingarárs fílsins sem er af Z-kynslóðinni.

598
00:41

Vinsælt í flokknum Fréttir