Páfinn fluttur í Péturskirkju
Þúsundir syrgjenda lögðu leið sína á Péturstorgið í dag þegar líkamsleifar Frans páfa voru fluttar yfir í Péturskirkjuna þar sem kistan mun standa í þrjá daga. Kardinálar auk varða fylgdu líki páfans í gegnum torgið þar sem mannfjöldinn vottaði páfanum virðingu sína.