Erlent

Létust lík­lega tíu dögum fyrir fundinn

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Gene Hackman og eiginkona hans Betsy Arakawa á Golden Globe verðlaunahátíðinni 2003. Hackman var 95 ára en Arakawa 63 ára þegar þau létust. 
Gene Hackman og eiginkona hans Betsy Arakawa á Golden Globe verðlaunahátíðinni 2003. Hackman var 95 ára en Arakawa 63 ára þegar þau létust.  Getty

Rannsakendur í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum telja að bandaríski leikarinn Gene Hackman og Betsy Arakawa eiginkona hans hafi látist þann 17. febrúar á heimili þeirra í Santa Fe, tíu dögum áður en lík þeirra fundust. 

Rannsókn á andláti hjónanna stendur enn yfir en dánarorsök þeirra liggur enn ekki fyrir. Daily Mail hafði eftir Leslie Hackman, dóttur leikarans, á dögunum að faðir hennar hafði verið við hestaheilsu áður en hann fannst látinn. Hún hafi ekki merkt neitt undarlegt í samskiptum við föður sinn áður en hann lést.

Adan Mendoza lögreglustjóri í Nýju Mexíkó sagði hjónin hafa verið látin í einhvern tíma þegar lík þeirra fundust. Lík Hackmans fannst nærri eldhúsi heimilisins en lík Arakawa inni á salerni. Þýskur fjárhundur þeirra fannst jafnframt dauður í húsinu.

Í tilkynningu frá lögreglustjóranum í Santa Fe sem BBC vísar í segir að kolefnismónoxíð hafi ekki fundist í blóðsýni hinna látnu. Þegar hefði lögregla athugað hvort gasleki hafði orðið á heimilinu en engin ummerki um slíkan leka hafi fundist. 

Búið sé að leggja inn beiðni fyrir bæði krufningu og eiturefnaprófi á líkum hjónanna en nokkrir mánuðir gætu liðið þar til niðurstöður liggja fyrir. 

Lyfjaglas og töflur á fundust á víð og dreif á vaskborðinu nærri Arakawa á vettvangi en sem fyrr greinir liggur ekki fyrir hvort lyfin eigi þátt í andláti hennar. Lyfin sem fundust á vettvangi voru hefðbundin skjaldkirtils- og blóðþrýstingslyf.


Tengdar fréttir

Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin

Bandaríski leikarinn Gene Hackman og eiginkona hans, píanóleikarinn Betsy Arakawa, fundust látin á heimili sínu í Santa Fe í Nýju-Mexíkó í gær.

Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu

Leslie Hackman dóttir stórleikarans Gene Hackman segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu áður en hann fannst látinn. Hún segir ekki hafa merkt neitt undarlegt í samskiptum við föður sinn áður en hann lést.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×