„Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. janúar 2025 07:03 Fyrirtæki eins og Elding og DHL eru dæmi um fyrirtæki sem Flöff er nú þegar að vinna fyrir við að koma starfsmannabúiningum og textíl í hringrás með því að skapa eitthvað nýtt úr þeim. Ragnheiður Stefánsdóttir er ein stofnenda Flöff, sem nú vinnur að því að koma á fót fyrstu textílendurvinnslunni á Íslandi. „Ég lærði textíl í Myndlistaskóla Reykjavíkur því ég hef alltaf verið mjög hrifin af handverki og hönnun,“ segir Ragnheiður Stefánsdóttir, ein af forsprökkurum Flöff, nýsköpunarfyrirtæki sem ætlar að þæfa nýjan textíl úr ónýtum textílúrgangi. Ragnheiður segir konur sem unnið hafa með textíl þó ekki hafa fengið nægt pláss í íslenskri listasögu. „Sagan hefur til dæmis gert karlkynsmálurum hátt undir höfði fyrir þeirra list en textílkonurnar sem svo sannarlega hönnuðu mikla list og merkilegt handverk hér á árum áður, hefur ekki verið sýnd sama virðing. Textíllinn hefur verið meira álitið sem áhugamál.“ En nú eru svo sem breyttir tímar síðan þá. Og af sem áður var; þegar hver flík var nýtt til hins ítrasta. Því svo mikil fataframleiðsla er í heiminum að textíliðnaðarinn kostar heiminn meira kolefnisspor en flug- og skipaflutningar samanlagt. Og það eru fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta. Því mörg fyrirtæki eru með merkta starfsmannabúninga eða annarskonar textílúrgang sem þeir vita síðan ekkert hvað þeir eiga að gera við en vilja reyna að koma í einhvers konar hringrás,“ segir Ragnheiður og bætir við: „Til að byrja með er það helst þessi hópur sem við erum að þróa nýja lausn fyrir. Fyrirtæki sem eru með ónýtan fatnað eða textíl geta því komið með hann til okkar þar sem við gefum honum nýtt líf, og er markmiðið að tæta eða brjóta textílinn niður þannig að úr verði nýtt þæft efni sem hægt er að nýta í að búa til eitthvað nýtt.“ Hugmyndin að Flöff varð til á þráðaþoni KLAKS þar sem Flöff hugmyndin sigraði. Á mynd má sjá Flöff teymið, aftari röð fv.: Ólöf Jóhannsdóttir, Sigríður Tryggvadóttir og Ragnheiður. Fremri röð fv: Sæunn Kjartansdóttir og Margrét Guttormsdóttir. Sjokkerandi stórt vandamál Til viðbótar við að vera textílhönnuður er Ragnheiður grafískur hönnuður. Ragnheiður starfar hjá markaðsdeild Origo og það má segja að starfið þar, hafi leitt hana í þá vegferð sem Flöff hefur verið á síðasta árið. Því Origo er einn af eigendum KLAK og fljótlega eftir að Ragnheiður fór að vinna hjá Origo, fór hún að fylgjast enn betur með því sem KLAK er að gera. „Þegar KLAK auglýsti síðan þráðaþon ákvað ég að slá til og fara með vinkonu minni, Margréti Katrínu, en við vorum saman í textílnáminu“ segir Ragnheiður. „Þetta þráðaþon var haldið hjá KLAK einmitt vegna þess að vandamálin sem eru að hrannast upp í heiminum út af öllum þessum textíl er eitthvað sem brýn nauðsyn er að fara að leysa úr með einhverjum hætti. Hugmyndin okkar bar sigur úr býtum í Þráðaþoninu sem var mjög hvetjandi fyrir framhaldið,“ segir Ragnheiður og útskýrir að þótt allt muni ganga upp hjá Flöff þannig að sú starfsemi kæmist á fullt flug, væri það þó alltaf bara ein lausnin sem þyrfti til af mörgum. „Því magnið af textíl sem þarf að farga er svo mikið. Textíl er safnað saman hjá aðilum eins og Sorpu og Íslenska gámafélaginu og síðan fluttur með skipum til útlanda í brennslu með tilheyrandi kolefnisspori.“ Ragnheiður segist fyrst hafa fengið ákveðið sjokk yfir því hversu mikið fataiðnaðurinn mengar þegar hún var í textílhönnunarnáminu árið 2018. „Því þá var mikið verið að fara yfir það hver umhverfisáhrifin geta verið af þessum iðnaði. Og þegar þú ferð að hugsa um vinnuna og umhverfisáhrifin sem liggja til dæmis á bakvið gerð eins stuttermabols, sem þó má ekki kosta meira en örfáa þúsund karla; hversu mikið kolefnisspor er hann að skilja eftir sig?“ spyr Ragnheiður en svarar spurningunni um leið: Það er að minnsta kosti töluvert meira sem bolurinn er að kosta heiminn en verðið sem hann er seldur á.“ Það sem Ragnheiði og stelpunum í Flöff fannst afar merkilegt að heyra á þráðaþoninu voru þau vandamál sem fyrirtæki voru að segja að þau væru að glíma við. „Þarna komu stórir aðilar eins og frá Landspítalanum og Ikea, sem eru góð dæmi um vinnustaði með merktan starfsmannafatnað og textíl. Þennan fatnað er ekki hægt að koma í endursölu hjá Rauða krossinum eða gefa þar sem hann er merktur. Oft er þetta götóttur eða slitinn textíll sem er orðinn ónýtur eða þá að þetta er fatnaður sem er ónýttur, en ekki hægt að gera neitt við vegna þess að hann er merktur.“ Til viðbótar mætti síðan fulltrúi frá Rauða krossinum sem einfaldlega fór yfir það hversu mikið magn af textíl verið er að henda daglega. „Og þá hugsaði maður bara: Guð minn góður, hvað á að gera við allan þennan textíl? Enda eru fréttirnar að segja okkur að fólk er að panta vörur frá til dæmis Kína fyrir marga milljarða á seinasta ári. Fólk bara kaupir og kaupir og ljóst að það er ekki að ganga að ætla að varpa ábyrgðinni yfir á neytendur og segja bara: Allir eiga að kaupa minna, það er einfaldlega ekki að gerast.“ Ragnheiður segir að það sé hægt að búa til mjög margt úr þæfðu efni eins og Flöff ætlar að framleiða, því þæft efni sé svo slitsterkt. Sem dæmi nefnir hún húsgögn, innréttingar og smávörur. Flöff hefur nú þegar fengið styrki sem gerir félaginu kleift að kaupa vélar til að tæta niður efni. Hægt að nýta í svo margt Á þráðaþoninu kynntust Ragnheiður og Margrét öðrum þremur konum sem voru með svipaðar hugmyndir og þær um lausnir; Ólöfu Sigríði, Sæunni og Sigríði. Úr varð Flöff, sem tók meðal annars þátt í Gullegginu í fyrra, hefur fengið styrki frá Atvinnumálum kvenna, Hönnunarsjóði og núna nýlega fengu þær styrk úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka. „Núna er staðan þannig að við erum komin með fjármagn sem kemur okkur vel af stað í þessu verkefni„ segir Ragnheiður sem segir þó marga aðila hafa komið að verkefninu líka með góðum stuðning. ,,Við höfum til dæmis fengið ómetanlegan stuðning frá bæði Sorpu og Íslenska gámafélaginu sem ætla að hjálpa okkur af stað þangað til við komumst í að kaupa vélar og hefja framleiðslu. Þeir eru auðvitað sérfræðingar í endurvinnslulínum og vélum og því ómetanlegt að nýta þeirra þekkingu og starfsemi. Síðan höfum við byrjað að vinna fyrir fyrirtæki eins og til dæmis Eldingu og DHL sem verið að fá okkur til að endurskapa nýja hluti úr ónothæfum textíl frá þeim.“ Textíl er að finna alls staðar í umhverfi okkur og gegnir mikilvægu hlutverki í okkar daglega lífi. Þæft efni, eins og við ætlum okkur að framleiða, er einstaklega slitsterkt og hentar því í ýmislegt, allt frá nytsamlegri smávöru í húsgögn og innréttingar. Við höfum ekki hafið framleiðslu á þæfðu efni þar sem tækjabúnaðurinn hefur ekki verið til staðar, en við höfum gert fjöldan allan af prótótýpum." Til að minnka kolefnissporið, skiptir líka máli að vinna að lausnum í nærumhverfinu. „Okkar sýn er að Flöff komi í raun í staðinn fyrir allan útflutninginn. Þannig að textíl sé frekar verið að tæta niður og endurvinna á Íslandi. Þannig þarf hringrásin í raun að verða á úrganginum.“ Ragnheiður segist upplifa mikinn áhuga hjá íslenskum fyrirtækjum. „Íslensk fyrirtæki vilja mörg hver bera ábyrgð á sínum úrgangi og eru spennt fyrir svona samstarfi eins og okkar. Að það sé þá verið að búa eitthvað til úr úrganginum sem þau fá til baka. Mér hefur meira að segja fundist margir hafa mjög sterkar skoðanir á því hvað þeir vilja fá.“ Flöff sér í dag um allan saumaskapinn en í framtíðinni standa vonir til þess að aðrir hönnuðir myndu sækjast í endurunna textílinn úr endurvinnslustöðvum Flöff. Flöff hefur tekið þátt í viðskiptahraðlinum Hringiðu og í fyrra var Flöff valið vinsælasta teymið á Gullegginu. Ragnheiður segir mörg íslensk fyrirtæki í vandræðum með textíl og ónýtan eða ónýttan fatnað, sem fyrirtæki hafa áhuga á að koma í hringrás. Flöff er ein lausnin sem verið er að vinna að, en meira þarf að koma til því svo stór er vandinn á heimsvísu. Sterkt teymi Eins og gengur og gerist hjá frumkvöðlum eru fyrstu æviár fyrirtækis í nýsköpun oft heilmikið púsluspil. Ragnheiður er til dæmis ófrísk af sínu öðru barni en fyrir eiga hún og maðurinn hennar þrigga ára dóttir. „Eini tíminn sem hefur verið til að vinna í þessu er þá á kvöldin þegar hún er sofnuð,“ segir Ragnheiður og brosir. Flöff hefur nýtt sér þjónustu KLAK, sem Ragnheiður segir einfaldlega „sjúklega góða.“ „Þetta er eins og að vera í heilmiklu og góðu námi en allt ókeypis!“ segir Ragnheiður og vísar þar til þráðaþónsins, viðskiptahraðalsins Hringiðunnar sem Flöff-konurnar tóku líka þátt í og síðan Gullegginu. Hún segir styrkinn hjá Flöff þó felast í því að þær eru fimm saman. „Núna hef ég til dæmis lítinn tíma og litla orku til að vinna í málum Flöff og þá er vinnan að lenda á öðrum í hópnum. Síðan getur þetta breyst, ég haft meira svigrúm en einhver önnur og svo framvegis,“ segir Ragnheiður. Enda vitað mál að nýsköpun tekur alltaf sinn tíma. „Þráðaþonið var haldið um helgi og því viðráðanlegt fyrir okkur allar að mæta. En Hringiðan var haldin á virkum dögum og því skiptum við okkur niður til að mæta þangað,“ segir Ragnheiður og bætir við að Flöff var valið vinsælasta teymið á Gullegginu í fyrra. Að standa að nýsköpun kallar líka alltaf á töluverða vinnu; bara það að sækja um styrki felur í sér sitt. Svo ekki sé talað um vöruþróun og rannsóknir. „Framtíðarmarkmiðið okkar er auðvitað að hér verði svo mikið góðum og flottum endurunum textíl að aðrir markaðir myndu sækjast eftir því. Við erum því alveg að horfa á stærri markað. En sama hvað við myndum ná góðum árangri með Flöff er vandamálið svo stórt að það þarf miklu meira til fyrir fataiðnaðinn í heild sinni.“ Sérðu fyrir þér að einhverjar reglur þurfi að koma til í framtíðinni til að draga úr framleiðslu eða kaupum? „Já svo sannarlega vona ég að einhverjar reglur muni koma til. Því eins og staðan er í dag, er efnið sem fellur til sem úrgangur einfaldlega svo mikill að vandamálið er einfaldlega of stórt. En það verður spennandi að finna farveginn fyrir Flöff á Íslandi og þá fyrir þann markað sem fyrir er hér. Við erum að byrja á fyrirtækjamarkaði en seinna meir náum við vonandi að fara að þjónusta neytendur líka.“ Nýsköpun Sjálfbærni Umhverfismál Tengdar fréttir Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Það er gaman að taka spjallið við þá Sveinbjörn Traustason og Davíð Örn Ingimarsson, æskufélaga sem ákváðu að gerast frumkvöðlar og stofna fyrirtæki sem leigir útlendingum úlpur og annan útivistafatnað, gönguskó og útilegubúnað. 11. desember 2024 07:01 Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Það reyndist erfiðara fyrir Grace Achieng frá Keníu að fá gott starf við hæfi á Íslandi, en að vera uppgötvuð af Vogue fyrir íslensku fatalínuna sína, Gracelandic. 21. nóvember 2024 07:01 Gervigreind og tíska: Hafa nú þegar fengið 100 milljónir í styrki „Kerfið okkar nýtist öllum aðilum sem eru að selja fatnað á netinu. Það nýtist líka þeim sem nú þegar bjóða upp á að fólk geti „séð“ hvernig það mátast í flíkina,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir og vísar þar til „virtual fitting,“ sem sífellt fleiri eru að taka upp. 23. september 2024 07:02 „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið. Og þar gildir það sem almennt gildir um hörðustu samningana: Við tökum eitt ár í einu,“ segir Ragna Sara Jónsdóttir stofnandi fyrirtækisins FÓLK og hlær. 23. október 2024 07:02 Ástin laðar að: Lúpínugallabuxur markmið næsta árs „Ég hafði ekki hugmynd um hvað það væri langt á milli Blönduós og Skaftafells. Tók rútuna frá Blönduósi til Reykjavíkur og hann sótti mig þangað, búinn að keyra alla leið frá Skaftafelli til Reykjavíkur að sækja mig,“ segir Alice Sowa og hlær. 18. júlí 2024 07:01 Mest lesið Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Sjá meira
Ragnheiður segir konur sem unnið hafa með textíl þó ekki hafa fengið nægt pláss í íslenskri listasögu. „Sagan hefur til dæmis gert karlkynsmálurum hátt undir höfði fyrir þeirra list en textílkonurnar sem svo sannarlega hönnuðu mikla list og merkilegt handverk hér á árum áður, hefur ekki verið sýnd sama virðing. Textíllinn hefur verið meira álitið sem áhugamál.“ En nú eru svo sem breyttir tímar síðan þá. Og af sem áður var; þegar hver flík var nýtt til hins ítrasta. Því svo mikil fataframleiðsla er í heiminum að textíliðnaðarinn kostar heiminn meira kolefnisspor en flug- og skipaflutningar samanlagt. Og það eru fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta. Því mörg fyrirtæki eru með merkta starfsmannabúninga eða annarskonar textílúrgang sem þeir vita síðan ekkert hvað þeir eiga að gera við en vilja reyna að koma í einhvers konar hringrás,“ segir Ragnheiður og bætir við: „Til að byrja með er það helst þessi hópur sem við erum að þróa nýja lausn fyrir. Fyrirtæki sem eru með ónýtan fatnað eða textíl geta því komið með hann til okkar þar sem við gefum honum nýtt líf, og er markmiðið að tæta eða brjóta textílinn niður þannig að úr verði nýtt þæft efni sem hægt er að nýta í að búa til eitthvað nýtt.“ Hugmyndin að Flöff varð til á þráðaþoni KLAKS þar sem Flöff hugmyndin sigraði. Á mynd má sjá Flöff teymið, aftari röð fv.: Ólöf Jóhannsdóttir, Sigríður Tryggvadóttir og Ragnheiður. Fremri röð fv: Sæunn Kjartansdóttir og Margrét Guttormsdóttir. Sjokkerandi stórt vandamál Til viðbótar við að vera textílhönnuður er Ragnheiður grafískur hönnuður. Ragnheiður starfar hjá markaðsdeild Origo og það má segja að starfið þar, hafi leitt hana í þá vegferð sem Flöff hefur verið á síðasta árið. Því Origo er einn af eigendum KLAK og fljótlega eftir að Ragnheiður fór að vinna hjá Origo, fór hún að fylgjast enn betur með því sem KLAK er að gera. „Þegar KLAK auglýsti síðan þráðaþon ákvað ég að slá til og fara með vinkonu minni, Margréti Katrínu, en við vorum saman í textílnáminu“ segir Ragnheiður. „Þetta þráðaþon var haldið hjá KLAK einmitt vegna þess að vandamálin sem eru að hrannast upp í heiminum út af öllum þessum textíl er eitthvað sem brýn nauðsyn er að fara að leysa úr með einhverjum hætti. Hugmyndin okkar bar sigur úr býtum í Þráðaþoninu sem var mjög hvetjandi fyrir framhaldið,“ segir Ragnheiður og útskýrir að þótt allt muni ganga upp hjá Flöff þannig að sú starfsemi kæmist á fullt flug, væri það þó alltaf bara ein lausnin sem þyrfti til af mörgum. „Því magnið af textíl sem þarf að farga er svo mikið. Textíl er safnað saman hjá aðilum eins og Sorpu og Íslenska gámafélaginu og síðan fluttur með skipum til útlanda í brennslu með tilheyrandi kolefnisspori.“ Ragnheiður segist fyrst hafa fengið ákveðið sjokk yfir því hversu mikið fataiðnaðurinn mengar þegar hún var í textílhönnunarnáminu árið 2018. „Því þá var mikið verið að fara yfir það hver umhverfisáhrifin geta verið af þessum iðnaði. Og þegar þú ferð að hugsa um vinnuna og umhverfisáhrifin sem liggja til dæmis á bakvið gerð eins stuttermabols, sem þó má ekki kosta meira en örfáa þúsund karla; hversu mikið kolefnisspor er hann að skilja eftir sig?“ spyr Ragnheiður en svarar spurningunni um leið: Það er að minnsta kosti töluvert meira sem bolurinn er að kosta heiminn en verðið sem hann er seldur á.“ Það sem Ragnheiði og stelpunum í Flöff fannst afar merkilegt að heyra á þráðaþoninu voru þau vandamál sem fyrirtæki voru að segja að þau væru að glíma við. „Þarna komu stórir aðilar eins og frá Landspítalanum og Ikea, sem eru góð dæmi um vinnustaði með merktan starfsmannafatnað og textíl. Þennan fatnað er ekki hægt að koma í endursölu hjá Rauða krossinum eða gefa þar sem hann er merktur. Oft er þetta götóttur eða slitinn textíll sem er orðinn ónýtur eða þá að þetta er fatnaður sem er ónýttur, en ekki hægt að gera neitt við vegna þess að hann er merktur.“ Til viðbótar mætti síðan fulltrúi frá Rauða krossinum sem einfaldlega fór yfir það hversu mikið magn af textíl verið er að henda daglega. „Og þá hugsaði maður bara: Guð minn góður, hvað á að gera við allan þennan textíl? Enda eru fréttirnar að segja okkur að fólk er að panta vörur frá til dæmis Kína fyrir marga milljarða á seinasta ári. Fólk bara kaupir og kaupir og ljóst að það er ekki að ganga að ætla að varpa ábyrgðinni yfir á neytendur og segja bara: Allir eiga að kaupa minna, það er einfaldlega ekki að gerast.“ Ragnheiður segir að það sé hægt að búa til mjög margt úr þæfðu efni eins og Flöff ætlar að framleiða, því þæft efni sé svo slitsterkt. Sem dæmi nefnir hún húsgögn, innréttingar og smávörur. Flöff hefur nú þegar fengið styrki sem gerir félaginu kleift að kaupa vélar til að tæta niður efni. Hægt að nýta í svo margt Á þráðaþoninu kynntust Ragnheiður og Margrét öðrum þremur konum sem voru með svipaðar hugmyndir og þær um lausnir; Ólöfu Sigríði, Sæunni og Sigríði. Úr varð Flöff, sem tók meðal annars þátt í Gullegginu í fyrra, hefur fengið styrki frá Atvinnumálum kvenna, Hönnunarsjóði og núna nýlega fengu þær styrk úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka. „Núna er staðan þannig að við erum komin með fjármagn sem kemur okkur vel af stað í þessu verkefni„ segir Ragnheiður sem segir þó marga aðila hafa komið að verkefninu líka með góðum stuðning. ,,Við höfum til dæmis fengið ómetanlegan stuðning frá bæði Sorpu og Íslenska gámafélaginu sem ætla að hjálpa okkur af stað þangað til við komumst í að kaupa vélar og hefja framleiðslu. Þeir eru auðvitað sérfræðingar í endurvinnslulínum og vélum og því ómetanlegt að nýta þeirra þekkingu og starfsemi. Síðan höfum við byrjað að vinna fyrir fyrirtæki eins og til dæmis Eldingu og DHL sem verið að fá okkur til að endurskapa nýja hluti úr ónothæfum textíl frá þeim.“ Textíl er að finna alls staðar í umhverfi okkur og gegnir mikilvægu hlutverki í okkar daglega lífi. Þæft efni, eins og við ætlum okkur að framleiða, er einstaklega slitsterkt og hentar því í ýmislegt, allt frá nytsamlegri smávöru í húsgögn og innréttingar. Við höfum ekki hafið framleiðslu á þæfðu efni þar sem tækjabúnaðurinn hefur ekki verið til staðar, en við höfum gert fjöldan allan af prótótýpum." Til að minnka kolefnissporið, skiptir líka máli að vinna að lausnum í nærumhverfinu. „Okkar sýn er að Flöff komi í raun í staðinn fyrir allan útflutninginn. Þannig að textíl sé frekar verið að tæta niður og endurvinna á Íslandi. Þannig þarf hringrásin í raun að verða á úrganginum.“ Ragnheiður segist upplifa mikinn áhuga hjá íslenskum fyrirtækjum. „Íslensk fyrirtæki vilja mörg hver bera ábyrgð á sínum úrgangi og eru spennt fyrir svona samstarfi eins og okkar. Að það sé þá verið að búa eitthvað til úr úrganginum sem þau fá til baka. Mér hefur meira að segja fundist margir hafa mjög sterkar skoðanir á því hvað þeir vilja fá.“ Flöff sér í dag um allan saumaskapinn en í framtíðinni standa vonir til þess að aðrir hönnuðir myndu sækjast í endurunna textílinn úr endurvinnslustöðvum Flöff. Flöff hefur tekið þátt í viðskiptahraðlinum Hringiðu og í fyrra var Flöff valið vinsælasta teymið á Gullegginu. Ragnheiður segir mörg íslensk fyrirtæki í vandræðum með textíl og ónýtan eða ónýttan fatnað, sem fyrirtæki hafa áhuga á að koma í hringrás. Flöff er ein lausnin sem verið er að vinna að, en meira þarf að koma til því svo stór er vandinn á heimsvísu. Sterkt teymi Eins og gengur og gerist hjá frumkvöðlum eru fyrstu æviár fyrirtækis í nýsköpun oft heilmikið púsluspil. Ragnheiður er til dæmis ófrísk af sínu öðru barni en fyrir eiga hún og maðurinn hennar þrigga ára dóttir. „Eini tíminn sem hefur verið til að vinna í þessu er þá á kvöldin þegar hún er sofnuð,“ segir Ragnheiður og brosir. Flöff hefur nýtt sér þjónustu KLAK, sem Ragnheiður segir einfaldlega „sjúklega góða.“ „Þetta er eins og að vera í heilmiklu og góðu námi en allt ókeypis!“ segir Ragnheiður og vísar þar til þráðaþónsins, viðskiptahraðalsins Hringiðunnar sem Flöff-konurnar tóku líka þátt í og síðan Gullegginu. Hún segir styrkinn hjá Flöff þó felast í því að þær eru fimm saman. „Núna hef ég til dæmis lítinn tíma og litla orku til að vinna í málum Flöff og þá er vinnan að lenda á öðrum í hópnum. Síðan getur þetta breyst, ég haft meira svigrúm en einhver önnur og svo framvegis,“ segir Ragnheiður. Enda vitað mál að nýsköpun tekur alltaf sinn tíma. „Þráðaþonið var haldið um helgi og því viðráðanlegt fyrir okkur allar að mæta. En Hringiðan var haldin á virkum dögum og því skiptum við okkur niður til að mæta þangað,“ segir Ragnheiður og bætir við að Flöff var valið vinsælasta teymið á Gullegginu í fyrra. Að standa að nýsköpun kallar líka alltaf á töluverða vinnu; bara það að sækja um styrki felur í sér sitt. Svo ekki sé talað um vöruþróun og rannsóknir. „Framtíðarmarkmiðið okkar er auðvitað að hér verði svo mikið góðum og flottum endurunum textíl að aðrir markaðir myndu sækjast eftir því. Við erum því alveg að horfa á stærri markað. En sama hvað við myndum ná góðum árangri með Flöff er vandamálið svo stórt að það þarf miklu meira til fyrir fataiðnaðinn í heild sinni.“ Sérðu fyrir þér að einhverjar reglur þurfi að koma til í framtíðinni til að draga úr framleiðslu eða kaupum? „Já svo sannarlega vona ég að einhverjar reglur muni koma til. Því eins og staðan er í dag, er efnið sem fellur til sem úrgangur einfaldlega svo mikill að vandamálið er einfaldlega of stórt. En það verður spennandi að finna farveginn fyrir Flöff á Íslandi og þá fyrir þann markað sem fyrir er hér. Við erum að byrja á fyrirtækjamarkaði en seinna meir náum við vonandi að fara að þjónusta neytendur líka.“
Nýsköpun Sjálfbærni Umhverfismál Tengdar fréttir Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Það er gaman að taka spjallið við þá Sveinbjörn Traustason og Davíð Örn Ingimarsson, æskufélaga sem ákváðu að gerast frumkvöðlar og stofna fyrirtæki sem leigir útlendingum úlpur og annan útivistafatnað, gönguskó og útilegubúnað. 11. desember 2024 07:01 Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Það reyndist erfiðara fyrir Grace Achieng frá Keníu að fá gott starf við hæfi á Íslandi, en að vera uppgötvuð af Vogue fyrir íslensku fatalínuna sína, Gracelandic. 21. nóvember 2024 07:01 Gervigreind og tíska: Hafa nú þegar fengið 100 milljónir í styrki „Kerfið okkar nýtist öllum aðilum sem eru að selja fatnað á netinu. Það nýtist líka þeim sem nú þegar bjóða upp á að fólk geti „séð“ hvernig það mátast í flíkina,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir og vísar þar til „virtual fitting,“ sem sífellt fleiri eru að taka upp. 23. september 2024 07:02 „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið. Og þar gildir það sem almennt gildir um hörðustu samningana: Við tökum eitt ár í einu,“ segir Ragna Sara Jónsdóttir stofnandi fyrirtækisins FÓLK og hlær. 23. október 2024 07:02 Ástin laðar að: Lúpínugallabuxur markmið næsta árs „Ég hafði ekki hugmynd um hvað það væri langt á milli Blönduós og Skaftafells. Tók rútuna frá Blönduósi til Reykjavíkur og hann sótti mig þangað, búinn að keyra alla leið frá Skaftafelli til Reykjavíkur að sækja mig,“ segir Alice Sowa og hlær. 18. júlí 2024 07:01 Mest lesið Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Sjá meira
Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Það er gaman að taka spjallið við þá Sveinbjörn Traustason og Davíð Örn Ingimarsson, æskufélaga sem ákváðu að gerast frumkvöðlar og stofna fyrirtæki sem leigir útlendingum úlpur og annan útivistafatnað, gönguskó og útilegubúnað. 11. desember 2024 07:01
Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Það reyndist erfiðara fyrir Grace Achieng frá Keníu að fá gott starf við hæfi á Íslandi, en að vera uppgötvuð af Vogue fyrir íslensku fatalínuna sína, Gracelandic. 21. nóvember 2024 07:01
Gervigreind og tíska: Hafa nú þegar fengið 100 milljónir í styrki „Kerfið okkar nýtist öllum aðilum sem eru að selja fatnað á netinu. Það nýtist líka þeim sem nú þegar bjóða upp á að fólk geti „séð“ hvernig það mátast í flíkina,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir og vísar þar til „virtual fitting,“ sem sífellt fleiri eru að taka upp. 23. september 2024 07:02
„Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið. Og þar gildir það sem almennt gildir um hörðustu samningana: Við tökum eitt ár í einu,“ segir Ragna Sara Jónsdóttir stofnandi fyrirtækisins FÓLK og hlær. 23. október 2024 07:02
Ástin laðar að: Lúpínugallabuxur markmið næsta árs „Ég hafði ekki hugmynd um hvað það væri langt á milli Blönduós og Skaftafells. Tók rútuna frá Blönduósi til Reykjavíkur og hann sótti mig þangað, búinn að keyra alla leið frá Skaftafelli til Reykjavíkur að sækja mig,“ segir Alice Sowa og hlær. 18. júlí 2024 07:01