Albert og fé­lagar stálu stigi af Juventus

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Fiorentina í dag.
Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Fiorentina í dag. Valerio Pennicino/Getty Images

Albert Guðmundsson og félagar hans í Fiorentina nældu í stig er liðið heimsótti Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Albert var í byrjunarliði gestanna í dag, en var tekinn af velli eftir um klukkutíma leik. Þá hafði Khephren Thuram komið Juventus í forystu í tvígang og Moise Kean jafnað einu sinni fyrir Fiorentina og staðan því 2-1, Juventus í vil.

Lengi vel leit út fyrir að Juventus myndi taka stigin þrjú, en Riccardo Sottil reyndist hetja Fiorentina þegar hann jafnaði metin fyrir liðið á 87. mínútu og þar við sat.

Niðurstaðan því 2-2 jafntefli og liðin sitja enn jöfn að stigum í fimmta og sjötta sæti deildarinnar. Fiorentina situr í fimmta sæti með 32 stig og betri markatölu en Juventus, sem hefur gert heil 11 jafntefli í fyrstu 18 leikjunum sínum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira