Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2024 07:32 Cristiano Ronaldo dreymir um að eignast fótboltafélag í framtíðinni og Portúgalinn er farinn að tala um hvað hann myndi gera sem eigandi Manchester United. Getty/ Diogo Cardoso Cristiano Ronaldo þekkir vel til hjá Manchester United en Portúgalinn fór frá félaginu í desember 2022 og hefur spilað síðan í Sádi-Arabíu. Ronaldo segist gera sér vel grein fyrir því hvað sé vandamálið innandyra hjá United en hann notaði fiskabúr sem dæmi í útskýringum sínum á vandræðunum á Old Trafford. Portúgalanum Ruben Amorim hefur ekki tekist að snúa við gengi Manchester United síðan hann tók við af Erik ten Hag. Liðið er í fjórtánda sæti deildarinnar og hefur aðeins unnið fjóra af tíu leikjum undir hans stjórn. Stóra vandamálið er þó það að liðið er á rangri leið, því það hefur tapað þremur leikjum í röð og alls fimm af síðustu sjö leikjum. Knattspyrnustjórinn er þó ekki vandamálið á Old Trafford samkvæmt Ronaldo. Hann segir líka að hann gæti leyst vandamál félagsins ef hann væri eigandi Man. United. ESPN segir frá. „Enska úrvalsdeildin er sú erfiðasta í heimi. Öll liðin eru góð, öll liðin berjast, öll liðin hlaupa og allir leikmenn eru líkamlega sterkir. Fótboltinn er allt öðruvísi núna. Það er enginn auðveldur leikur lengur,“ sagði Ronaldo á Globe Soccer verðlaunahátíðinni. „Ég sagði þetta fyrir einu og hálfu ári síðan og held áfram að tala um þetta. Vandamálið er ekki þjálfararnir. Þetta er eins og með fiskabúr. Ef þú ert með veikan fisk í búrinu og tekur hann í burtu. Þá leysir þú vandann en svo setur hann aftur í fiskabúrið og allir veikjast aftur,“ sagði Ronaldo. „Þetta er sama vandamálið og hefur verið hjá Manchester United. Vandamálið er ekki alltaf þjálfarinn. Það er meira en það,“ sagði Ronaldo. „Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann. Ég myndi hafa þessa hluti á hreinu,“ sagði Ronaldo. Hann er ekki sjálfur þó þjálfaraefni því draumar hans liggja allt annars staðar. „Ég er ekki þjálfari og ég verð aldrei þjálfari. Forseti félags? Nei. Kannski verð ég eigandi félags,“ sagði Ronaldo. Enski boltinn Mest lesið Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Sló út uppáhaldsspilara sonar síns Sport Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Enski boltinn Dagskráin í dag: Undanúrslit í Ally Pally og Bónus-deildin hefst á ný Sport Fleiri fréttir Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Sjá meira
Portúgalanum Ruben Amorim hefur ekki tekist að snúa við gengi Manchester United síðan hann tók við af Erik ten Hag. Liðið er í fjórtánda sæti deildarinnar og hefur aðeins unnið fjóra af tíu leikjum undir hans stjórn. Stóra vandamálið er þó það að liðið er á rangri leið, því það hefur tapað þremur leikjum í röð og alls fimm af síðustu sjö leikjum. Knattspyrnustjórinn er þó ekki vandamálið á Old Trafford samkvæmt Ronaldo. Hann segir líka að hann gæti leyst vandamál félagsins ef hann væri eigandi Man. United. ESPN segir frá. „Enska úrvalsdeildin er sú erfiðasta í heimi. Öll liðin eru góð, öll liðin berjast, öll liðin hlaupa og allir leikmenn eru líkamlega sterkir. Fótboltinn er allt öðruvísi núna. Það er enginn auðveldur leikur lengur,“ sagði Ronaldo á Globe Soccer verðlaunahátíðinni. „Ég sagði þetta fyrir einu og hálfu ári síðan og held áfram að tala um þetta. Vandamálið er ekki þjálfararnir. Þetta er eins og með fiskabúr. Ef þú ert með veikan fisk í búrinu og tekur hann í burtu. Þá leysir þú vandann en svo setur hann aftur í fiskabúrið og allir veikjast aftur,“ sagði Ronaldo. „Þetta er sama vandamálið og hefur verið hjá Manchester United. Vandamálið er ekki alltaf þjálfarinn. Það er meira en það,“ sagði Ronaldo. „Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann. Ég myndi hafa þessa hluti á hreinu,“ sagði Ronaldo. Hann er ekki sjálfur þó þjálfaraefni því draumar hans liggja allt annars staðar. „Ég er ekki þjálfari og ég verð aldrei þjálfari. Forseti félags? Nei. Kannski verð ég eigandi félags,“ sagði Ronaldo.
Enski boltinn Mest lesið Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Sló út uppáhaldsspilara sonar síns Sport Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Enski boltinn Dagskráin í dag: Undanúrslit í Ally Pally og Bónus-deildin hefst á ný Sport Fleiri fréttir Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Sjá meira