Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2024 17:00 Ingibjörg tryggði Bröndby sigur. Marco Steinbrenner/Getty Images Það var nóg um að vera hjá íslensku knattspyrnufólki í hinum og þessum deildum í Evrópu. Í efstu deild kvenna í Danmörku mætti Íslendingalið Bröndby til Köge og mætti þar heimakonum í HB Köge. Fór það svo að gulklæddir gestirnir fóru heim með stigin þrjú þökk sé sigurmarki Ingibjargar Sigurðardóttur undir lok fyrri hálfleiks. Ingibjörg og Hafrún Rakel Halldórsdóttir voru báðar í byrjunarliði Bröndby og spiluðu allan leikinn í 1-0 sigri Bröndby sem er nú með 21 stig í 3. sæti, níu stigum minna en topplið Nordsjælland og Fortuna Hjörring. Í efstu deild kvenna á Ítalíu stóð Cecilía Rán Rúnarsdóttir vaktina í marki Inter þegar liðið lagði Lazio 1-0. Heimakonur í Inter komust yfir eftir hálftímaleik og var 1-0 yfir þegar gengið var til búningsherbergja. Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks fengu gestirnir vítaspyrnu. Megan Connolly fór á punktinn en Cecilía Rán gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu Connolly og sá þar með til þess að Inter hélt hreinu í leiknum og vann 1-0 sigur. Terminé : 🇮🇹 Inter Milan 1-0 Lazio 🇮🇹L'Inter Milan s'arrache pour remporter 3 points précieux qui lui permet de remonter sur le podium de Serie A ✅La Lazio a poussé en seconde mi-temps avec un poteau de Le Bihan et un penalty de Connoly stoppé par Rán Rúnarsdóttir mais doit… pic.twitter.com/6ouihHBjWE— Femmes Foot News 📰 (@femmesfootnews) November 10, 2024 Að loknum níu leikjum loknum er Inter með 18 stig, sjö stigum á eftir toppliði Juventus. Í Svíþjóð tapaði Brommapojkarna 2-1 fyrir Malmö á útivelli. Hlynur Freyr Karlsson lagði upp mark gestanna í leiknum. Wilmer Odefalk är kylig när han reducerar till 2-1 för BP precis innan halvtidsvilan! 🔴⚫ 📲 Se matchen på Max pic.twitter.com/7d4hq36xk4— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) November 10, 2024 Hlynur Freyr og félagar enda tímabilið í 10. sæti með 34 stig. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Danski boltinn Sænski boltinn Ítalski boltinn Tengdar fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby Sævar Atli Magnússon skoraði mark Lyngby og fiskaði víti undir lokin sem gaf liðinu jöfnunarmarkið og mikilvægt stig í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 10. nóvember 2024 14:59 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Í efstu deild kvenna í Danmörku mætti Íslendingalið Bröndby til Köge og mætti þar heimakonum í HB Köge. Fór það svo að gulklæddir gestirnir fóru heim með stigin þrjú þökk sé sigurmarki Ingibjargar Sigurðardóttur undir lok fyrri hálfleiks. Ingibjörg og Hafrún Rakel Halldórsdóttir voru báðar í byrjunarliði Bröndby og spiluðu allan leikinn í 1-0 sigri Bröndby sem er nú með 21 stig í 3. sæti, níu stigum minna en topplið Nordsjælland og Fortuna Hjörring. Í efstu deild kvenna á Ítalíu stóð Cecilía Rán Rúnarsdóttir vaktina í marki Inter þegar liðið lagði Lazio 1-0. Heimakonur í Inter komust yfir eftir hálftímaleik og var 1-0 yfir þegar gengið var til búningsherbergja. Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks fengu gestirnir vítaspyrnu. Megan Connolly fór á punktinn en Cecilía Rán gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu Connolly og sá þar með til þess að Inter hélt hreinu í leiknum og vann 1-0 sigur. Terminé : 🇮🇹 Inter Milan 1-0 Lazio 🇮🇹L'Inter Milan s'arrache pour remporter 3 points précieux qui lui permet de remonter sur le podium de Serie A ✅La Lazio a poussé en seconde mi-temps avec un poteau de Le Bihan et un penalty de Connoly stoppé par Rán Rúnarsdóttir mais doit… pic.twitter.com/6ouihHBjWE— Femmes Foot News 📰 (@femmesfootnews) November 10, 2024 Að loknum níu leikjum loknum er Inter með 18 stig, sjö stigum á eftir toppliði Juventus. Í Svíþjóð tapaði Brommapojkarna 2-1 fyrir Malmö á útivelli. Hlynur Freyr Karlsson lagði upp mark gestanna í leiknum. Wilmer Odefalk är kylig när han reducerar till 2-1 för BP precis innan halvtidsvilan! 🔴⚫ 📲 Se matchen på Max pic.twitter.com/7d4hq36xk4— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) November 10, 2024 Hlynur Freyr og félagar enda tímabilið í 10. sæti með 34 stig. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Danski boltinn Sænski boltinn Ítalski boltinn Tengdar fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby Sævar Atli Magnússon skoraði mark Lyngby og fiskaði víti undir lokin sem gaf liðinu jöfnunarmarkið og mikilvægt stig í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 10. nóvember 2024 14:59 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby Sævar Atli Magnússon skoraði mark Lyngby og fiskaði víti undir lokin sem gaf liðinu jöfnunarmarkið og mikilvægt stig í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 10. nóvember 2024 14:59