Enski boltinn

Totten­ham henti Man City úr keppni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Man City er úr leik.
Man City er úr leik. Chloe Knott/Getty Images

Tottenham Hotspur lagði Manchester City 2-1 í síðasta leik 16-liða úrslitum enska deildarbikarsins.

Þrátt fyrir að Pep Guardiola, þjálfari Man City, hafi gefið út að hann myndi spila „unglingaliðinu“ í deildarbikarnum þá voru mörg stór nöfn í liði liðsins í kvöld.

Heimamenn höfðu ekki áhyggjur af því en Timo Werner kom Tottenham yfir strax á 5. mínútu og Pape Matar Sarr bætti við öðru marki liðsins tuttugu mínútum síðar. Dejan Kulusevksi lagði upp bæði mörkin.

Matheus Nunes klóraði í bakkann fyrir Man City eftir sendingu Savinho undir lok fyrri hálfleiks og staðan 2-1 í hálfleik. Ekkert var skorað í síðari hálfleik og Tottenham er komið í 8-liða úrslit deildarbikarsins ásamt Liverpool, Manchester United, Crystal Palace, Newcastle United, Arsenal, Brentford og Southampton.


Tengdar fréttir

Man Utd örugg­lega áfram í fyrsta leik Nist­el­rooy sem þjálfara

Manchester United fékk Leicester City í heimsókn í 16-liða úrslitum deildarbikarsins. Um var að ræða fyrsta leik liðsins undir stjórn Ruud van Nistelrooy en hann tók við eftir að Erik ten Hag var látinn taka poka sinn. Nistelrooy byrjar vel en Rauðu djöflarnir unnu þægilegan 5-2 sigur í galopnum leik á Old Trafford.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×