Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. febrúar 2025 14:18 John Obi Mikel vann Meistaradeild Evrópu með Chelsea 2012. ap/Kirsty Wigglesworth Ummæli Jamies Carragher um Afríkukeppnina hafa mælst misvel fyrir. Meðal þeirra sem eru ósáttir við þau er Nígeríumaðurinn John Obi Mikel sem lék lengi með Chelsea. Á sunnudaginn sagði Carragher að það ynni gegn Mohamed Salah, leikmanni Liverpool, í baráttunni um einstaklingsverðlaun á borð við Gullboltann að hann keppti í Afríkukeppninni. Að mati Carraghers er hún ekki jafn stórt mót eins og EM, HM eða Suður-Ameríkukeppnin. Ýmis stór nöfn í fótboltaheiminum, menn á borð við Daniel Sturridge og Rio Ferdinand, hafa gagnrýnt Carragher fyrir ummæli hans um Afríkukeppnina. Nú hefur Mikel bæst í þann hóp og hann dró ekkert undan í hlaðvarpi sínu, The Obi One Podcast. „Það sem hann sagði var lítillækkandi og þetta kom frá einhverjum sem hefur aldrei unnið stórmót með enska landsliðinu,“ sagði Mikel. „Fullyrðing hans var röng. Ég vona að hann sjái að sér og biðjist afsökunar því hann skuldar fólki afsökunarbeiðni. Það var svo fávíst að vanvirða svona stórkostlega keppni. Ef þú heldur að enska úrvalsdeildin væri það sem hún er í dag með einungis enskum leikmönnum ertu að grínast.“ Mikel gaf svo enn frekar í og lét Carragher heyra það. „Glottið á smettinu á honum, þetta hrokafulla glott. Fólk er að reyna að leiðrétta þig en þú kemur fram og ræðst á bókstaflega alla og lítillækkar þessa frábæru keppni,“ sagði Mikel. „Maðurinn sem segir svo margt í sjónvarpinu hefur aldrei unnið ensku úrvalsdeildina, greinir lið og segir þeim að þú verðir að vinna deildina. Þú hefur aldrei unnið þetta, þú veist ekki hvað þarf til að vinna deildina eða stórmót. Þú getur ekki lítillækkað svona stórkostlega keppni. Fólk í Afríku deyr fyrir Afríkukeppnina. Ég er algjörlega brjálaður, algjörlega brjálaður.“ Mikel vann ensku úrvalsdeildina með Chelsea 2010 og 2015 og Afríkukeppnina með Nígeríu 2013. Þá vann hann brons á Ólympíuleikunum 2016. Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Sjá meira
Á sunnudaginn sagði Carragher að það ynni gegn Mohamed Salah, leikmanni Liverpool, í baráttunni um einstaklingsverðlaun á borð við Gullboltann að hann keppti í Afríkukeppninni. Að mati Carraghers er hún ekki jafn stórt mót eins og EM, HM eða Suður-Ameríkukeppnin. Ýmis stór nöfn í fótboltaheiminum, menn á borð við Daniel Sturridge og Rio Ferdinand, hafa gagnrýnt Carragher fyrir ummæli hans um Afríkukeppnina. Nú hefur Mikel bæst í þann hóp og hann dró ekkert undan í hlaðvarpi sínu, The Obi One Podcast. „Það sem hann sagði var lítillækkandi og þetta kom frá einhverjum sem hefur aldrei unnið stórmót með enska landsliðinu,“ sagði Mikel. „Fullyrðing hans var röng. Ég vona að hann sjái að sér og biðjist afsökunar því hann skuldar fólki afsökunarbeiðni. Það var svo fávíst að vanvirða svona stórkostlega keppni. Ef þú heldur að enska úrvalsdeildin væri það sem hún er í dag með einungis enskum leikmönnum ertu að grínast.“ Mikel gaf svo enn frekar í og lét Carragher heyra það. „Glottið á smettinu á honum, þetta hrokafulla glott. Fólk er að reyna að leiðrétta þig en þú kemur fram og ræðst á bókstaflega alla og lítillækkar þessa frábæru keppni,“ sagði Mikel. „Maðurinn sem segir svo margt í sjónvarpinu hefur aldrei unnið ensku úrvalsdeildina, greinir lið og segir þeim að þú verðir að vinna deildina. Þú hefur aldrei unnið þetta, þú veist ekki hvað þarf til að vinna deildina eða stórmót. Þú getur ekki lítillækkað svona stórkostlega keppni. Fólk í Afríku deyr fyrir Afríkukeppnina. Ég er algjörlega brjálaður, algjörlega brjálaður.“ Mikel vann ensku úrvalsdeildina með Chelsea 2010 og 2015 og Afríkukeppnina með Nígeríu 2013. Þá vann hann brons á Ólympíuleikunum 2016.
Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Sjá meira