Handbolti

Ís­lensku lands­liðs­mennirnir hvíldir eftir á­tökin í Meistara­deildinni í vikunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson sat á bekknum í kvöld en liðið var að spila á útivelli í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið.
Viktor Gísli Hallgrímsson sat á bekknum í kvöld en liðið var að spila á útivelli í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið. Vísir/Vilhelm

Íslensku landsliðsmennirnir Haukur Þrastarson og Viktor Gísli Hallgrímsson fengu báðir hvíld í kvöld þegar lið þeirra spiluðu í deildarkeppnum sínum.

Viktor Gísli sat á bekknum þegar Wisla Plock vann ellefu marka útisigur á Gwardia Opole, 33-22, í pólsku deildinni.

Pólverjinn Marcel Jastrzębski stóð í markinu hjá Wisla allan tímann og varði tólf skot.

Eftir þennan sigur þá er Wisla Plock í öðru sæti, einu stigi á eftir Kielce.

Viktor Gísli var í markinu í vikunni þegar Wisla Plock tapaði á móti danska félaginu Fredericia í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið.

Haukur var heldur ekki með þegar Dinamo Búkarest vann ellefu marka heimasigur á CSM Fagaras í rúmensku deildinni. Dinamo er á toppnum með átta stiga í átta leikjum.

Haukur skoraði sex mörk þegar Dinamo vann flottan fjögurra marka sigur á portúgalska félaginu Sporting Lissabon í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×