Handbolti

Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason klæddust ÍBV treyjunni út í Þýskalandi.
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason klæddust ÍBV treyjunni út í Þýskalandi. ÍBV handbolti

Handknattleiksfólkið Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason eru á leiðinni heim úr atvinnumennsku og hafa bæði samið  um að spila með ÍBV í Olís deildunum.

Sandra og Daníel eru par og eru líka nýbúin að eignast sitt fyrsta barn. Þau hafa skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV.

Bæði hafa leikið í Þýskalandi síðustu ár, Sandra með Tus Metzingen og Daníel með HBW Balingen-Weilstetten.

Einnig eiga þau bæði landsleiki fyrir Ísland en Daníel hefur leikið 39 A-landsleiki og Sandra 35 A-landsleiki.

Þetta er mikill liðstyrkur fyrir bæði karla- og kvennalið ÍBV sem eru byrjuð að safna liði fyrir komandi tímabil en tímabilinu er lokið hjá þeim báðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×