Snorri fagnar ákvörðun Arons: „Mér finnst þetta virðingarvert“ Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2024 14:45 Aron Pálmarsson er fyrirliði íslenska landsliðsins sem Snorri Steinn Guðjónsson stýrir. Samsett/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari fagnar því að Aron Pálmarsson sé aftur að fara að spila með liði í Meistaradeild Evrópu, og segir það lýsandi fyrir persónueinkenni landsliðsfyrirliðans. Aron, sem orðinn er 34 ára gamall, er genginn til liðs við Veszprém í Ungverjalandi, frá FH, og skrifaði hann undir samning sem gildir út næstu leiktíð. „Fyrir mig sem landsliðsþjálfara þá er þetta auðvitað jákvætt. Maður vill hafa sína leikmenn í sem bestum liðum, en að sama skapi að spila. Hann er fara í umhverfi sem er í heimsklassa. Hann þekkir þjálfarann og fullt af leikmönnum í liðinu,“ sagði Snorri á blaðamannafundi HSÍ í höfuðstöðvum Arion í Borgartúni í dag. Aron er á sínum stað í íslenska landsliðshópnum sem byrjar undankeppni EM 2026 á því að mæta Bosníu hér á landi 6. nóvember, og svo Georgíu í Tbilisi 10. nóvember. Hann ætti svo að vera kominn vel í gang með Veszprém þegar HM hefst í Króatíu í janúar. „Mér finnst þetta virðingarvert, að hann skuli á sínum tíma taka þá ákvörðun að flytja heim, út af alls konar hlutum, verða Íslandsmeistari með sínu uppeldisfélagi en hafa samt ennþá þetta hungur til að vilja fara út og kasta sér út í þann pakka. Þetta er örugglega ekkert auðvelt, að skilja við sitt uppeldisfélag á miðju tímabili, og þess vegna finnst mér þetta virðingarvert,“ sagði Snorri í dag. Hefði alveg getað valið önnur lið og farið auðvelda leið Landsliðsþjálfarinn sagði það sýna úr hverju Aron væri gerður, að hann veldi það að fara aftur til Veszprém eftir stormasaman viðskilnað árið 2017 þegar hann gekk í raðir Barcelona. „Mér finnst þetta lýsa karakter Arons vel. Að skilja allt eftir í reyk hjá Veszprém en vilja samt fara þangað aftur og klára óklárað verk, eins og hann orðaði það sjálfur. Hann hefði alveg getað valið einhver önnur lið sem voru líka á eftir honum, og farið auðvelda leið, en þetta finnst mér lýsa honum vel sem karakter.“ Landslið karla í handbolta Ungverski handboltinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Sjá meira
Aron, sem orðinn er 34 ára gamall, er genginn til liðs við Veszprém í Ungverjalandi, frá FH, og skrifaði hann undir samning sem gildir út næstu leiktíð. „Fyrir mig sem landsliðsþjálfara þá er þetta auðvitað jákvætt. Maður vill hafa sína leikmenn í sem bestum liðum, en að sama skapi að spila. Hann er fara í umhverfi sem er í heimsklassa. Hann þekkir þjálfarann og fullt af leikmönnum í liðinu,“ sagði Snorri á blaðamannafundi HSÍ í höfuðstöðvum Arion í Borgartúni í dag. Aron er á sínum stað í íslenska landsliðshópnum sem byrjar undankeppni EM 2026 á því að mæta Bosníu hér á landi 6. nóvember, og svo Georgíu í Tbilisi 10. nóvember. Hann ætti svo að vera kominn vel í gang með Veszprém þegar HM hefst í Króatíu í janúar. „Mér finnst þetta virðingarvert, að hann skuli á sínum tíma taka þá ákvörðun að flytja heim, út af alls konar hlutum, verða Íslandsmeistari með sínu uppeldisfélagi en hafa samt ennþá þetta hungur til að vilja fara út og kasta sér út í þann pakka. Þetta er örugglega ekkert auðvelt, að skilja við sitt uppeldisfélag á miðju tímabili, og þess vegna finnst mér þetta virðingarvert,“ sagði Snorri í dag. Hefði alveg getað valið önnur lið og farið auðvelda leið Landsliðsþjálfarinn sagði það sýna úr hverju Aron væri gerður, að hann veldi það að fara aftur til Veszprém eftir stormasaman viðskilnað árið 2017 þegar hann gekk í raðir Barcelona. „Mér finnst þetta lýsa karakter Arons vel. Að skilja allt eftir í reyk hjá Veszprém en vilja samt fara þangað aftur og klára óklárað verk, eins og hann orðaði það sjálfur. Hann hefði alveg getað valið einhver önnur lið sem voru líka á eftir honum, og farið auðvelda leið, en þetta finnst mér lýsa honum vel sem karakter.“
Landslið karla í handbolta Ungverski handboltinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti