Sýnir ólíkum skoðunum á komu Arons skilning: „Treysti Aroni hundrað prósent“ Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2024 11:04 Aron Pálmarsson er vanur að vera númer 4 en verður í treyju númer 44 hjá hinu sigursæla liði Veszprém. Veszprém Handball Spánverjinn Xavier Pascual, þjálfari handknattleiksliðs Veszprém, er í skýjunum með að hafa nú fengið Aron Pálmarsson aftur sem sinn lærisvein. Hann kveðst þó skilja að skoðanir stuðningsfólks Veszprém á endurkomu Arons geti verið mismunandi, eftir viðskilnaðinn 2017. Aron lék undir stjórn Pascual hjá Barcelona eftir að hafa farið þangað frá Veszprém árið 2017. Forráðamenn ungverska félagsins voru æfir út í Aron á þeim tíma og hótuðu málsókn, en nú er Aron mættur aftur til félagsins og gildir samningur hans við Veszprém fram til sumarsins 2026. „Ég vona að allir geti glaðst yfir þessu. Ég skil að skoðanir séu mismunandi en liðið þarf að vera í forgangi og ég er viss um að allir verði á endanum ánægðir með endurkomu hans til Veszprém,“ segir Pascual í myndbandi á vef Veszprém. Aron hafði verið leikmaður FH í rúmt ár en forráðamenn Veszprém leituðu til Hafnfirðinga þegar í ljós kom að Egyptinn Yehia El-Deraa gæti ekki spilað meira á tímabilinu vegna hnémeiðsla. „Ég er gríðarlega ánægður með komu Arons Pálmarssonar og þá staðreynd hve fljótt og greiðlega gekk að semja við bæði félagið hans og hann sjálfan. Við þökkum FH-ingum fyrir þeirra aðstoð,“ sagi Dr. Csaba Bartha, framkvæmdastjóri Veszprém. Aron öllum hnútum kunnugur Pascual segist hafa þurft að stækka sinn leikmannahóp og að það hafi verið snúið að finna leikmann í þeim gæðaflokki sem til þurfti, á þessum tíma. „Mér varð því hugsað til leikmanns sem að gæti hjálpað okkur, þekkir mitt upplegg og er leikmaður sem ég treysti fullkomlega. Þar að auki spilaði hann hér fyrir nokkrum árum. Og ég veit að tíma hans hérna síðast lauk ekki með besta hætti en í þessu tilviki tel ég að Aron gæti orðið stórkostlegur leikmaður fyrir okkur og hjálpað liðinu mikið,“ sagði Pascual, greinilega meðvitaður um hvernig viðskilnaður Arons var við Veszprém á sínum tíma. „Það getur verið erfitt að skilja svona aðstæður en við verðum að hugsa um velferð liðsins. Þess vegna er mikilvægt að fá mann sem skilur markmið liðsins, þekkir leikuppleggið og suma af leikmönnum liðsins eftir að hafa spilað með þeim. Ég tel þetta bestu lausnina og treysti Aroni hundrað prósent. Aron verður með sömu markmið og áður, og ég veit að hann er með í huga að vinna Meistaradeildina fyrir félagið. Það er eitt af markmiðunum sem við þurfum að stefna að. Ég er svo ánægður með að hann komi hingað, og ég vona að allir geti hjálpað honum og liðinu, líkt og í leiknum í gær,“ sagði Pascual og vísaði til framgöngu stuðningsmanna í 37-22 sigri á Eto-Szese í ungversku deildinni í gær. Sjálfur segist Aron, í myndbandskveðju sem félagið birtir, eiga óklárað verk fyrir höndum hjá Veszprém: „Núna hefur félagið gefið mér tækifæri til þess. Ég hef gríðarlegan metnað og geri allt til að ná þeim markmiðum sem fyrir okkur liggja. Ég geri mitt besta. Áfram Veszprém!“ Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Ungverski handboltinn Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira
Aron lék undir stjórn Pascual hjá Barcelona eftir að hafa farið þangað frá Veszprém árið 2017. Forráðamenn ungverska félagsins voru æfir út í Aron á þeim tíma og hótuðu málsókn, en nú er Aron mættur aftur til félagsins og gildir samningur hans við Veszprém fram til sumarsins 2026. „Ég vona að allir geti glaðst yfir þessu. Ég skil að skoðanir séu mismunandi en liðið þarf að vera í forgangi og ég er viss um að allir verði á endanum ánægðir með endurkomu hans til Veszprém,“ segir Pascual í myndbandi á vef Veszprém. Aron hafði verið leikmaður FH í rúmt ár en forráðamenn Veszprém leituðu til Hafnfirðinga þegar í ljós kom að Egyptinn Yehia El-Deraa gæti ekki spilað meira á tímabilinu vegna hnémeiðsla. „Ég er gríðarlega ánægður með komu Arons Pálmarssonar og þá staðreynd hve fljótt og greiðlega gekk að semja við bæði félagið hans og hann sjálfan. Við þökkum FH-ingum fyrir þeirra aðstoð,“ sagi Dr. Csaba Bartha, framkvæmdastjóri Veszprém. Aron öllum hnútum kunnugur Pascual segist hafa þurft að stækka sinn leikmannahóp og að það hafi verið snúið að finna leikmann í þeim gæðaflokki sem til þurfti, á þessum tíma. „Mér varð því hugsað til leikmanns sem að gæti hjálpað okkur, þekkir mitt upplegg og er leikmaður sem ég treysti fullkomlega. Þar að auki spilaði hann hér fyrir nokkrum árum. Og ég veit að tíma hans hérna síðast lauk ekki með besta hætti en í þessu tilviki tel ég að Aron gæti orðið stórkostlegur leikmaður fyrir okkur og hjálpað liðinu mikið,“ sagði Pascual, greinilega meðvitaður um hvernig viðskilnaður Arons var við Veszprém á sínum tíma. „Það getur verið erfitt að skilja svona aðstæður en við verðum að hugsa um velferð liðsins. Þess vegna er mikilvægt að fá mann sem skilur markmið liðsins, þekkir leikuppleggið og suma af leikmönnum liðsins eftir að hafa spilað með þeim. Ég tel þetta bestu lausnina og treysti Aroni hundrað prósent. Aron verður með sömu markmið og áður, og ég veit að hann er með í huga að vinna Meistaradeildina fyrir félagið. Það er eitt af markmiðunum sem við þurfum að stefna að. Ég er svo ánægður með að hann komi hingað, og ég vona að allir geti hjálpað honum og liðinu, líkt og í leiknum í gær,“ sagði Pascual og vísaði til framgöngu stuðningsmanna í 37-22 sigri á Eto-Szese í ungversku deildinni í gær. Sjálfur segist Aron, í myndbandskveðju sem félagið birtir, eiga óklárað verk fyrir höndum hjá Veszprém: „Núna hefur félagið gefið mér tækifæri til þess. Ég hef gríðarlegan metnað og geri allt til að ná þeim markmiðum sem fyrir okkur liggja. Ég geri mitt besta. Áfram Veszprém!“
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Ungverski handboltinn Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira