FH átti erfitt uppdráttar án lykilleikmanna Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. október 2024 18:32 Birgir Már Birgisson spilaði vel og skoraði 4 mörk. vísir / pawel Evrópudeild karla í handbolta er hafin. FH tapaði 37-30 ytra gegn franska félaginu Fenix Toulouse í fyrsta leik. FH var án fyrirliðans Arons Pálmasonar, sem er frá vegna meiðsla, líkt og Ólafur Gústafsson sem ferðaðist heldur ekki út með liðinu. Ásbjörn Friðriksson og Ágúst Birgisson gengu þá ekki alveg heilir til skógar. FH-ingar voru því án margra lykilmanna en byrjuðu leikinn þrátt fyrir það ágætlega og héldu heimaliðinu skammt frá sér í fyrri hálfleik, en voru alltaf að elta og eyddu mikilli orku. Fljótlega í seinni hálfleik tóku heimamenn fjögurra marka forystu sem hélst lengi vel. Undir lokin, þegar sigurinn var ekki lengur í sjónmáli, lagði FH árar í bát og forystan stækkaði enn meira. Sjö marka tap varð niðurstaðan að endingu. FH og Toulouse eru í H-riðli, ásamt þýska liðinu Gummersbach og sænska liðinu Savehof. Leik þeirra lauk 37-35 sigri heimaliðsins Gummersbach, sem var við völd lengst af í leiknum en gestirnir gerðu góða atlögu til að stela sigrinum undir lokin. Línumaðurinn Elliði Snær Viðarsson var markahæstur í sigurliðinu og setti 7 mörk úr 9 skotum. Teitur Örn Einarsson er einnig leikmaður Gummersbach en tók ekki þátt í leiknum. Tókust á úti í horni Einnig mættust Stiven Tobar Valencia, vinstri hornamaður Benfica í Portúgal, og Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður Kadetten Schaffhausen í Sviss. Leikur liðanna var æsispennandi og lauk með eins marks sigri Benfica, 26-25. Benfica byrjaði stórkostlega en heimamenn unnu sig inn í leikinn eftir því sem líða fór á. Um miðjan seinni hálfleik tókst þeim svo loks að jafna og síðustu fimmtán mínúturnar skiptust liðin á því að taka forystuna. Svo fór að lokum að Benfica setti sigurmarkið þegar tuttugu sekúndur voru eftir, Kadetten brunaði upp en tókst ekki að jafna. Óðinn Þór skoraði 6 mörk úr 9 skotum. Stiven Tobar skoraði eitt mark úr jafnmörgum skotum. Valur hefur einnig leik í Evrópudeildinni í kvöld og mætir n-makedónska liðinu Vardar Skopje. Leikur þeirra hefst klukkan 18:45. Evrópudeild karla í handbolta FH Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Sjá meira
FH var án fyrirliðans Arons Pálmasonar, sem er frá vegna meiðsla, líkt og Ólafur Gústafsson sem ferðaðist heldur ekki út með liðinu. Ásbjörn Friðriksson og Ágúst Birgisson gengu þá ekki alveg heilir til skógar. FH-ingar voru því án margra lykilmanna en byrjuðu leikinn þrátt fyrir það ágætlega og héldu heimaliðinu skammt frá sér í fyrri hálfleik, en voru alltaf að elta og eyddu mikilli orku. Fljótlega í seinni hálfleik tóku heimamenn fjögurra marka forystu sem hélst lengi vel. Undir lokin, þegar sigurinn var ekki lengur í sjónmáli, lagði FH árar í bát og forystan stækkaði enn meira. Sjö marka tap varð niðurstaðan að endingu. FH og Toulouse eru í H-riðli, ásamt þýska liðinu Gummersbach og sænska liðinu Savehof. Leik þeirra lauk 37-35 sigri heimaliðsins Gummersbach, sem var við völd lengst af í leiknum en gestirnir gerðu góða atlögu til að stela sigrinum undir lokin. Línumaðurinn Elliði Snær Viðarsson var markahæstur í sigurliðinu og setti 7 mörk úr 9 skotum. Teitur Örn Einarsson er einnig leikmaður Gummersbach en tók ekki þátt í leiknum. Tókust á úti í horni Einnig mættust Stiven Tobar Valencia, vinstri hornamaður Benfica í Portúgal, og Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður Kadetten Schaffhausen í Sviss. Leikur liðanna var æsispennandi og lauk með eins marks sigri Benfica, 26-25. Benfica byrjaði stórkostlega en heimamenn unnu sig inn í leikinn eftir því sem líða fór á. Um miðjan seinni hálfleik tókst þeim svo loks að jafna og síðustu fimmtán mínúturnar skiptust liðin á því að taka forystuna. Svo fór að lokum að Benfica setti sigurmarkið þegar tuttugu sekúndur voru eftir, Kadetten brunaði upp en tókst ekki að jafna. Óðinn Þór skoraði 6 mörk úr 9 skotum. Stiven Tobar skoraði eitt mark úr jafnmörgum skotum. Valur hefur einnig leik í Evrópudeildinni í kvöld og mætir n-makedónska liðinu Vardar Skopje. Leikur þeirra hefst klukkan 18:45.
Evrópudeild karla í handbolta FH Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða