Dásamar Albert og segir hann ráða hver taki vítin Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2024 08:33 Moise Kean hljóp strax til Alberts Guðmundssonar og fagnaði með honum eftir mark Alberts sem tryggði Fiorentina sigur í gær. Getty Albert Guðmundsson tryggði Fiorentina 2-1 sigur gegn stórveldi AC Milan með frábæru skoti, í ítölsku A-deildinni í fótbolta í gærkvöld. Hann tók hins vegar ekki víti Fiorentina í leiknum. Albert hafði skorað úr tveimur vítaspyrnum í fyrsta leik sínum fyrir Fiorentina og því mátti búast við að hann tæki víti sem Fiorentina fékk í fyrri hálfleik í gær. Þá spyrnu tók hins vegar Moise Kean, sem líkt og Albert var fenginn til Fiorentina í sumar, og var slök spyrna hans varin. Þess má geta að Milan fékk einnig víti í leiknum, og það tvö, en David de Gea varði báðar spyrnurnar. Öll helstu atvikin má sjá hér að neðan. Eftir leik var Raffaele Palladino, stjóri Fiorentina, spurður að því hvort ekki væri forgangslisti yfir það hver tæki vítin hjá liðinu. Kom þá í ljós að Albert hefði leyft Kean að taka spyrnuna. „Efstur er [Albert] Guðmundsson, og næstur er Kean. Albert var gjafmildur og gaf honum spyrnuna. Ég kann að meta það þegar hlutirnir eru gerðir í sátt og samlyndi. Þeir tveir grínuðust með þetta í búningsklefanum,“ sagði Palladino sem er afar ánægður með Íslendinginn í sínu liði. „Hann er meistari. Mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur en hann kom rétt fyrir lok félagaskiptagluggans og var að glíma við minni háttar vöðvameiðsli. Hann á því enn eftir að komast í sitt besta ástand en hann kann að spila fótbolta og fórna sér. Við erum ánægðir með hann, rétt eins og svona sigra,“ sagði Palladino samkvæmt Tutto Mercato Web. Kean: Skiljum hvorn annan fullkomlega Ljóst er að vonir standa til þess að Albert og Kean, sem áður lék með Juventus en var einnig hjá Everton og PSG, nái saman og búi til fjölda marka hjá Fiorentina. Kean kom boltanum á Albert í sigurmarkinu í gær, þó að Albert hafi átt langmestan heiður að því marki, og ítalski landsliðsmaðurinn talaði vel um Albert í viðtali í síðustu viku. „Hann er stórkostlegur leikmaður og við skiljum hvorn annan fullkomlega. Við erum með gott lið og núna erum við sífellt að læra betur hver á annan,“ sagði Kean eftir sigurinn gegn The New Saints í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn. Nú tekur við landsleikjahlé og næsti leikur Fiorentina er því ekki fyrr en 20. október, gegn Lecce. Albert er ekki í íslenska landsliðshópnum þar sem að hann bíður niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, vegna ákæru fyrir nauðgun. Ítalski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Albert hafði skorað úr tveimur vítaspyrnum í fyrsta leik sínum fyrir Fiorentina og því mátti búast við að hann tæki víti sem Fiorentina fékk í fyrri hálfleik í gær. Þá spyrnu tók hins vegar Moise Kean, sem líkt og Albert var fenginn til Fiorentina í sumar, og var slök spyrna hans varin. Þess má geta að Milan fékk einnig víti í leiknum, og það tvö, en David de Gea varði báðar spyrnurnar. Öll helstu atvikin má sjá hér að neðan. Eftir leik var Raffaele Palladino, stjóri Fiorentina, spurður að því hvort ekki væri forgangslisti yfir það hver tæki vítin hjá liðinu. Kom þá í ljós að Albert hefði leyft Kean að taka spyrnuna. „Efstur er [Albert] Guðmundsson, og næstur er Kean. Albert var gjafmildur og gaf honum spyrnuna. Ég kann að meta það þegar hlutirnir eru gerðir í sátt og samlyndi. Þeir tveir grínuðust með þetta í búningsklefanum,“ sagði Palladino sem er afar ánægður með Íslendinginn í sínu liði. „Hann er meistari. Mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur en hann kom rétt fyrir lok félagaskiptagluggans og var að glíma við minni háttar vöðvameiðsli. Hann á því enn eftir að komast í sitt besta ástand en hann kann að spila fótbolta og fórna sér. Við erum ánægðir með hann, rétt eins og svona sigra,“ sagði Palladino samkvæmt Tutto Mercato Web. Kean: Skiljum hvorn annan fullkomlega Ljóst er að vonir standa til þess að Albert og Kean, sem áður lék með Juventus en var einnig hjá Everton og PSG, nái saman og búi til fjölda marka hjá Fiorentina. Kean kom boltanum á Albert í sigurmarkinu í gær, þó að Albert hafi átt langmestan heiður að því marki, og ítalski landsliðsmaðurinn talaði vel um Albert í viðtali í síðustu viku. „Hann er stórkostlegur leikmaður og við skiljum hvorn annan fullkomlega. Við erum með gott lið og núna erum við sífellt að læra betur hver á annan,“ sagði Kean eftir sigurinn gegn The New Saints í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn. Nú tekur við landsleikjahlé og næsti leikur Fiorentina er því ekki fyrr en 20. október, gegn Lecce. Albert er ekki í íslenska landsliðshópnum þar sem að hann bíður niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, vegna ákæru fyrir nauðgun.
Ítalski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira