Dásamar Albert og segir hann ráða hver taki vítin Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2024 08:33 Moise Kean hljóp strax til Alberts Guðmundssonar og fagnaði með honum eftir mark Alberts sem tryggði Fiorentina sigur í gær. Getty Albert Guðmundsson tryggði Fiorentina 2-1 sigur gegn stórveldi AC Milan með frábæru skoti, í ítölsku A-deildinni í fótbolta í gærkvöld. Hann tók hins vegar ekki víti Fiorentina í leiknum. Albert hafði skorað úr tveimur vítaspyrnum í fyrsta leik sínum fyrir Fiorentina og því mátti búast við að hann tæki víti sem Fiorentina fékk í fyrri hálfleik í gær. Þá spyrnu tók hins vegar Moise Kean, sem líkt og Albert var fenginn til Fiorentina í sumar, og var slök spyrna hans varin. Þess má geta að Milan fékk einnig víti í leiknum, og það tvö, en David de Gea varði báðar spyrnurnar. Öll helstu atvikin má sjá hér að neðan. Eftir leik var Raffaele Palladino, stjóri Fiorentina, spurður að því hvort ekki væri forgangslisti yfir það hver tæki vítin hjá liðinu. Kom þá í ljós að Albert hefði leyft Kean að taka spyrnuna. „Efstur er [Albert] Guðmundsson, og næstur er Kean. Albert var gjafmildur og gaf honum spyrnuna. Ég kann að meta það þegar hlutirnir eru gerðir í sátt og samlyndi. Þeir tveir grínuðust með þetta í búningsklefanum,“ sagði Palladino sem er afar ánægður með Íslendinginn í sínu liði. „Hann er meistari. Mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur en hann kom rétt fyrir lok félagaskiptagluggans og var að glíma við minni háttar vöðvameiðsli. Hann á því enn eftir að komast í sitt besta ástand en hann kann að spila fótbolta og fórna sér. Við erum ánægðir með hann, rétt eins og svona sigra,“ sagði Palladino samkvæmt Tutto Mercato Web. Kean: Skiljum hvorn annan fullkomlega Ljóst er að vonir standa til þess að Albert og Kean, sem áður lék með Juventus en var einnig hjá Everton og PSG, nái saman og búi til fjölda marka hjá Fiorentina. Kean kom boltanum á Albert í sigurmarkinu í gær, þó að Albert hafi átt langmestan heiður að því marki, og ítalski landsliðsmaðurinn talaði vel um Albert í viðtali í síðustu viku. „Hann er stórkostlegur leikmaður og við skiljum hvorn annan fullkomlega. Við erum með gott lið og núna erum við sífellt að læra betur hver á annan,“ sagði Kean eftir sigurinn gegn The New Saints í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn. Nú tekur við landsleikjahlé og næsti leikur Fiorentina er því ekki fyrr en 20. október, gegn Lecce. Albert er ekki í íslenska landsliðshópnum þar sem að hann bíður niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, vegna ákæru fyrir nauðgun. Ítalski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Albert hafði skorað úr tveimur vítaspyrnum í fyrsta leik sínum fyrir Fiorentina og því mátti búast við að hann tæki víti sem Fiorentina fékk í fyrri hálfleik í gær. Þá spyrnu tók hins vegar Moise Kean, sem líkt og Albert var fenginn til Fiorentina í sumar, og var slök spyrna hans varin. Þess má geta að Milan fékk einnig víti í leiknum, og það tvö, en David de Gea varði báðar spyrnurnar. Öll helstu atvikin má sjá hér að neðan. Eftir leik var Raffaele Palladino, stjóri Fiorentina, spurður að því hvort ekki væri forgangslisti yfir það hver tæki vítin hjá liðinu. Kom þá í ljós að Albert hefði leyft Kean að taka spyrnuna. „Efstur er [Albert] Guðmundsson, og næstur er Kean. Albert var gjafmildur og gaf honum spyrnuna. Ég kann að meta það þegar hlutirnir eru gerðir í sátt og samlyndi. Þeir tveir grínuðust með þetta í búningsklefanum,“ sagði Palladino sem er afar ánægður með Íslendinginn í sínu liði. „Hann er meistari. Mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur en hann kom rétt fyrir lok félagaskiptagluggans og var að glíma við minni háttar vöðvameiðsli. Hann á því enn eftir að komast í sitt besta ástand en hann kann að spila fótbolta og fórna sér. Við erum ánægðir með hann, rétt eins og svona sigra,“ sagði Palladino samkvæmt Tutto Mercato Web. Kean: Skiljum hvorn annan fullkomlega Ljóst er að vonir standa til þess að Albert og Kean, sem áður lék með Juventus en var einnig hjá Everton og PSG, nái saman og búi til fjölda marka hjá Fiorentina. Kean kom boltanum á Albert í sigurmarkinu í gær, þó að Albert hafi átt langmestan heiður að því marki, og ítalski landsliðsmaðurinn talaði vel um Albert í viðtali í síðustu viku. „Hann er stórkostlegur leikmaður og við skiljum hvorn annan fullkomlega. Við erum með gott lið og núna erum við sífellt að læra betur hver á annan,“ sagði Kean eftir sigurinn gegn The New Saints í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn. Nú tekur við landsleikjahlé og næsti leikur Fiorentina er því ekki fyrr en 20. október, gegn Lecce. Albert er ekki í íslenska landsliðshópnum þar sem að hann bíður niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, vegna ákæru fyrir nauðgun.
Ítalski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira