Innlent

Leita tveggja vegna banaslyssins á Sæ­braut

Samúel Karl Ólason skrifar
Íslensk kona á fertugsaldri lést í umræddu slysi en hún var fótgangandi við gatnamót Sæbrautar, Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs.
Íslensk kona á fertugsaldri lést í umræddu slysi en hún var fótgangandi við gatnamót Sæbrautar, Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja ökumanna vegna banaslyssins á Sæbraut um síðustu helgi. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að nauðsynlega þurfi að ná tali af þeim vegna rannsóknarinnar á slysinu.

Íslensk kona á fertugsaldri lést í umræddu slysi en hún var fótgangandi við gatnamót Sæbrautar, Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Ökumaðurinn, sem var ungur karlmaður, er ekki talinn hafa verið undir áhrifum áfengis.

Sjá einnig: Mælirinn fullur vegna van­virðingar á slysstað

Annar ökumannanna sem lögregluþjónar vilja ná tali af ók hvítri Teslu og hinn ók ljósri smárútu. Báðum bílunum var ekið um gatnamótin í norðurátt, skömmu eftir miðnætti aðfaranótt síðasta sunnudags.

Þeir eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000.

Þá eru vitni að slysinu eða aðdraganda þess einnig bent á að hafa samband við lögregluna en einnig má koma ábendingum á framfæri með því að senda póst á abending@lrh.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×