Innlent

Ekið á ungan dreng á hlaupahjóli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hringtorgið þar sem áreksturinn varð.
Hringtorgið þar sem áreksturinn varð. Já.is

Bíl var ekið á ungan dreng á leið í skólann rétt fyrir klukkan átta í morgun. Hann var fluttur á slysadeild í sjúkrabíl. Meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Hann var á hlaupahjóli.

Mannlíf greindi fyrst frá slysinu. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu varð áreksturinn á hringtorgi á gatnamótum Úlfarsbrautar og Urðarbrunnar. Dalskóli er skammt frá hringtorginu.

Hildur Rún Björnsdóttir lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu segir að drengurinn hafi verið á hlaupahjóli sem keyrt er áfram af eigin afli. Hringtorgið sem um ræðir er því sem næst flatt sem þýðir að fólk er ekki þvingað til að aka hringinn heldur getur brunað í gegn.

„Við viljum endilega að þetta hringtorg verði skoðað upp á öryggisaðstæður,“ segir Hildur Rún í samtali við fréttastofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×