Leikmaður Viking kominn í leitirnar eða var hann aldrei týndur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2024 17:45 Djibril Diop á æfingu með Viking á meðan allt lék í lyndi hjá senegalska miðverðinum. @viking_fk Djibril Diop er fundinn og félagið hans Viking segir meira segja að hann hafi aldrei verið týndur. Staðarblaðið Stavanger Aftenblad sló því upp í dag að leikmaðurinn væri týndur en samkvæmt íþróttastjóra Víkings þá er engin dramatík í kringum þennan 25 ára varnarmann. Blaðamaður Stavanger Aftenblad spurði umræddan íþróttastjóra, sem heitir Erik Nevland, hvar Djibril Diop væri þegar hann sá leikmanninn ekki á æfingu hjá Viking. „Góð spurning. Við höfum ekki náð sambandi við hann,“ sagði Nevland þá við staðarblaðið. Stavanger Aftenblad gerði í kjölfarið frétt um að leikmaður Víkings væri hreinlega týndur. NRK segir frá. Eftir að þetta varð að fjölmiðlamáli í Noregi þá steig Nevland fram og útskýrði stöðuna betur. „Hann er kominn til baka núna. Ég hef ekki talað við hann af því að ég var á fundi. Hann var ekkert týndur. Það var engin dramatík í gangi hér. Við vissum hvar hann var. Hann mun hrista af sér vonbrigðin og ég býst við því að hann verði fljótt tilbúinn,“ sagði Nevland við TV2. Djibril Diop var ekki í hóp um helgina og var þar á undan ónotaður varamaður í fjórum leikjum í röð. Diop var byrjunarliðsmaður framan af tímabili en missti síðan stöðu sína í liðinu. Hann var síðan orðaður við lið í Frakklandi en ekkert varð af þeim skiptum. Það voru mikil vonbrigði fyrir Senegalann og eflaust aðalástæðan fyrir fjarveru hans. Aftenbladet: Overgang gikk i vasken – Viking får ikke tak i egen spiller https://t.co/evrop4FOwY— VG Sporten (@vgsporten) September 3, 2024 Norski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Staðarblaðið Stavanger Aftenblad sló því upp í dag að leikmaðurinn væri týndur en samkvæmt íþróttastjóra Víkings þá er engin dramatík í kringum þennan 25 ára varnarmann. Blaðamaður Stavanger Aftenblad spurði umræddan íþróttastjóra, sem heitir Erik Nevland, hvar Djibril Diop væri þegar hann sá leikmanninn ekki á æfingu hjá Viking. „Góð spurning. Við höfum ekki náð sambandi við hann,“ sagði Nevland þá við staðarblaðið. Stavanger Aftenblad gerði í kjölfarið frétt um að leikmaður Víkings væri hreinlega týndur. NRK segir frá. Eftir að þetta varð að fjölmiðlamáli í Noregi þá steig Nevland fram og útskýrði stöðuna betur. „Hann er kominn til baka núna. Ég hef ekki talað við hann af því að ég var á fundi. Hann var ekkert týndur. Það var engin dramatík í gangi hér. Við vissum hvar hann var. Hann mun hrista af sér vonbrigðin og ég býst við því að hann verði fljótt tilbúinn,“ sagði Nevland við TV2. Djibril Diop var ekki í hóp um helgina og var þar á undan ónotaður varamaður í fjórum leikjum í röð. Diop var byrjunarliðsmaður framan af tímabili en missti síðan stöðu sína í liðinu. Hann var síðan orðaður við lið í Frakklandi en ekkert varð af þeim skiptum. Það voru mikil vonbrigði fyrir Senegalann og eflaust aðalástæðan fyrir fjarveru hans. Aftenbladet: Overgang gikk i vasken – Viking får ikke tak i egen spiller https://t.co/evrop4FOwY— VG Sporten (@vgsporten) September 3, 2024
Norski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira