Fagnað um miðja nótt af þúsundum stuðningsmanna Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2024 09:33 Það er óhætt að segja að mikill áhugi sé á komu Victors Osimhen til Tyrklands. Getty/Islam Yakut Nígeríski fótboltamaðurinn Victor Osimhen lenti í Istanbúl um miðja nótt en það kom ekki í veg fyrir að þúsundir stuðningsmanna Galatasaray tækju á móti honum. Þegar þessi 25 ára gamli sóknarmaður lenti svo í Istanbúl voru þúsundir stuðningsmanna Galatasaray mættir til að taka á móti honum, þó að það væri klukkan þrjú um nótt. Þeir sungu með honum og kveiktu á blysum úti á götu, og ljóst að mikil eftirvænting ríkir eftir því að sjá Osimhen láta til sín taka með tyrknesku meisturunum. Galatasaray fans were on the streets of Istanbul at 4 a.m. to welcome Victor Osimhen 😳(via @yakupcinar, @ultrAslan) pic.twitter.com/4zlmpvlO0C— ESPN Africa (@ESPNAfrica) September 3, 2024 Osimhen virtist kominn í öngstræti eftir að hvorki enska félagið Chelsea né sádiarabíska félagið Al-Ahli gekk frá kaupum á honum fyrir lok félagaskiptaglugga. Á meðan hafði félagið hans, Napoli, sleppt því að skrá hann í leikmannahópinn fyrir keppni í ítölsku A-deildinni í vetur. Á skömmum tíma tókst hins vegar að ganga frá því að Osimhen færi að láni til Galatasaray, fram á næsta sumar, gegn því að tyrkneska félagið greiddi stærstan hluta launa hans á tímabilinu. 🚨🟡🔴 BREAKING: Victor Osimhen to Galatasaray, here we go! Deal done and all documents have been approved.Osimhen’s release clause will be €75m with Napoli option to extend until 2027.Loan move to Gala until June 2025, €9/10m salary covered.No buy option, no obligation. pic.twitter.com/Cc7lAYPPW6— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 2, 2024 Engin skuldbinding eða möguleiki á kaupum fylgir lánssamningnum og er Osimhen samningsbundinn Napoli til 2027, með klásúlu um að hægt sé að kaupa hann fyrir 75 milljónir evra. Osimhen hefur skorað 76 mörk í 133 leikjum fyrir Napoli og var í lykilhlutverki þegar liðið varð ítalskur meistari árið 2023, þegar hann skoraði 26 mörk. Hann skoraði hins vegar 15 mörk á síðustu leiktíð og Napoli hefur síðan fest kaup á belgíska framherjanum Romelu Lukaku fyrir 30 milljónir punda. Tyrkneski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Þegar þessi 25 ára gamli sóknarmaður lenti svo í Istanbúl voru þúsundir stuðningsmanna Galatasaray mættir til að taka á móti honum, þó að það væri klukkan þrjú um nótt. Þeir sungu með honum og kveiktu á blysum úti á götu, og ljóst að mikil eftirvænting ríkir eftir því að sjá Osimhen láta til sín taka með tyrknesku meisturunum. Galatasaray fans were on the streets of Istanbul at 4 a.m. to welcome Victor Osimhen 😳(via @yakupcinar, @ultrAslan) pic.twitter.com/4zlmpvlO0C— ESPN Africa (@ESPNAfrica) September 3, 2024 Osimhen virtist kominn í öngstræti eftir að hvorki enska félagið Chelsea né sádiarabíska félagið Al-Ahli gekk frá kaupum á honum fyrir lok félagaskiptaglugga. Á meðan hafði félagið hans, Napoli, sleppt því að skrá hann í leikmannahópinn fyrir keppni í ítölsku A-deildinni í vetur. Á skömmum tíma tókst hins vegar að ganga frá því að Osimhen færi að láni til Galatasaray, fram á næsta sumar, gegn því að tyrkneska félagið greiddi stærstan hluta launa hans á tímabilinu. 🚨🟡🔴 BREAKING: Victor Osimhen to Galatasaray, here we go! Deal done and all documents have been approved.Osimhen’s release clause will be €75m with Napoli option to extend until 2027.Loan move to Gala until June 2025, €9/10m salary covered.No buy option, no obligation. pic.twitter.com/Cc7lAYPPW6— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 2, 2024 Engin skuldbinding eða möguleiki á kaupum fylgir lánssamningnum og er Osimhen samningsbundinn Napoli til 2027, með klásúlu um að hægt sé að kaupa hann fyrir 75 milljónir evra. Osimhen hefur skorað 76 mörk í 133 leikjum fyrir Napoli og var í lykilhlutverki þegar liðið varð ítalskur meistari árið 2023, þegar hann skoraði 26 mörk. Hann skoraði hins vegar 15 mörk á síðustu leiktíð og Napoli hefur síðan fest kaup á belgíska framherjanum Romelu Lukaku fyrir 30 milljónir punda.
Tyrkneski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira