Fagnað um miðja nótt af þúsundum stuðningsmanna Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2024 09:33 Það er óhætt að segja að mikill áhugi sé á komu Victors Osimhen til Tyrklands. Getty/Islam Yakut Nígeríski fótboltamaðurinn Victor Osimhen lenti í Istanbúl um miðja nótt en það kom ekki í veg fyrir að þúsundir stuðningsmanna Galatasaray tækju á móti honum. Þegar þessi 25 ára gamli sóknarmaður lenti svo í Istanbúl voru þúsundir stuðningsmanna Galatasaray mættir til að taka á móti honum, þó að það væri klukkan þrjú um nótt. Þeir sungu með honum og kveiktu á blysum úti á götu, og ljóst að mikil eftirvænting ríkir eftir því að sjá Osimhen láta til sín taka með tyrknesku meisturunum. Galatasaray fans were on the streets of Istanbul at 4 a.m. to welcome Victor Osimhen 😳(via @yakupcinar, @ultrAslan) pic.twitter.com/4zlmpvlO0C— ESPN Africa (@ESPNAfrica) September 3, 2024 Osimhen virtist kominn í öngstræti eftir að hvorki enska félagið Chelsea né sádiarabíska félagið Al-Ahli gekk frá kaupum á honum fyrir lok félagaskiptaglugga. Á meðan hafði félagið hans, Napoli, sleppt því að skrá hann í leikmannahópinn fyrir keppni í ítölsku A-deildinni í vetur. Á skömmum tíma tókst hins vegar að ganga frá því að Osimhen færi að láni til Galatasaray, fram á næsta sumar, gegn því að tyrkneska félagið greiddi stærstan hluta launa hans á tímabilinu. 🚨🟡🔴 BREAKING: Victor Osimhen to Galatasaray, here we go! Deal done and all documents have been approved.Osimhen’s release clause will be €75m with Napoli option to extend until 2027.Loan move to Gala until June 2025, €9/10m salary covered.No buy option, no obligation. pic.twitter.com/Cc7lAYPPW6— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 2, 2024 Engin skuldbinding eða möguleiki á kaupum fylgir lánssamningnum og er Osimhen samningsbundinn Napoli til 2027, með klásúlu um að hægt sé að kaupa hann fyrir 75 milljónir evra. Osimhen hefur skorað 76 mörk í 133 leikjum fyrir Napoli og var í lykilhlutverki þegar liðið varð ítalskur meistari árið 2023, þegar hann skoraði 26 mörk. Hann skoraði hins vegar 15 mörk á síðustu leiktíð og Napoli hefur síðan fest kaup á belgíska framherjanum Romelu Lukaku fyrir 30 milljónir punda. Tyrkneski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Þegar þessi 25 ára gamli sóknarmaður lenti svo í Istanbúl voru þúsundir stuðningsmanna Galatasaray mættir til að taka á móti honum, þó að það væri klukkan þrjú um nótt. Þeir sungu með honum og kveiktu á blysum úti á götu, og ljóst að mikil eftirvænting ríkir eftir því að sjá Osimhen láta til sín taka með tyrknesku meisturunum. Galatasaray fans were on the streets of Istanbul at 4 a.m. to welcome Victor Osimhen 😳(via @yakupcinar, @ultrAslan) pic.twitter.com/4zlmpvlO0C— ESPN Africa (@ESPNAfrica) September 3, 2024 Osimhen virtist kominn í öngstræti eftir að hvorki enska félagið Chelsea né sádiarabíska félagið Al-Ahli gekk frá kaupum á honum fyrir lok félagaskiptaglugga. Á meðan hafði félagið hans, Napoli, sleppt því að skrá hann í leikmannahópinn fyrir keppni í ítölsku A-deildinni í vetur. Á skömmum tíma tókst hins vegar að ganga frá því að Osimhen færi að láni til Galatasaray, fram á næsta sumar, gegn því að tyrkneska félagið greiddi stærstan hluta launa hans á tímabilinu. 🚨🟡🔴 BREAKING: Victor Osimhen to Galatasaray, here we go! Deal done and all documents have been approved.Osimhen’s release clause will be €75m with Napoli option to extend until 2027.Loan move to Gala until June 2025, €9/10m salary covered.No buy option, no obligation. pic.twitter.com/Cc7lAYPPW6— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 2, 2024 Engin skuldbinding eða möguleiki á kaupum fylgir lánssamningnum og er Osimhen samningsbundinn Napoli til 2027, með klásúlu um að hægt sé að kaupa hann fyrir 75 milljónir evra. Osimhen hefur skorað 76 mörk í 133 leikjum fyrir Napoli og var í lykilhlutverki þegar liðið varð ítalskur meistari árið 2023, þegar hann skoraði 26 mörk. Hann skoraði hins vegar 15 mörk á síðustu leiktíð og Napoli hefur síðan fest kaup á belgíska framherjanum Romelu Lukaku fyrir 30 milljónir punda.
Tyrkneski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira