„Það er greinilega bara eitthvað djók að nauðga“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. ágúst 2024 12:20 Guðný segir nauðgunargrín aldrei viðeigandi. Hún segir ótrúlegt að heyra ennþá svona brandara árið 2024. Vísir Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, segir nauðgunarbrandara Patriks Atlasonar skýrt merki um að við eigum enn langt í land með að uppræta nauðgunarmenningu og kynferðisofbeldi. Hún segir mikilvægt að huga að því sem maður segir, og ekki ýta undir nauðgunarmenningu. Ummæli sem Patrik Atlason lét falla í útvarpsþætti í síðustu viku, þar sem hann spurði hlustanda hvort hann hyggðist taka með sér botnlaust tjald á Þjóðhátíð, hafa vakið talsvert umtal. Brandarinn vakti ekki mikla lukku til dæmis hjá hópi fólk sem lét sig málið varða á Facebook síðunni Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu. Hvað er málið með þessa hátíð í Eyjum? Guðný gerði brandarann að umtalsefni í aðsendri grein á Vísi sem birtist í dag. Hún segir þar frá franskri vinkonu sinni sem spurði hana einu sinni út í Þjóðhátíð. „Hvað er málið með þessa hátíð í Eyjum þar sem konum er nauðgað og fólk talar um þetta sem eðlilegan hlut? Ég hef heyrt þetta kallað nauðgunarhátíð!“ spurði franska vinkonan. Guðný kveðst skilja frönsku vinkonuna vel. Samtalið hafi átt sér stað árið 2018, árið sem hlutfallslega langflestar nauðganir voru tilkynntar í Vestmannaeyjum. Ekkert kynferðisbrot hefur verið tilkynnt á nýafstaðini Þjóðhátíð. En þetta var náttúrulega bara grín, er það ekki? Guðný segir brandarann skýrt merki um að enn sé langt í land með að uppræta nauðgunarmenningu og kynferðisofbeldi. „Það að fyrirmynd ungra krakka spyr hlustanda í útvarpsþætti sínum á FM957 hvort hann ætli að mæta á Þjóðhátíð í Eyjum með botnlaust tjald segir allt sem segja þarf um hvert hugur hans leitar þegar hann hugsar um þessa hátíð. En þetta var náttúrulega bara grín, er það ekki?“ Guðný segir mikilvægt að huga að því hvað maður segir, ekki ýta undir nauðgunarmenningu og beinlínis gera grín úr aðferð sem hefur verið notuð til að nauðga fólki á Þjóðhátíð. „Fyrir þau sem þekkja afleiðingar þess konar ofbeldis er sárt og óhugnanlegt að heyra talað um það í léttu rúmi,“ segir Guðný. Kerfið bregðist þolendum ítrekað „Við verðum að horfast í augun við raunveruleikann; kynbundið ofbeldi er vandamál karla,“ segir Guðný. Tilkynningar hrúgist inn í kerfið sem síðan dregur gerendur ekki til ábyrgðar. Kerfið bregðist þolendum ofbeldis ítrekað „með lélegum rannsóknarháttum og nær ótakmarkaðri heimild til að fella mál niður þrátt fyrir sterk sönnunargögn,“ segir hún. „Nú sitjum við hér, árið 2024, með mann sem þúsundir hlusta á, spyrja hlustanda einfaldlega í beinni útsendingu: „Ætlar þú að mæta á Þjóðhátíð með botnlaust tjald?“ - eins og það sé jafn eðlilegt og að spyrja hvort viðkomandi ætli að taka með sér regnjakka til Eyja,“ segir Guðný, og segir greinilegt að það sé bara eitthvað djók að nauðga. Nauðgunargrín aldrei viðeigandi „Ef ég má orða það þannig fannst mér bara ótrúlegt að vera heyra þetta árið 2024,“ segir Guðný í samtali við fréttastofu. Hún segir að ummælin séu ógeðfelld, og finnst ámælisvert að manneskja í þessari stöðu geti sagt svona hlut án þess að tekið sé á því, að því er virðist. „Það væri líka bara ágætt ef Patrik myndi stíga fram og bera ábyrgð á sínum orðum,“ segir hún. Hún segir nauðgunargrín aldrei viðeigandi. „Það viðheldur nauðgunarmenningu sem við erum að reyna uppræta. Ef maður ætlar bara að líta á þetta sem djók, erum við bara ekki að taka þessu nógu alvarlega.“ „Orðum fylgir ábyrgð,“ segir hún að lokum. Ekki hefur náðst í Patrik vegna málsins. Þjóðhátíð í Eyjum Kynferðisofbeldi Vestmannaeyjar Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Ummæli sem Patrik Atlason lét falla í útvarpsþætti í síðustu viku, þar sem hann spurði hlustanda hvort hann hyggðist taka með sér botnlaust tjald á Þjóðhátíð, hafa vakið talsvert umtal. Brandarinn vakti ekki mikla lukku til dæmis hjá hópi fólk sem lét sig málið varða á Facebook síðunni Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu. Hvað er málið með þessa hátíð í Eyjum? Guðný gerði brandarann að umtalsefni í aðsendri grein á Vísi sem birtist í dag. Hún segir þar frá franskri vinkonu sinni sem spurði hana einu sinni út í Þjóðhátíð. „Hvað er málið með þessa hátíð í Eyjum þar sem konum er nauðgað og fólk talar um þetta sem eðlilegan hlut? Ég hef heyrt þetta kallað nauðgunarhátíð!“ spurði franska vinkonan. Guðný kveðst skilja frönsku vinkonuna vel. Samtalið hafi átt sér stað árið 2018, árið sem hlutfallslega langflestar nauðganir voru tilkynntar í Vestmannaeyjum. Ekkert kynferðisbrot hefur verið tilkynnt á nýafstaðini Þjóðhátíð. En þetta var náttúrulega bara grín, er það ekki? Guðný segir brandarann skýrt merki um að enn sé langt í land með að uppræta nauðgunarmenningu og kynferðisofbeldi. „Það að fyrirmynd ungra krakka spyr hlustanda í útvarpsþætti sínum á FM957 hvort hann ætli að mæta á Þjóðhátíð í Eyjum með botnlaust tjald segir allt sem segja þarf um hvert hugur hans leitar þegar hann hugsar um þessa hátíð. En þetta var náttúrulega bara grín, er það ekki?“ Guðný segir mikilvægt að huga að því hvað maður segir, ekki ýta undir nauðgunarmenningu og beinlínis gera grín úr aðferð sem hefur verið notuð til að nauðga fólki á Þjóðhátíð. „Fyrir þau sem þekkja afleiðingar þess konar ofbeldis er sárt og óhugnanlegt að heyra talað um það í léttu rúmi,“ segir Guðný. Kerfið bregðist þolendum ítrekað „Við verðum að horfast í augun við raunveruleikann; kynbundið ofbeldi er vandamál karla,“ segir Guðný. Tilkynningar hrúgist inn í kerfið sem síðan dregur gerendur ekki til ábyrgðar. Kerfið bregðist þolendum ofbeldis ítrekað „með lélegum rannsóknarháttum og nær ótakmarkaðri heimild til að fella mál niður þrátt fyrir sterk sönnunargögn,“ segir hún. „Nú sitjum við hér, árið 2024, með mann sem þúsundir hlusta á, spyrja hlustanda einfaldlega í beinni útsendingu: „Ætlar þú að mæta á Þjóðhátíð með botnlaust tjald?“ - eins og það sé jafn eðlilegt og að spyrja hvort viðkomandi ætli að taka með sér regnjakka til Eyja,“ segir Guðný, og segir greinilegt að það sé bara eitthvað djók að nauðga. Nauðgunargrín aldrei viðeigandi „Ef ég má orða það þannig fannst mér bara ótrúlegt að vera heyra þetta árið 2024,“ segir Guðný í samtali við fréttastofu. Hún segir að ummælin séu ógeðfelld, og finnst ámælisvert að manneskja í þessari stöðu geti sagt svona hlut án þess að tekið sé á því, að því er virðist. „Það væri líka bara ágætt ef Patrik myndi stíga fram og bera ábyrgð á sínum orðum,“ segir hún. Hún segir nauðgunargrín aldrei viðeigandi. „Það viðheldur nauðgunarmenningu sem við erum að reyna uppræta. Ef maður ætlar bara að líta á þetta sem djók, erum við bara ekki að taka þessu nógu alvarlega.“ „Orðum fylgir ábyrgð,“ segir hún að lokum. Ekki hefur náðst í Patrik vegna málsins.
Þjóðhátíð í Eyjum Kynferðisofbeldi Vestmannaeyjar Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira