Halda sínu striki þrátt fyrir veðrið Kjartan Kjartansson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 4. ágúst 2024 10:59 Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar. Vísir/Viktor Freyr Töluverður fjöldi þjóðhátíðargesta fékk inn í Herjólfshöllinni í Vestmannaeyjum í nótt vegna hvassviðrisins þar. Formaður þjóðhátíðarnefndar segist ekki eiga von á að veðrið riðli dagskránni á stærsta degi þjóðhátíðar þrátt fyrir að gul viðvörun taki gildi undir kvöld. Nokkuð var um að tjöld fykju og skemmdust í hvassviðrinu í Vestmannaeyjum í gær. Gul viðvörun var í gildi yfir daginn vegna þess. Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar, viðurkennir að veðrið hafi verið áskorun en telur að skipuleggjendur hafi tæklað það vel til þessa. „Við bara hleyptum krökkunum inn í íþróttahöllina okkar sem voru að missa tjöldin sín og það bara gekk rosa vel. Það var svona slatti bara,“ segir hann og vísar til Herjólfshallarinnar, yfirbyggðs knattspyrnuvallar í bænum. Nóttin var að öðru leyti róleg, að sögn Stefáns Jónssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Einn sé í fangaklefa vegna ölvunaróspekta. Vel hafi gengið miðað við allan þann fjölda sem sé í Herjólfsdal. „Við vorum bara sáttir við nóttina,“ segir hann en treystir sér ekki til að skjóta á hversu fjölmenn hátíðin sé í ár. Ekki hefur básið byrlega fyrir gesti þjóðhátíðar um helgina. Ekki er útlit fyrir að það breytist í dag.Vísir/Viktor Freyr Ný gul viðvörun vegna hvassviðris tekur gildi í Eyjum klukkan 18:00. Veðrið á ekki að byrja að ganga niður fyrr en eftir hádegi á morgun, en viðvörunin gildir til klukkan sex í fyrramálið. Jónas segir að stöðufundur verði haldinn klukkan 13:00 þar sem frekari ráðstafanir vegna veðurs verði ræddar. Sunnudagur er jafnan sá dagur þar sem mest er um dýrðir á þjóðhátíð í Eyjum en þá er brekkusöngurinn haldinn. Jónas á ekki von á að dagskráin riðlist vegna hvassviðrisins. Brekkusöngurinn og blysin verði á sínum stað. „Íslendingar eru harðir í horn að taka þannig að við bara tökum því sem kemur. Við höldum okkar striki bara,“ segir hann. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Kom úr sundi að brotnu tjaldinu „Við vorum í sundi og komum bara að þessu þegar allt var komið í sundur,“ segir Friðrik Dúi Þórólfsson 21 árs þjóðhátíðargestur. Hann er á meðal þeirra fjölmörgu sem veðrið í Eyjum hefur leikið grátt. 3. ágúst 2024 19:35 Sitja uppi með rifið tjald og engan næturstað í hífandi roki Stöllurnar Kristín María Snorradóttir og Karen Lind Helgadóttir sitja uppi með ónýtt tjald og engan næturstað eftir fyrstu nóttina á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hávaðarok hefur verið í eyjum í morgun og valdið tjóni á tjaldsvæðunum. 3. ágúst 2024 15:51 Þjóðhátíð sett í alíslensku sumarveðri Þjóðhátíð í eyjum var formlega sett í gær að viðstöddum forseta Íslands Höllu Tómasdóttur og Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðksiptamálaráðherra í alíslensku sumarveðri. Meðal þeirra sem komu fram í gærkvöldi var Jóhanna Guðrún sem frumflutti þjóðhátíðarlagið „Töfra. 3. ágúst 2024 15:08 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Nokkuð var um að tjöld fykju og skemmdust í hvassviðrinu í Vestmannaeyjum í gær. Gul viðvörun var í gildi yfir daginn vegna þess. Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar, viðurkennir að veðrið hafi verið áskorun en telur að skipuleggjendur hafi tæklað það vel til þessa. „Við bara hleyptum krökkunum inn í íþróttahöllina okkar sem voru að missa tjöldin sín og það bara gekk rosa vel. Það var svona slatti bara,“ segir hann og vísar til Herjólfshallarinnar, yfirbyggðs knattspyrnuvallar í bænum. Nóttin var að öðru leyti róleg, að sögn Stefáns Jónssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Einn sé í fangaklefa vegna ölvunaróspekta. Vel hafi gengið miðað við allan þann fjölda sem sé í Herjólfsdal. „Við vorum bara sáttir við nóttina,“ segir hann en treystir sér ekki til að skjóta á hversu fjölmenn hátíðin sé í ár. Ekki hefur básið byrlega fyrir gesti þjóðhátíðar um helgina. Ekki er útlit fyrir að það breytist í dag.Vísir/Viktor Freyr Ný gul viðvörun vegna hvassviðris tekur gildi í Eyjum klukkan 18:00. Veðrið á ekki að byrja að ganga niður fyrr en eftir hádegi á morgun, en viðvörunin gildir til klukkan sex í fyrramálið. Jónas segir að stöðufundur verði haldinn klukkan 13:00 þar sem frekari ráðstafanir vegna veðurs verði ræddar. Sunnudagur er jafnan sá dagur þar sem mest er um dýrðir á þjóðhátíð í Eyjum en þá er brekkusöngurinn haldinn. Jónas á ekki von á að dagskráin riðlist vegna hvassviðrisins. Brekkusöngurinn og blysin verði á sínum stað. „Íslendingar eru harðir í horn að taka þannig að við bara tökum því sem kemur. Við höldum okkar striki bara,“ segir hann.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Kom úr sundi að brotnu tjaldinu „Við vorum í sundi og komum bara að þessu þegar allt var komið í sundur,“ segir Friðrik Dúi Þórólfsson 21 árs þjóðhátíðargestur. Hann er á meðal þeirra fjölmörgu sem veðrið í Eyjum hefur leikið grátt. 3. ágúst 2024 19:35 Sitja uppi með rifið tjald og engan næturstað í hífandi roki Stöllurnar Kristín María Snorradóttir og Karen Lind Helgadóttir sitja uppi með ónýtt tjald og engan næturstað eftir fyrstu nóttina á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hávaðarok hefur verið í eyjum í morgun og valdið tjóni á tjaldsvæðunum. 3. ágúst 2024 15:51 Þjóðhátíð sett í alíslensku sumarveðri Þjóðhátíð í eyjum var formlega sett í gær að viðstöddum forseta Íslands Höllu Tómasdóttur og Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðksiptamálaráðherra í alíslensku sumarveðri. Meðal þeirra sem komu fram í gærkvöldi var Jóhanna Guðrún sem frumflutti þjóðhátíðarlagið „Töfra. 3. ágúst 2024 15:08 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Kom úr sundi að brotnu tjaldinu „Við vorum í sundi og komum bara að þessu þegar allt var komið í sundur,“ segir Friðrik Dúi Þórólfsson 21 árs þjóðhátíðargestur. Hann er á meðal þeirra fjölmörgu sem veðrið í Eyjum hefur leikið grátt. 3. ágúst 2024 19:35
Sitja uppi með rifið tjald og engan næturstað í hífandi roki Stöllurnar Kristín María Snorradóttir og Karen Lind Helgadóttir sitja uppi með ónýtt tjald og engan næturstað eftir fyrstu nóttina á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hávaðarok hefur verið í eyjum í morgun og valdið tjóni á tjaldsvæðunum. 3. ágúst 2024 15:51
Þjóðhátíð sett í alíslensku sumarveðri Þjóðhátíð í eyjum var formlega sett í gær að viðstöddum forseta Íslands Höllu Tómasdóttur og Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðksiptamálaráðherra í alíslensku sumarveðri. Meðal þeirra sem komu fram í gærkvöldi var Jóhanna Guðrún sem frumflutti þjóðhátíðarlagið „Töfra. 3. ágúst 2024 15:08