Innlent

Lengja gæsluvarðhald vegna stungu­á­rásar í Súða­vík

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu liggur greinagóð atburðarás á atvikinu þegar fyrir. 
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu liggur greinagóð atburðarás á atvikinu þegar fyrir.  Vísir/Vilhelm

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu lögreglustjórans á Vestfjörðum að framlengja gæsluvarðhald yfir manninum sem er grunaður um að hafa stungið mann í Súðavík í síðustu viku. 

Í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum kemur fram að manninum sé gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi í fjórar vikur, til 17. júlí, á grundvelli almannahagsmuna. 

Þá segir að rannsókn málsins hafi gengið vel og nokkuð greinagóð mynd af atburðarás liggi fyrir. 

Greint var frá því í síðustu viku að rétt fyrir miðnætti þriðjudagsins 11. júní hefði lögreglu borist tilkynning um átök í heimahúsi í Súðavík. Fram kom að einn hefði verið stunginn. 

Karlmaðurinn var fluttur með sjúkrabíl á heilbrigðisstofnun Vestfjarða, á Ísafirði og í kjölfarið með sjúkravél á sjúkrahús í Reykjavík. Hann var með lífshættuleg stungusár en er úr lífshættu.


Tengdar fréttir

Stunginn í heimahúsi í Súðavík

Ungur karlmaður var handtekinn í heimahúsi í Súðavík seint í gærkvöldi, grunaður um að hafa stungið mann. Maðurinn hlaut lífshættuleg stungusár og var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Hann er nú kominn úr lífshættu.

Viku­langt gæslu­varð­hald vegna stungu­á­rásar í Súða­vík

Héraðsdómur Vesturlands hefur samþykkt vikulangt gæsluvarðhald yfir manninum sem er grunaður um að hafa stungið mann í Súðavík í gærkvöldi. Maðurinn er úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Rannsókn málsins er á frumstigi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×