Innlent

Viku­langt gæslu­varð­hald vegna stungu­á­rásar í Súða­vík

Lovísa Arnardóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa
Stunguárásin átti sér stað í heimahúsi í Súðavík.
Stunguárásin átti sér stað í heimahúsi í Súðavík. Vísir/Vilhelm

Héraðsdómur Vesturlands hefur samþykkt vikulangt gæsluvarðhald yfir manninum sem er grunaður um að hafa stungið mann í Súðavík í gærkvöldi. Maðurinn er úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Rannsókn málsins er á frumstigi.

Greint var frá því í tilkynningu frá lögreglu fyrr í dag að rétt fyrir miðnætti í gær hefði lögreglu borist tilkynning um átök í heimahúsi í Súðavík. Þar kom fram að einn hafi verið stunginn. 

Karlmaðurinn var fluttur með sjúkrabíl á heilbrigðisstofnun Vestfjarða, á Ísafirði og í kjölfarið með sjúkravél á sjúkrahús í Reykjavík. Hann var með lífshættuleg stungusár en er úr lífshættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×