Mótmælin í dag þau hörðustu í mörg ár Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. maí 2024 19:45 Mótmælendur sem fengu piparúða í andlit skola augu með mjólk. Vísir/Elín Margrét Mótmælin á vegum félagsins Íslands-Palestína í morgun eru þau hörðustu á síðari árum að sögn lögreglu. Mótmælendur segja lögreglu hafa gengið fram af hörku og ofbeldi og sýnt einbeittan brotavilja. Lögregla segist ekki hafa átt annarra kosta völ og fullyrðir að verklagsreglum hafi verið fylgt. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu muni fá aðgang að öllum nauðsynlegum gögnum. Ein þeirra sem fékk yfir sig mikinn piparúða er Lukka Sigurðardóttir, stjórnarmeðlimur í Félaginu Ísland-Palestína, sem segist hafa ætlað að aðstoða vin sinn sem var á grúfu í götunni þegar lögreglumenn gerðu sig líklega til að beita á hann piparúða. Lukka Sigurðardóttir, stjórnarmeðlimur í Félaginu Ísland-PalestínaVísir/Ívar Fannar „Ég sé þetta gerast, og ósjálfrátt færi mig þarna nær og ætla einhvern veginn að ganga í milli, þegar ég er komin þarna að þá hrindir lögreglumaðurinn mér í jörðina og þegar ég er að reyna að standa upp, þá fæ ég bara gusu yfir mig,“ segir Lukka. „Þeir sprautuðu svo miklu og yfir svo marga. Þetta var 100% friðsamlegt en lögreglan sýndi bara af sér einbeittan brotavilja.“ Félagið Ísland-Palestína sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem félagið „fordæmir það lögregluofbeldi sem friðsamir mótmælendur urðu fyrir í morgun fyrir utan ríkisstjórnarfund í Skuggasundi.” Lukka var ein þeirra sem leitaði á slysadeild með bruna í andliti eftir piparúða. „Þar var tekið vel á móti okkur, nema hvað, það kom mér á óvart að bæði hjúkrunarfræðingurinn sem tók á móti mér og læknirinn sem sáu mig vissu ekki hvað ætti að gera. Þau þurftu bæði að fara fram og „googla“ hvernig maður meðhöndlar svona áverka,“ segir Lukka. „Sem er svolítið galið, að lögregluembættið sé a nota úða í svona miklum mæli og að heilbrigðiskerfið kunni ekki að díla við það,“ bætir hún við. Þau hafi verið tvö úr hópi mótmælenda sem fóru á slysadeild en ætlar að um tuttugu til þrjátíu í heildina hafi fengið yfir sig piparúða. Kom til greina að beita handtöku Lögregla segir mótmælin þau harkalegustu í lengri tíma. „Þetta eru hörðustu mótmælin sem við höfum átt hérna seinustu árin,“ segir Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann er ekki sammála því að lögregla hafi gengið of hart fram. „Nei alls ekki. Við gáfum fólki fyrirmæli og það er liðinn góður tími þar til við beittum piparúðanum þannig fólk hafði nægan tíma til að bregðast við, hlýða fyrirmælum og fara í burtu,“ segir Kristján Helgi. Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Ívar Fannar Þannig það stendur ekki til að skoða búkmyndavélar eða slíkt til að athuga hvort öllu hafi verið rétt framfylgt? „Jú algjörlega. Við munum skoða þetta allt saman og væntanlega senda þetta allt á NEL [Nefnd um eftirlit með lögreglu] sem mun skoða þetta mál. Þannig þetta er ekkert sem við erum að reyna að fela,“ svarar Kristján Helgi. Aðspurður segir hann að það hefði vel getað komið til greina að beita handtökum. „Við hefðum getað handtekið nokkra aðila þarna sem létu þannig og hlýddu engum fyrirmælum okkar. Alveg klárlega. En við þessar aðstæður þar sem við erum tiltölulega fáir lögreglumenn á móti stórum hópi fólks þá verðum við bara að meta aðstæður, hvað ráðum við við að gera,“ segir Kristján Helgi. Markmiðið hafi verið að koma ráðherrum örugglega að og af ríkisstjórnarfundinum. „Ef við hefðum farið í handtökur þá hefði það kostað okkur aukinn mannafla þannig að þetta var það sem við gerðum í dag.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Ein þeirra sem fékk yfir sig mikinn piparúða er Lukka Sigurðardóttir, stjórnarmeðlimur í Félaginu Ísland-Palestína, sem segist hafa ætlað að aðstoða vin sinn sem var á grúfu í götunni þegar lögreglumenn gerðu sig líklega til að beita á hann piparúða. Lukka Sigurðardóttir, stjórnarmeðlimur í Félaginu Ísland-PalestínaVísir/Ívar Fannar „Ég sé þetta gerast, og ósjálfrátt færi mig þarna nær og ætla einhvern veginn að ganga í milli, þegar ég er komin þarna að þá hrindir lögreglumaðurinn mér í jörðina og þegar ég er að reyna að standa upp, þá fæ ég bara gusu yfir mig,“ segir Lukka. „Þeir sprautuðu svo miklu og yfir svo marga. Þetta var 100% friðsamlegt en lögreglan sýndi bara af sér einbeittan brotavilja.“ Félagið Ísland-Palestína sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem félagið „fordæmir það lögregluofbeldi sem friðsamir mótmælendur urðu fyrir í morgun fyrir utan ríkisstjórnarfund í Skuggasundi.” Lukka var ein þeirra sem leitaði á slysadeild með bruna í andliti eftir piparúða. „Þar var tekið vel á móti okkur, nema hvað, það kom mér á óvart að bæði hjúkrunarfræðingurinn sem tók á móti mér og læknirinn sem sáu mig vissu ekki hvað ætti að gera. Þau þurftu bæði að fara fram og „googla“ hvernig maður meðhöndlar svona áverka,“ segir Lukka. „Sem er svolítið galið, að lögregluembættið sé a nota úða í svona miklum mæli og að heilbrigðiskerfið kunni ekki að díla við það,“ bætir hún við. Þau hafi verið tvö úr hópi mótmælenda sem fóru á slysadeild en ætlar að um tuttugu til þrjátíu í heildina hafi fengið yfir sig piparúða. Kom til greina að beita handtöku Lögregla segir mótmælin þau harkalegustu í lengri tíma. „Þetta eru hörðustu mótmælin sem við höfum átt hérna seinustu árin,“ segir Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann er ekki sammála því að lögregla hafi gengið of hart fram. „Nei alls ekki. Við gáfum fólki fyrirmæli og það er liðinn góður tími þar til við beittum piparúðanum þannig fólk hafði nægan tíma til að bregðast við, hlýða fyrirmælum og fara í burtu,“ segir Kristján Helgi. Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Ívar Fannar Þannig það stendur ekki til að skoða búkmyndavélar eða slíkt til að athuga hvort öllu hafi verið rétt framfylgt? „Jú algjörlega. Við munum skoða þetta allt saman og væntanlega senda þetta allt á NEL [Nefnd um eftirlit með lögreglu] sem mun skoða þetta mál. Þannig þetta er ekkert sem við erum að reyna að fela,“ svarar Kristján Helgi. Aðspurður segir hann að það hefði vel getað komið til greina að beita handtökum. „Við hefðum getað handtekið nokkra aðila þarna sem létu þannig og hlýddu engum fyrirmælum okkar. Alveg klárlega. En við þessar aðstæður þar sem við erum tiltölulega fáir lögreglumenn á móti stórum hópi fólks þá verðum við bara að meta aðstæður, hvað ráðum við við að gera,“ segir Kristján Helgi. Markmiðið hafi verið að koma ráðherrum örugglega að og af ríkisstjórnarfundinum. „Ef við hefðum farið í handtökur þá hefði það kostað okkur aukinn mannafla þannig að þetta var það sem við gerðum í dag.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira